Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1981, Page 8

Freyr - 01.04.1981, Page 8
skoðun ríkir meðal ýmissa valda- og áhrifa- manna, að nú, þegar draga mátti saman í aðal- framleiðslugreinunum, megi að ósekju draga úr ráðunautastörfum og leiðbeiningum á marga lund. Þessu er auðvitað ekki svo farið, heldur þver- öfugt. Einmitt nú sækjast menn eftir leiðbeiningum og aðstoð við að finna nýjar leiðir til að afla sér tekna, bæta tekjumissi eða draga úr honum svo sem framast er kostur. Nýjar búgreinar krefjast þekkingar, sem ekki er fyrir hendi og veita þarf kennslu og leiðbeiningar. Besta dæmi um þetta er loðdýraræktin en margt fleira er á döfinni. Það væri full þörf fyrir stóraukna starfskrafta til kennslu og leiðbeiningar. Okkur vantar mann til að senda utan og kynna sér ræktun ullarkanína. Það er nú þegar mjög mikið álag á hlunn- indaráðunautnum. Þar blasa við mörg og fjöl- breytileg svið, sem hann þyrfti að vinna að en hefur alls ekki tíma til. Nýjar leiðir í sauðfjárrækt krefjast meiri leiðbeininga og starfs vegna kynbóta. Breytt viðhorf í fóðurbætismálum krefjast meiri leiðbeininga, á sviði fóðrunar. Reyndar hefur að mínu mati nú, vegna aukinnar þekkingar skapast grundvöllur fyrir því að leggja enn meiri áherslu á það að fram- leiða af heimaafla. Við þurfum að hamra á því að bæta ræktunina, bæta fóðurverkunina og bæta fóðrunina. Við megum heldur ekki hætta að rækta, við eigum að nota hléið í bygjgingarframkvæmdum til að rækta meira og betur. Svona mætti lengi telja. Verkefnin eru hvarvetna fyrir hendi. Ég læt í Ijós ósk mína um gott samstarf við Búnaðarþing.“ J. J. D. Afkvæmasýningar á sauðfé 1981 Á komandi hausti verða haldnar afkvæmasýningar á sauðfé á Norður- og Austurlandssvæði og Suðurlandssvæði frá Eyjafirði austur og suður um land að Hvalfirði. Sýna má bæði hrúta og ær með afkvæmum. Hverjum hrút þurfa að fylgja að minnsta kosti 22 afkvæmi, þar af tveir hrútar veturgamlir eða eldri og 10 lömd, og af þeim a. m. k. tveir lambhrútar. Hverri á þurfa að fylgja a. m. k. 5 afkvæmi, þar af einn hrútur veturgamall eða eldri. Fjáreigendur á ofangreindum svæðum, sem óska eftir afkvæma- sýningum, sendi Búnaðarfélagi íslands eða héraðsráðunautum búnaðar- sambanda á greindum svæðum tilkynningu fyrir 1. ágúst n. k. Búnaðarfélag íslands, — sauðfjárrækt — 248 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.