Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1986, Síða 18

Freyr - 15.07.1986, Síða 18
sýningunni í Leipzig. Þar stóð að fyrir hvert fenjabjórskinn þyrfti þetta magn af fóðri. Kornmeti 14,6 kg Kornhýði .. 13,5 kg Kartöflur . . 53,9 kg Rófur 43,0 kg Grænfóður .. 48,0 kg Hey .. 3,6 kg Steinefnablanda .... 0,8 kg Fóðurger .. 1,0 kg Ekki voru allir á eitt sáttir, því að auka má eina tegund og minnka aðra. Hér er tafla frá 1949 eftir Zanher um fóður á dag handa dýri í geldstöðu. Kartöflur ... 250gr. Lusernumjöl .... 10 gr. Hveitiklíð .... 30 gr. Hafrahrat ... 20 gr. í Póllandi eru stórbúgarðar með bjór og er þessi fóðrunaraðferð eftir Pingel frá 1972. Geldstöðu- fóður: Rófur ... 500gr. Kartöflur ... 400 gr. Kjarnfóður ... 50 gr. Eftir 2—3 mánuði er líða fer á meðgöngutímann er bætt við 25 gr. af heyi og 20 gr. af baunahrati. Síðustu mánuði fyrir got er bætt við 20—30 gr. af fóðurgeri. Heyið sem ég sá fannst mér lélegt. Eins og öll dýr þurfa þau eggjahvítu í fóðri sínu. Dagleg þörf þeirra af meltanlegu hrápróteini er: Eins er þeim gefið steinefni. Yfirleitt voru bændur með eitt kvendýr í búri, en þó sá ég allt að fimm kvendýrum saman, en þá er best að þær gjóti á stuttum tíma, þ. e. 2—3 dögum. Þegar kvendýrum er haldið eru þau látin í búrið til karlsins. Gangmál er einn dag með 14—30 daga millibili. Eins er hægt að halda þeim 1—3 dögum eftir got. Á gangmáli verða kerlingarnar órólegar, míga mikið og skeiðin þrútnar. Karlarnir reka upp blístr- andi hljóð, ef þeir eru í búri með lóða kerlingu. Meðgöngurími er 128—132 dagar og þá fæðast ung- amir þrælsprækir. í Austur-Þýska- landi er landsmeðaltal um 6 ungar í goti og seld skinn 11—12 á kvendýr á ári. Skipting milli kynja er jöfn í fæðingu. Góðir ræktendur ná allt að 5 gotum á tveimur árum og fá þá frá 20 til 60 unga, eftir frjósemi. Best töldu þeir fyrir byrjendur að hafa mónóræktun það er 1 á móti 1 eða tríóræktun það er 1 karl móti 2 kerlingum, en eins og áður sagði eru þeir ytra með 1 á móti 5 til 1 á móti 10. Stærri ræktendur hafa 1 karldýr á móti 20 kerlingum og þá höfð saman í búri í 3 vikur, en eftir það skipt niður í smærri einingar. Þeir merkja dýrin með því að klippa upp í sundfitin, bita og sýlingar. Eftir got mjólka kerlingarnar í 4—6 vikur. Mest verður mjólkin í þeim á sjöunda degi og er þá um 160 gr. Venjulega er stíað frá þeim eftir 4—9 vikur en þá verður að gæta þess að aðskilja kynin í stíur. Það er hægt að láta marga karla saman og kerlingar (kynin ekki í sama búr) samtímis, en ekki má bæta í stíurnar seinna, því að þau sem fyrir eru leggjast á þau ný- komnu. Stéttarskipting er allsráð- andi. Allmörg litarafbrigði eru til af fenjabjór. Brúnir (Standard), (Grænlands) gráir, gulbleikir, hvítir, svartir og fleiri. Núna er hæst verð á gráum bjór eða um 35% hærra en í öðrum. Undir þessum aðallitum eru til afbrigðin Saphir Atomino, Platino og Bril- ◄ Brynning ◄ Málm rist ◄ Flór 3. Þessi búr eru með þaki og veggi á þrjár liliðar. Þar er ekki rennandi valn að staðaldri en möguleiki á að láta dýrin baða sig. Þau eru mjög hreinlát og ganga örna sinna um leið og þau drekka. 520 Freyr Aldur í Þyngd Meltanlegt mánuðum kg hráprótein g 2—3mánuðir .................. 1.6 kg 15,4 g 4—5 mánuðir ................. 2,6 kg 20,4 g 6— 7 mánuðir ................ 3,7 kg 25,2 g 7— 9 mánuðir .............. 4—4,5 kg 26,5 g

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.