Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 27

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 27
gildi „Reglugerð um hænsnahald í búrum“. Reglugerð þessi var unn- in að frumkvæði Dýravemdar- nefndar ríkisins og staðfest af menntamálaráðherra. Við samn- ingu reglugerðarinnar var höfð hliðsjón af lögum og reglugerðum nágrannalanda okkar, en þó var ýmsum nýjungum bætt við. Einnig var leitað álits flestra hagsmuna- aðila og að mörgu en ekki öllu leyti farið eftir athugasemdum þeirra. Reglugerðin er því mála- miðlun ýmissa ólíkra sjónarmiða. Ég tel þó að nokkuð vel hafi til tekist, og eins og allar góðar reglugerðir, þá er þessi reglugerð ekki aðeins boð og bönn, heldur einnig leiðbeinandi. Helsti galli hennar er sá, að hún er sett 20 árum of seint. Það er erfiðara að breyta hlutunum þegar í óefni er komið, en að hafa þá í lagi frá upphafi. I febrúar 1987 rennur út sá frestur er eigendum búrhænsna- búa er gefinn til að koma aðbún- aðinum í búum sínum í lag, sé hann ekki í samræmi við reglu- gerðina. Því er full ástæða til að minna á hana með birtingu hér í Frey. Nauðsynlegt er að fram- fýlgja þessari reglugerð vel, svo að allir búrhænsnabændur hafi sem jafnasta aðstöðu og ekki verði gengið á hlut dýranna í harðri samkeppni búanna. í*að er von mín að á næstu árum verði settar fleiri slíkar reglugerðir um aðrar greinar búfjárhalds, til að tryggja góða umönnun dýra. Að lokum má nefna, að síð- astliðið vor lauk Dýraverndar- nefnd við að endurskoða „Lög um dýravernd“, og hefur hún nú samið nýtt og ítarlegt frumvarp um það efni. Þetta var orðið tíma- bært, því að núgildandi dýra- verndarlög eru frá árinu 1956, en viðhorf manna til dýraverndar og ýmsar aðstæður aðrar hafa nokk- uð breyst síðan þá. Lagafrumvarp þetta er nú í Menntamálaráðu- neytinu til athugunar og verður það vonandi lagt fram á Alþingi í náinni framtíð. merki, er sýnir hólfastærð (hæð, breidd og dýpt), halla á botni, framleiðsluár og fram- leiðanda. 2. Búrasamstæður skulu ekki vera meira en 4 hæðir og auðvelt að fylgjast með hænsnunum í þeim. Hæð frá gólfi að lægsta punkti á neðstu hæð búranna skal vera minnst 20 cm. Ekki skulu vera fleiri en 8 hænur á hvern rúmmetra hússins. 3. Ekki mega vera fleiri en 4 hænur saman í hólfi. 4. Einstaklingsbúr skulu hafa minnst 1050 cm2 gólfflöt og fyrir fleiri hænur minnst 600 cm2 á hænu. Búrahólfin skulu vera minnst 42 cm að hæð, minnst 35 cm að dýpt (mælt frá framgrind) og í þeim mega ekki vera fleiri en 2 þéttar hliðar. 5. Net og annað efni skal vera hentugt í þessu skyni. Þykkt þráða í netum í botni búranna skal vera minnst 2 mm. Gólf- halli í botni má ekki vera meiri en 12% (6,8°). 6. Búr fyrir fleiri hænur en eina, skulu vera þannig innréttuð, að allar hænumar geti étið samtímis. Rými við fóðurtrog skal vera minnst 12 cm fyrir hverja hænu. 7. Brynning skal vera þannig út- búin að hænumar geti alltaf fengið nóg ferskt vatn og í þeirri hæð, að hænurnar eigi sem auðveldast með að drekka. Hvort sem um er að ræða nippla eða bolla til brynningar skulu vera minnst tveir í hverju hólfi einnig í einstaklingsbúrum. Undir brynningarbúnaði skal vera renna, er getur tekið við leka og leitt hann burtu. Eftirlit með brynningarbúnaðinum skal vera auðvelt. Þegar not- uð er vatnsrenna skal hún vera jafnlöng fóðurrennunni. 8. Óheimilt er að nota hreyfan- leg (laus) fóður- og vatnstrog. 9. Um hænuunga, 0-16 vikna, gilda eftirfarandi sérákvæði: 0-6 vikna: Mest 65 ungar á m2, lágmarks búrhæð 25 cm, rými við fóðurtrog minnst 3 cm á unga, fjöldi unga á brynning- arnippil eða bolla mestur 10. Heimilt er að nota hreyfanleg fóður- og vatnstrog. 7-18 vikna: Mest 25 ungar á m2, rými við fóðurtrog minnst 8 cm á unga, fjöldi unga á brynningarnippil eða bolla mestur 5. 10. Ákvæði 3.gr. um mál, mið- ast við hænsni af léttu kyni (meðalþungi fullorðinnar hænu um 1,6 kg), en málin breytast hlutfallslega þegar um er að ræða kyn með öðrum meðalþunga. 4. gr. Viðvörunarkerfi. Þar sem vélknúin loftræsting er, á hún að vera tengd viðvörunar- kerfi sem gerir viðvart þegar raf- magn fer af og ef hitastig verður of lágt. Viðvörunarkerfið skal vera þannig að ábyrgir aðilar sem vita hvað gera þarf, verði varir við, þegar það fer í gang. Eigandi/notandi skal hafa eftir- lit með því að viðvörunarkerfið sé ávallt í lagi. 5. gr. Eftirlit og búnaður. Litið skal til hænsnanna að minnsta kosti daglega og sérstak- lega skal athuga ljós, fóður, vatn, loftræstingu, hitastig og rakastig. Fjarlægja skal daglega úr búrun- um meidda, sjúka, dauðvona eða dauða fugla. Afdrep skal vera til fyrir meidda eða sjúka fugla. Dauða fugla skal fjarlægja jafnóð- um úr húsunum og þá sem ekki eru sendir til rannsóknar, skal brenna eða grafa. Allur sjálfvirk- ur búnaður og vélabúnaður sem viðkemur hænsnum skal vera undir daglegu eftirliti. Komi bilun í Ijós eða ef búnaðurinn vinnur ekki rétt, skal því komið strax í Freyr 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.