Freyr - 15.07.1986, Síða 38
Óttar Geirsson,
jarðræktarráðunautur
\
Belgjurtir
Frá fundi á Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Ahugi á rœktun belgjurta var verulegur hér á landi á fjórða og fimmta tug þessarar
aldar. Síðan dvínaði hann og rœktun belgjurta féll niður. Nú er áhugi á belgjurtaræktun
að vakna á ný.
Óttar Geirsson.
Hér er um ofureðlilega þróun að
ræða. Upp úr síðari heimstyrjöld
var tilbúinn áburður tiltölulega
ódýr, en skortur var á búvöru.
Hann starfaði að mestu af fóð-
urskorti. Nýræktir túna voru því
miklar og mikið notað af tilbúnum
áburði. Menn veltu ekki mikið
fyrir sér, hvernig framleiða mætti
búvöru sem ódýrast heldur eink-
um hvernig framleiða mætti sem
mest. Belgjurtir falla ekki að slík-
um búskaparháttum. En nú er
ekki lengur keppikefli að fram-
leiða sem mest heldur að fram-
leiða sem ódýrast. Tún eru nú víða
meira en nógu stór til að fullnægja
heyþörf búsins og sums staðar
hentar vel að nota hluta túnanna
sem ræktað beitiland. Við beitar-
ræktun henta belgjurtir, t. d.
hvítsmári, mjög vel.
Hinn 18. apríl síðastliðinn var
efnt til málfundar á Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins á Keldna-
holti, þar sem rætt var um belg-
jurtir í íslenskum landbúnaði.
Rifjaðar voru upp niðurstöður
ýmissa þeirra tilrauna, sem hér
voru gerðar á belgjurtum áður
fyrr, rætt um kynbætur á belgjurt-
um, ýmsa eiginleika þeirra, rækt-
un og notkun.
Það var einkum alaskalúpína til
uppgræðslu á örfoka landi svo og
hvítsmári og fóðurlúpínur, sem
rætt var um. Þessar belgjurtir
koma helst til greina sem beitar-
plöntur hér á landi, en síður til
heyöflunar. Alaskalúpína hefur
þó þann galla sem beitarjurt að
eiturefni, alkalóiðar, finnast í
henni og rýra hana til beitar. Það
kom fram á fundinum að munur
að þessu leyti milli einstakra
plantna er mikill og efalaust má
rækta efnin úr henni með úrvali og
kynbótum. Þar sem lúpína nær
fótfestu utan girðinga, er hún
jafnóðum bitin af sauðfé. En þar
sem mikið er um lúpínu, virðist fé
velja þær bestu til beitar, en láta
aðrar í friði, a. m. k. ef nóg er af
öðru að taka.
Vegna þess hve langt er um lið-
ið frá því er tilraunir með belgjurt-
ir voru gerðar hér á landi, er lítið
vitað hvernig þeir stofnar sem nú
fæst fræ af, reynast hér á landi. Þó
er líklegt, að stofnar, sem reynst
hafa vel í norðanverðri Skandi-
navíu, reynist einnig vel hér.
Smárastofnar eru mjög háðir um-
hverfi því sem þeir eru runnir úr,
t. d. jarðvegi. Sænski stofninn
Undrom er talinn líklegastur
þeirra hvítsmárastofna sem nú eru
á markaði, til að reynast vel hér á
landi.
Þessi erindi voru flutt á fund-
inum.
Andrés Arnalds:
Jónatan Hermannsson:
Aslaug Helgadóttir:
Þorsteinn Tómasson:
Jón Guðmundsson:
Friðrik Pálmason:
Halldór Sverrisson:
Valgeir Bjarnason:
Olafur Guðmundsson:
Kristján Oddsson:
Belgjurtir til uppgræðslu.
Fyrri rannsóknir á belgjurtum hér á landi.
Hvítsmári - erfðabreytileiki og kynbætur.
Kynbætur á lúpínu.
Sáningaraðferðir án jarðvinnslu.
N-nárn úr lofti í rótarhnýðum fóðurlúpína.
Tæknileg atriði varðandi Rhizobium.
Nýting belgjurta.
Fóðurgildi belgjurta.
Hvítsmáraræktun, séð frá sjónarhóli bónda.