Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1985, Page 11

Freyr - 01.07.1985, Page 11
búfjárrækt sagði okkur frá nautgriparækt skólabúsins. Þar á búinu voru sl. ár 45,3 árskýr, meðalnyt er 5047 kg. Nythæsta kýrin (nr 218) mjólkar 7400 kg á ári. Þarna var fyrstakálfskvíga sem bar í október og komst í 25 kg en mjólkaði um það leyti (23. febr.) 18 kg á dag. Magnús sagði að hver kýr fengi rúm 1000 kg af kraftfóðri að meðaltali á ári og 3 kg af heykögglum daglega. Fjárhúsin á Hvanneyri eru á efri hæð gripahússins í Þórulág. Húsið brann árið 1968, en var endurreist og því breytt en það er þó ófull- nægjandi. Hesthúsið er á neðri hæðinni. Nú var farið í fjárhúsin undir leiðsögn Guðmundar Hallgríms- sonar bústjóra og Grétars Einars- sonar. Þar sagði Grétar m. a. frá húsvistartilraunum með sauðfé, sem gerðar hafa verið og gerðar eru á Hvanneyri. Frá þessum til- raunum segir í Fjölritum Rala nr. 68 og 73. Gemlingar á Hvanneyri eru rúnir strax er þeir eru teknir á hús og fékkst í fyrra haust af þeim 2,1 kg af ull að meðaltali, sem seldist á 170 kr. kg. Á Hvanneyri voru um þetta leyti 36 hestar, allir í eigu eða vörslu nemenda. Margir þeirra voru í tamningu. í hesthúsinu hitt- um við fjögur ungmenni sem voru að sýsla við hesta sína, þau Stefan- íu Jónsdóttur frá Selfossi, Sól- veigu Eysteinsdóttur frá Horna- firði, Jónas Karlsson frá Patreks- firði og Þröst Óskarsson frá Hornafirði. Öll létu þau vel af skólavistinni. Af rannsóknum á Hvanneyri. Á rannsóknastofu skólans sem er á fjóslofti í þröngu húsnæði eru efnagreind sýni til tilrauna og þar eru gerðar jarðvegs- og heyefnag- reiningar fyrir bændur, m. a. á meltanleika heys. Nemendur Bú- vísindadeildar eru þar löngum stundum við að æfa sig í verklegri efnafræði. Forstöðumaður rann- sóknastofunnar er Jónína Vals- dóttir. Skoðaðir smíðagripir nemenda. T. v. kennararnir Hilmar Hálfdánarson og Gísli Sverrisson. / Hvanneyrarfjósi. Ásgeir Bjarnason virðir fyrir sér gripina. Síðan bauð Sveinn Hallgríms- son skólastjóri til síðdegiskaffis. Meðan setið var undir borðum kynntu kennarar nám og kennslu í bændaskólanum. Runólfur Sigur- sveinsson ræddi um bóknám, en Sigtryggur Björnsson um verk- námskennslu. Báðir lögðu þeir áherslu á nauðsyn þess að bænda- stéttin sé vel menntuð ekki aðeins Freyr 499

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.