Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Síða 34

Freyr - 01.04.1981, Síða 34
Árni G. Pétursson hlunnindarádunautur Framfarir heimalningsæðarunga á Oddsstöðum 1980 í grein í 1. tbl. Freys 1981 um uppeldi œðarunga á Odds- stöðum sumarið 1980, voru ekki gefnar neinar tölur um vaxtarhraða ungannafrá klaki tilsleppidags. Aðgefnu tilefni skal orðið viðfonntni manna, hvað þetta varðar, þótt aðal- atriði þessarar búskapartilraunar hafi alls ekki verið sá að mœla vaxtarhraða á viðkomandi iingum heldur allt annars eðlis, sem fram kemur í skrifi um um markmið tilraunarinn- ar. Einnigþurfti að draga úrfóðri um skeið við elstu ungana vegna ofvaxtar. Ekki var skeytt um að vega ungana nýkomna úr eggi, enda ekki tiltæk það nákvæm vog að það þjónaði þeim tilgangi. Vorið 1979 var meðalþungi unga í tilraun hjá Rannsóknastofnun landbúnað- arins nýskriðnum úr eggi um 60 g (49—77g), og voru ungar á Odds- stöðum 1980 nýútskriðnir ekki annars eðlis en æðarungar almennt gerast á þessu stigi. Ungum var safnað á tímabilinu 7.—25. júní. Þeim fór ört að, þótt um greini- legan einstaklingsmun, hvað þetta áhrærði, væri að ræða, og uxu örar en ungar hjá RALA 1979. Þann 12. júlí var þungi unga á Odds- stöðum er hér segir, en fram að þeim tíma höfðu ungar fengið fóð- ur að vild nema elstu ungarnir, en hjá þeim var dregið úr fóðri um skeið við þriggja vikna aldur. Elstu ungarnir 4V2—5 vikna gamlir voru þennan dag 1100—1150 g þungir, 4 vikna ungar 800—900 g þungir og ungar teknir úr hreiðri 15. júní voru að meðaltali 750 g þungir. Tveir ungar frá 25. júní 17 daga gamlir voru annar Litlikútur 350g og Labbakútur 500 g þungir. RALA ungar voru 1979 að með- altali 341 g 17 daga gamlir. Þann 22. júlí, 10 dögum seinna, en þá var aðeins byrjað að draga úr fóðri við ungana, voru elstu ung- arnir 5V2—6V2 vikna gamlir frá 1150 upp í 1400 g þungir eða um 1330 g að meðaltali, sem er sami þungi og var á RALA ungum 73 daga gömlum eða mánuði eldri 1979. Ungar fæddir 15. júní voru nú 1000 g að meðaltali, eða höfðu þyngst um 25 g á dag frá 12. júlí. Litlikútur var nú 550 g og Labba- kútur 700 g. Allra elstu ungarnir frá 7. og 9. júní höfðu bætt minnst við sig í þunga á þessu skeiði, enda voru þeir nú í löngum lónaferðum. Einnig var nú farið að bera á, að ungaskarinn var farinn að amast við Kútunum tveimur. Þann 3. ág- úst voru ungarnir sem teknir voru 7.—-11. júní frá 1200 til 1600 g þungir og þeir frá 15. júní 1300 g að meðaltali Labbakútur var nú 1000 g og Litlikútur 700 g. Lýs- ismenguðum ungum fór lítið að á þessu skeiði. í grein um unga uppeldið segir: „Ungar uxu með margföldum hraða miðað við það sem gerist í náttúrunni.“ Ekki voru neinir villiungar vigtaðir og mér vitan- lega ekki tiltækar íslenskar tölur hvað þetta varðar, en til sjónsam- anburðar voru hafðir ungar með kollum sem héldu til heima við á lónakrika allt tilraunaskeiðið. Þeir ungar voru að ganga fyrir sér sem næst allan sólarhringinn, en voru samt langt á eftir í þroska. Ungar í uppeldi hjá RALA 1979 voru vigtaðir þétt fram að 17 daga aldri, en þá kom eyða fram til 6 vikna aldurs. Nýklaktir voru þeir að meðaltali 60 g, vikugamlir 100 g, lOdaga 170 gog 17 dagaeinsog áður er getið 341 g. Átta vikna (57 daga) gamlir eru þeir 1083 g, tíu vikna (73 daga) 1333 g og 25. okt- óber (18 vikna einn ungi) 1500 g á þyngd. Við samanburð á þessum upp- eldisathugunum á Oddsstöðum og RALA virðist vera ljóst að sjávar- beitin er mjög til bóta því ungar hjá Rannsóknastofnun landbún- aðarins árið 1979 fengu fóður að vild. 274 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.