Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 38

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 38
Saga Torfa Bjamasonar og Ólafsdalsskóla JátmíufTíikull'Jultui&ni. BjanuíAnírtV ^Dla^dal^Í^U. 1&00~i0iT? Út er komin á vegum Búnaðarfé- lags íslands Saga Torfa Bjarna- sonar og Ólafsdalsskóla, eftir Ját- varð Jökul Júlíusson, bónda og rithöfund á Miðjanesi í Reykhóla- sveit. í bókinni er og nemendatal skólans, greinagott æviágrip hvers og eins og myndir af flestum nem- endum. Þetta er mikil bók, rúmar 500 bls. og ágætlega úr garði gerð, bæði að frágangi og efni, enda Játvarður með afbrigðum vel rit- fær og vandvirkur höfundur. Jafnan ber til hverrar sögu nokkuð. Búnaðarskólinn í Ólafs- dal var stofnaður árið 1880 og starfaði til ársins 1907. Á 100 ára afmæli skólans, 1980, flutti Ját- varður Jökull erindi um skólann í Útvarpið. Var vel til þess vandað og duldist engum, sem á hlýddi, að mál Játvarðar var byggt á mik- illi þekkingu á sögu skólans og Torfa. Þetta var svo kveikjan að því að Búnaðarfélag Islands leitaði til Játvarðar með að skrifa sögu skólans og Torfa og varð hann við því. Játvarður hóf að rita bókina 18. sept. 1980, en vann jafnframt að öðrum ritstörfum, og nú er verkinu lokið. Svo skemmtilega vill til að höf- undurinn er með nokkrum hætti tengdur Ólafsdalsskólanum. Faðir hans, Júlíus Jóhann Ólafsson, sundaði nám við skólann tvo fyrstu veturna, sem hann starfaði, og kom, að sögn, fyrstur nemenda heim á staðinn fyrir 106 árum. Bókin skiptist í eftirgreinda meginkafla: Inngangur. Árdegi ævinnar. Verslunarfélag Dala- sýslu. Að kenna að búa. Á úthall- andi ævidegi. Þá er þáttur um Guðlaugu konu Torfa, ritskrá Torfa, eftirmáli, nafnskrá og loks nemendatalið. Auk mynda af nemendum eru fjölmargar aðrar myndir í bókinni. Torfi í Ólafsdal var án allra tvímæla einn merkasti braut- ryðjandi í atvinnumálum íslend- inga. Ungur braust hann utan til náms af litlum efnum en mikum áhuga og fróðleikslöngun. Dvald- ist hann í Noregi, Skotlandi og Ameríku. Kynni hans af þessum þjóðum og atvinnuháttum þeirra opnuðu augu hans enn betur en áður fyrir því, hversu allur bú- skapur íslendinga var á frumstæðu stigi. Olli því einkum tvennt: Al- ger skortur á verk- og ræktunar- menningu og verslunarhelsið. í raun og veru hafði allt setið hér í sama fari öldum saman. Þjóðin stóð enn í sporum land- námsmannanna og var þó um sumt verr sett. Torfi ákvað að berjast á báðum víestöðvum. Hann stofnaði og rak í Olafsdal fyrsta búnaðarskólann á landinu og starfaði hann í 27 ár, frá 1880—1907. Á þessu árabili útskrifaði skólinn hátt á annað hundrað búfræðinga sem síðan dreifðust um allt land og leiðbeindu bændum um ræktun og landbætur á túnum og engjum og notkun ýmissa nýrra verkfæra, sem þeir höfuð kynnst í Ólafsdal. Þannig lagði Torfi með skóla sín- um grunninn að þeirri ræktunar- menningu í sveitum landsins, sem við búum að enn í dag. En Ólafsdalur nægði engan veg- inn umsvifum og athafnaþrá Torfa. Hann nytaði tvær jarðir niðri í Saurbæ og stofnaði þar til mikilla áveituframkvæmda. Þar lét hann nemendur sjálfa um verk- stjórn og ábyrgð á því hvernig störfin voru af hendi leyst. Þannig örvaði hann sjálfstæði þeirra og á- byrgðartilfinningu. Torfi flutti með sér að utan ýmiss konar áhöld og verkfæri, sem hér voru þá með öllu óþekkt. Lét síðan smíða og smíðaði eftir þeim heima í Ólafsdal og vann ötullega að útbreiðslu þeirra um landið. Sem dæmi um þau verk- færi, sem Torfi færði íslendingum og kenndi þeim að nota, má nefna: plóga, herfi, kerrur, hjól- börur, hestarekur, undirristu- spaða, vatnshrúta, aktygi, rokka og svo ljáinn, sem jók afköst við slátt a.m.k. um þriðjung auk þess sem sagt hefur verið að ljár Torfa hafi bjargað því, sem eftir var af íslensku skógunum, þar sem nú var ekki lengur þörf á viðarkolum til þess að herða ljáina. Öll þessi verkfæri voru notuð þar til drátt- arvélamar komu til sögunnar og ollu, á sínum tíma, engu minni byltingu í ræktunar- og bústörfum en þær. Þótt ætla mætti að rekstur skólans væri ærið starf einum manni þá fullnægði það ekki at- hafna- og umbótaþrá Torfa. Hann vildi einnig leggja hönd að því að losa um verslunarhöftin. Því beitti hann sér fyrir stofnun Verslunar- félags Dalasýslu árið 1886 og náði 30 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.