Freyr - 01.04.1981, Page 29
að bæta byggingarlag Hólafjárins,
en Smári sem virtist álitlegastur og
var sagður bjartleitur, en ekki al-
hvítur, virtist ekki geta bætt bygg-
ingarlag eins mikið og Frosti og
Bjartur. Þess vegna komu þessir
hrútar ekki til álita, auk þess sem
sæði náðist ekki úr Má og Smára
þegar á reyndi.
Því má bæta hér við, að lömb
undan Rauð haustið 1980, 22
talsins, fengu einkunnina 6,14
fyrir gæruflokk. Til samanburðar
má geta þess, að 9 sæðingalömb
undan Bónda 940 frá Hjarðarfelli
fengu einkunnina 1.67 fyrir gæru-
flokk haustið 1980, en bús-
meðaltalið var 7.75 stig. í lýsingu
frá sæðingastöð er Bóndi sagður
„bjartur á haus og fótum,“ með
alhvíta ull. Einnig segir þar:
„Bóndi er jafnvaxinn, samanrek-
inn holdahnaus.“ Lömb undan
honum reyndust líka mjög vel
gerð.
Ekki stefna allar þjóðir að lækkun
fóta á fé sínu.
Guðbjartur leggur mjög mikið upp
úr þéttu byggingarlagi og lágum
fótum við lambhrútaval. Hann
virðist ekki vita, að lágir fætur eru
síður en svo taldir keppikefli í
sauðfjárrækt sumra landa.
Ný-Sjálendingar, sem eiga í
meiri samkeppni með dilkakjöt á
heimsmarkaði en nokkur önnur
þjóð, mæta harðnandi samkeppni
við aðrar kjöttegundir með því að
framleiða dilkakjöt með minni fitu
en áður. Aðferða þeirra til að ná
þessu marki er sú að velja til lífs og
nota háfættari hrúta en áður var
gert.
Samanburður innan bús nauðsyn.
Guðbjartur telur það veilu í rækt-
uninni hjá mér að bera hrútana á
Hólum saman innbyrðis. Hann
virðist ekki vita, að það er eina
aðferðin, sem vænleg er til árang-
urs, þegar kynbæta á eiginleika
sem umhverfi gripanna hefur mikil
áhrif á. Þá eru gripirnir bornir
saman við sem líkust umhverfis-
skilyrði, leiðrétt er fyrir ýmsum
atriðum, sem áhrif hafa á eigin-
leikann, og síðan eru valdir til
ásetnings og undaneldis þeir grip-
irnir, sem best reynast, þegar hag-
kvæmnin er notuð sem mæli-
kvarði. Við slíka dóma er t. d. allt-
af miðað við að gera samanburð
innan bús, því að munur milli búa
er oft mikill, og hann stafar oftast
að langmestu leyti af mismun í
fóðrun og ytri aðbúð.
Athyglisverður samanburður við
aðra hrúta 1970.
Guðbjartur vill, að gerður sé sam-
anburður á holdlitlum hálöppum á
Hólum og lágfættum, þykkvöxn-
um og holdgóðum hrútum annars
staðar. Tilraunastarfsemin á Hól-
um hefur að vísu fyrst og fremst
verið tengd ullar- og gærugæðum,
en þó er til nokkur samanburður á
Hólahrútum og öðrum hrútum
sem feðrum sláturlamba.
í fyrsta lagi er til niðurstaða af
rannsókn á 12 lambhrútum, sem
seldir voru frá Hólum haustið
1969. Lömb undan þessum hrút-
um voru borin saman við lömb
undan 18 heimahrútum á 8 bæjum
í Skagafirði og 2 bæjum í Eyjafirði
haustið 1970.
Útkoman úr þessari rannsókn
var eftirfarandi:
Lömb undan Hólahrútunum
221 talsins, voru með 0.16 kg
þyngra fall heldur en 425 lömb
undan heimahrútunum.
Lömbin undan Hólahrútunum
flokkuðust 0,4 stigum betur í slát-
urhúsi heldur en lömbin undan
heimahrútunum (I. fl. = 10, II fl.
= 5 og II. fl. = 0 stig).
Lömbin undan Hólahrútunum
fengur einkunnina 3,25 fyrir hvít-
an lit á gæru en lömb heimahrúta
1,65 (alhvítt = 10, gult á skæklum
= 5 og gult á belg = 0).
Þessi útkoma var því Hólahrút-
unum í vil í öllum atriðum.
Niðurstaðan úr þessari rann-
sókn var birt fjölrituð á sauðfjár-
ræktarráðstefnu Búnaðarfélags
íslands, 1971, en hefur Iítið verið
rædd síðan.
Því má bæta við hér, að í þessari
sömu rannsókn kom það fram, að
I. verðlauna hrútar gáfu 0.92 kg
léttara fall á lömbum heldur en II.
og III. verðlauna hrútar, og var sá
munur raunhæfur.
Aðkeyptir hrútar rannsakaðir á
Hólum.
Haustið 1976 voru 5 lambhrútar
keyptir að Hólabúinu og þeir af-
kvæmarannsakaðir ásamt 4 lamb-
hrútum sem settir voru á heima
sama haust. Útkoman úr þeim
samanburði var sú, að aðkeyptu
hrútarnir fengu 101,2 í kynbóta-
einkunn fyrir lifandi þunga lamba,
þar sem leiðrétt var fyrir mismun í
kjötprósentu, en heimahrútar 97,5
að meðaltali. Útkoman úr þessari
rannsókn var því aðkeyptu hrút-
unum í vil. Tveir þessara aðkeyptu
hrúta voru í fjárhúsunum á Hólum
í fyrravetur. Niðurstaða afkvæma-
rannsóknanna á Hólum þetta ár
var birt í fjölriti RALA nr. 23,
1978.
Hólahrútur borinn saman við
heiðursverðlaunahrút.
Einn heimahrútanna, sem af-
kvæmaprófaður var í ofangreindri
rannsókn féll út, fyrir það hve létt
lömb hann gaf haustið 1977, hét
Dreki 237. Kynbótaeinkunn hans
fyrir þunga lamba á fæti, leiðrétt
fyrir mismun í kjötprósentu, var
96.
Föll af lömbum undan Dreka
virtust áberandi fitulítil, og þess
vegna var ákveðið að nota hann í
tilraun á Möðruvöllum í Hörgár-
dal næsta vetur og haust á móti
sérstaklega þéttbyggðum og
holdmiklum hrút í Þríhyrningi í
Eyjafirði, Gretti 76-201.
Grettir var undar Anga 68-875
freyr — 269