Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1985, Side 24

Freyr - 01.07.1985, Side 24
Hans Pedersen. Loödýrabúin í næsta mánuði — ágúst. Lausleg þýðing á grein ráðunautarins, Hans Pedersen, Nordyllands Pelsdyravlerforen- ing, sem birtist í Dansk Pelsdyravl, nr. 7, 20. júlí, 1984. Síðari hluti sumars er tvímælalaust sá tími þegar minnst annríki er á loðdýrabúunum, að því leyti að öll þau verk sem þá eru unnin mega kallast „rútínuvinna“ Mikilvægasta verkefnið er að tryggja að hvolparnir þrífist vel. Nú er liðinn sá tími sem mestu ræður um að tryggja okkur stór skinn. Tilraunir hafa sýnt að það er mjög sterkt samhengi milli þunga hvolpanna við átta vikna aldur og endanlegrar lengdar skinnanna. Fjörutíu gramma aukning í þunga við átta vikna aldur hefur reynst bæta að meðal- tali einum sentimetra við lengd högnaskinna sem þýðir hækkun á skinnaverði sem nemur a. m. k. fimm dönskum krónum. Séu dýrin létt við fráfærurnar virðist því ekki unnt að bæta það upp síðar á vaxtartímanum. Ef menn eru óöruggir við að meta hvort dýrin vaxa eðlilega er skynsamlegt að velja hóp dýra til að vigta reglulega, t. d. eitt dýr við aðra hverja stoö í hverri búra- röð. Þannig fæst nokkur viðmiðun til að meta hin dýrin á eftir. Þau dýr sem valin eru í þessum tilgangi verða að sjálfsögðu að vera sam- bærileg hvað varðar fæðingardag og gotstærð. Högnahvolpar, fædd- ir 2. maí, úr 6 hvolpa gotum, gætu hentað vel. Eðiileg þyngd högnahvolpa er sýnd á mynd 1. Sjá má að í fyrstunni er vöxtur- inn mjög ör en hægir síðan á sér þegar líður á sumarið og „línan“ fyrir þyngingu er orðin mjög flöt undir haustið. ímyndi maður sér hliðstæða „línu“ sem í stað þyngd- arinnar sýnir lengd dýrsins hefur hún svipaða lögun en nær hámarki fyrr en þessi. Búast má við að dýrin hafi tekið út lengdarvöxt sinn snemma í september. Til að gefa nákvæmari upplýsingar er sýnd í töflu 1. lágmarksþyngd hvolpanna á hverjum tíma. Lögð skal áhersla á að hvað þetta varð- ar er mismunur milli litarafbrigð- anna. Ástæðan fyrir því að við viljum hafa dýrin nokkuð stór er auðvit- að að við sækjumst eftir stórum skinnum og þar með hærra verði. Sem dæmi má nefna að á síðasta uppboðstímabili (1983/1984) mun- aði 30 dkr. að meðaltali á milli stærðarflokka hjá Scanblack (svörtum), Saga Selected högnum (mismunurinn var frá 3 til 54 dkr.). Hjá læðum af sama lit og gæðaflokki var munur milli stærð- arflokka 40 dkr. að meðaltali (frá 1 til 82 dkr.). Þegar stærðin hefur svona mikil áhrif á verðið og það er sannað að vöxtur hvolpanna fyrstu vikur ævinnar ræður mestu um endan- lega stærð skinnanna verður að sjálfsögðu að leggja mjög mikið upp úr mjólkurlagni læðanna. Því það er mjólkurlagni þeirra sem er allsráðandi um hve vel hvolparnir vaxa á þessum tíma. Þessi þáttur verður því að vega þungt í kyn- bótastarfinu. Til þess að fá sem besta yfirsýn yfir mjólkurlagni mæðranna ætti á kerfisbundinn hátt að grandskoða alla systkinahópana þegar þeir eru ná- kvæmlega fjögurra vikna gamlir. En vöxtur hvolpanna til þess tíma ræðst eingöngu af því hve vel móðirin nrjólkar þeim. Athuga- semdir um þetta atriði á að sjálf- sögðu að skrá bæði á læðu- og Tafla 1. Lágmarksþyngd og daglegur vöxtur högnahvolpa. daglegur Dagsetning þyngd, g vöxtur, g l.júlí ..................................... 850 15 — 16 15. júlí ................................... 1100 1. ágúst.................................... 1350 12 — 16 15. ágúst................................... 1550 l.september................................. 1750 7 — 8 15. september............................... 1900 l.október................................... 2000 6 — 7 15. október................................. 2100 1. nóvember ................................ 2200 512 Freyr

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.