Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1979, Page 40

Freyr - 01.05.1979, Page 40
ídreifing búfjáráburðar Framh. af bls. 286. nýrækt eru jafnvel minni en við ádreifingu. Síðan bætast eftirverkunaráhrifin við. Eftirverkun búfjáráburðarins er mest eftir 100-150 tonn/ha. Til þess að sýna hver hún er orðin nú þegar, er tekið meðaltal þessara liða, uppskera eftir 50 tonn/ha dregin frá og mismunurinn lagður saman allan tímann, sem tilraunirnar hafa staðið. Samkvæmt niöurstöðum annarra tilrauna á Reykhólum, Akureyri, Skriðuklaustri og Hvanneyri, sem áður var vikið að, gefa 10 tonn búfjáráburðar 9.2 hkg að meðaltali, þegar áburður á íún er aukinn úr 10 í 20 tonn/ha, mest 10.9 á Hvanneyri, en minnst 8.4 á Reykhólum og 8.5 á Skriðuklaustri. Aukning búfjáráburðar umfram 20 tonn/ha gefur væntanlega minni vaxtarauka. Ef þessar niðurstöður eru teknar til viðmiðunar við niðurstöðurnar í 3. töflu, má e. t. v. segja, að á Hvanneyri séu stóru nýræktarskammt- arnir búnir að skila því, sem 50 tonn gefa við yfirbreiðslu, en að öðru leyti virðistenn þurfa að bíða frekari eftirverkunar til þess, að aukning nýræktaráburðar úr 50 í 100 tonn/ ha skili sér til jafns við það, sem ádreifing gefur. Niðurlag. Raktar hafa verið ýmsar helstu niðurstöður tilrauna meðr ídreifingu búfjáráburðar. Þær sýna meðal annars, að rífleg áburðarnotkun tryggir árangur sáningar í nýrækt og að vænta má verulegrar eftirverkunar, sem get- ur enst í nokkur ár. Tilraununum mun verða haldið áfram enn um hríð. Ekki er nema að litlu leyti unnt að segja, að hve miklu leyti hér er um almenn áburðaráhrif og að hve miklu leyti um sértæk áhrif búfjáráburðar að ræða. Einnig má vænta annarrar niðurstöðu, þegar búfjáráburður er notaður til endurræktunar. Þegar niðurstöður efnagreininga hafa verið teknar til úrvinnslu, mun væntanlega verða unnt að meta áburðaráhrif búfjáráburðar nákvæmar en með uppskerutölum einum. Orðsending frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins Rannsóknastofnun landbúnaðarins hyggst gera tilraun til að safna kartöfluafbrigðum og kartöflu- stofnum, sem lengi hafa verið í ræktun hér á landi. Tilgangurinn er að varðveita þessar kartöflur, því þær gætu hæglega reynst þýðingarmiklar fyrir kynbætur í framtíðinni. Verður þetta gert í samvinnu við hinn nýstofnaða norræna genbanka, en verkefni hans er að safna og varðveita afbrigði og stofna af nytjaplöntum. Þeir, sem hafa undir höndum afbrigði eðastofn, sem vitað erað hefurverið ræktaðursamfleytt í minnst 50 ár hér á landi, eru vinsamlegast beðnir að senda útsæði af þeim (10—20 kartöflur) til Sigurgeirs Ólafssonar, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholt, 110 Reykjavík, ásamt helstu upplýsingum um hvar og hversu lengi kartöflurnar hafa verið rætkaðar. 304 FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.