Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 29
Ný tækni í gerð efniviðar stóreykur endingu nýju MF dráttarvélanna Þróuð hafa verið ný efni sem koma í stað venjulegra málma og eru endingarbetri. Þessi efni eru notuð við hönnun og útfœrslu helstu hluta í nýju Massey Ferguson dráttarvél- unum. Við ítarlega skoðun á nýju vélun- um, en þær eru smíðaðar í Coven- try í Englandi, kemur í ljós að hlutir sem áður voru gerðir úr málmi eru nú framleiddir úr sterku, endingargóðu plasti, úr efnablöndunum polypropeylene og polyethylene og plasti sem styrkt er með gleri. Sem dæmi má nefna olíutankinn, mælaborð og þök á húsum. Að sögn Johns Thomas forstöðumanns verk- fræðideildar Massey Ferguson í Coventry hafa þessi efni marga kosti umfram málminn. í fyrsta lagi er þeim ekki hætt við tæringu svo að ending verður betri og öryggi stóreykst og úr sögunni eru vandamál af völdum ryðs, tilbúins áburður og illgresiseyðingarefna. í öðru lagi segir Thomas að þessi efni séu ekki eins takmörkuð og málmurinn við úrtærslu á flóknum útlínum og því opnist nýir mögu- leikar í hönnun. Nýju efnin bæta endingu vélar- hlutanna og auka gæði þeirra. Einnig er með notkun þeirra hægt að halda niðri kostnaði við smíði drattarvéla. Mesti sparnaðurinn felst í fækkun vinnustunda við framleiðslu. Þegar búið er að setja upp tækjabúnaðinn er hægt að setja saman hluti af mismunandi þykkt í einni atrennu, svo að kom- ist er hjá tímafrekri og kostnaðar- samri suðu og samsetningu. Mælar og stjórnborð eru búin til úr efninu noryl, sem er lofttæmt og styrkt. Frh. á bls. 23. Nýju MF 300 vélarnar koma í stœrðunum 47—100 hestafla. Hér sést MF350, 47 hest- afla með nýja húsinu og fjórhjóladrift. Hér sést Massey Ferguson 355 — nýja 53 hestafla vélin á fullri ferð með votheysvagn. Freyr 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.