Freyr - 15.07.1986, Side 29
Auk heimilisstarfa vinna konur margvísleg störf við búskapinn. Þáttur kvenna í búrekstrinum er mjög mikilvægur.
starfsmaður væri kallaður út,
tvisvar á dag, IV2 til 2 tíma í senn,
og það væri metið til launa 1 V2—2
tíma. Útkall hjá launafólki er
aldrei metið minna en 4 tímar til
launa. Þetta vanmat á vinnufram-
lagi kvenna gerir það t.d. að verk-
um að bændakonur eiga ekki rétt
á nema 67% fæðingarorlofs. Til
þess að fá fullt fæðingarorlof
greitt, þurfa þær að sanna að þær
hafi unnið 1032 stundir á ári við
búið hið minnsta.
Konur þurfa auðvitað sjálfar að
fylgjast með því að störf þeirra séu
ekki vanmetin og á rétt þeirra
gengið, af þeim sökum.
Það yrði til hagsbóta, ekki ein-
ungis fyrir bændakonur, heldur
einnig fyrir bændurna, því að ég
tel að hagsmunir karla og kvenna í
bændastétt séu svo samtvinnaðir,
að allt sem telst til hagsbóta fyrir
konurnar sé það einnig fyrir karla-
na og öfugt.
Nú mun vera unnið að endur-
skoðun laga um fæðingarorlof á
vegum heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins, og ég vona að
útkoman úr þeirri endurskoðun
verði sú, að réttur kvenna til fæð-
ingarorlofs verði jafnaður, og
konur ekki dregnar í dilka, eftir
því hvað þær vinna, heldur að
allar konur hafi sama rétt og fái
sömu greiðslur í krónum talið.
Máttur auglýsinganna.
Ég ætla að venda mínu kvæði í
kross, og minnast örlítið á þann
vanda, sem nú steðjar að landbún-
aðinum á alla vegu. Sumt af þess-
um vanda má trúlega rekja til
bændanna sjálfra og þeirra framá-
manna. Það datt engum í hug að
það þyrfti t.d. að auglýsa mjólk og
mjólkurafurðir, það hlytu allir að
þurfa á þessum vörum að halda og
óþarfi væri að minna á hana.
Svo vakna menn upp við vond-
an draum. Allt í einu erum við að
verða búin að ala upp heila
kynslóð í landinu sem kann ekki
að drekka mjólk, borðar ekki
lambakjöt, og veit varla hvernig
smjör lítur út, hvað þá hvernig
það er á bragðið. Við verðum að
átta okkur á því að máttur auglýs-
inganna er mjög mkill, nú á fjöl-
miðlaöld. Ég veit að auglýsingar-
herferð kostar mkið, en ég hef trú
á því að sá kostnaður skili sér aftur
í aukinni sölu. Eins er nauðsynlegt
fyrir framleiðendur hinna svo-
kölluðu hefðbundnu búvara að
gera sér grein fyrir breyttum þjóð-
félagsháttum, og gera meira af því
að aðlaga framleiðsluna að mark-
aðnum. Á þetta aðallega við um
dilkakjötið. Það þýðir ekki lengur
að ætlast til að fólk kaupi dilka-
kjöt í heilum og hálfum skrokkum
í grisjupoka, eins og tíðkast hefur
að geyma kjötið síðustu áratugi,
þó að það sé kannski hagkvæmast
peningalega séð. Fólk vill fá vör-
una sem mest unna og að það
þurfi sem minnstan tíma í að mat-
reiða hana. Eins er það með
þungu og feitu lömbin. Bændur
hafa fram að þessu verið að fram-
leiða sem þyngsta dilka, þótt það
viti allir, sem vilja, að það eru
12—14 kg skrokkar sem fólk vill
kaupa.
Það kom fram í skýrslu for-
manns, að nefnd sem hefur unnið
að endurskoðun reglugerðar um
kjötmat, hafi lokið störfum. Von-
andi virka þessar nýju reglur um
kjötmat, þegar þær líta dagsins
ljós, hvetjandi á bændur, til að
framleiða sem mest af dilkum í
þessum meðaltals þyngdarflokki,
(12—14 kg skrokka) og myndi
lenging á sláturtíma auðvelda
þetta í framkvæmd.
Og svo þetta margfræga kjöt-
fjall.
Ég tel að það sé hæpinn hagn-
aður að þessum útsölum á dilka-
kjöti, sem gripið hefur verið til
Freyr 581