Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 37

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 37
þessara hjóla, því að þegar er farið að nota þau við sáningu, úðun og garðslátt og til að draga kerrur, ávinnsluherfi og sem flutningatæki milli bæja að vetri til, með skíðum og beltum. Aflúrtakið mundi opna mögu- leika á notkun stjörnumúgavéla og heyþyrlna, notkun venjulegra áburðadreifara og annarra aflúr- takstengdra véla og leysa traktor- inn af hólmi í mörgum tilfellum, því að fyrstu traktorarnir voru svipaðir að afli og fjórhjólin eru í dag og mundi þróunin snúast við, á tímun aukins vélarafls og stækk- andi traktora sem eru þungir og rista oft djúpt. Miðhjólið í Kawasaki fjórhjóla- línunni hjá Pór hf. er svokallað Kawasaki Mojave KSF 250 sport, en það er með 249 cc fjórgengis- mótor, vatnskældum og með viftu, fjórum ventlum og yfir- liggjandi knastás. í>að er með rafeindakveikju, diskabremsum framan og aftan, sjálfstæða fjöðrun á hvoru fram- hjóli, en stillanlegum dempara að aftan fyrir bæði afturhjól. Petta er kraftmikið snerpuhjóí, eða villti hesturinn í Kawasaki fjölskyld- unni, fimm gíra og með bakkgír að auki. Fjórir ventlar við þann eina strokk, sem mótorinn hefur, er til að framkalla mikinn snúning og bruna sem þeytir þessu hjóli áfram þannig að það verður frekar list að halda framhjólunum við jörð, heldur en hitt. Þetta fjórhjól mundi falla undir flokk svokallaðra „Rally cross“, hjóla í heimi mótorhjólannna. Hjólið er 164 kg og kostar kr. 147.800. Þetta er fjórhjólið sem fær hjarta unga mannsins til að slá hraðar. og augu sandspyrnum- annsins til að standa á stilkum. Minnsta fjórhjólið heitir Kawa- saki MOJAVE KLF 110 og er með fjórgengismótor, 103 cc, loftkældum, með rafeindakveikju og rafstarti. Sjálfstæð fjöðrun er á hvoru framhjóli, gírar eru fimm og hægt að fá hjólið með eða án raf- startsins og er þar nokkur verð- munur. Tankurinn er 7,6 lítra og dekk framan 20 x 7-8, en aftan 21 x 9-8 og vegur aðeins 125 kg. Flothlut- föll eru því góð í þessu hjóli eins og hinum og gefur þeim lítið eftir. Eitrið flaut ofan Rín. Sturla Friðriksson erfðafræðingur var staddur í Sviss á sl. ári þegar bruni varð í efnaverksmiðju í Bas- el sem leiddi til mengunar á Rín. Fyrirtækið sem á verksmiðjuna In Spíritus Sandoz Efnaver í Basel brann, banvænt lyf í straumum rann, drap þar allt sem fyrir fann fisk og vatnalín. Eitrið flaut svo ofan Rín. A laufblaði einnar lilju var sódiumcýanín. Það er hjól til að fara milli staða, ekki vinnuhjól eða spýtthjól, heldur það hjólið sem ætlað er allri fjölskyldunni, þó svo að ung- lingarnir sýni því einna mestan áhuga. Verðið er á bilinu 82.000 til 86.800 kr. (Fréttatilkynning) heitir Sandoz. Um þá atburði orti Sturla eftirfarandi erindi og sendi heim á Keldnaholt til starfsfélaga sinna: Úðaðist á marga mey mjög svo ódýrt hárlakkspray. Ein af þeim hét Lorelei, sem lék á mandolín. Eitrið flaut þar ofan Rín. Á laufblaði einnar lilju var Lindan og Dieldrín. Vatnið áfram beiskju ber, sem blandað væri engifer í svolitlu af genever og sett í appelsín, og streymir ofan alla Rín Á laufblaði einnar lilju var Lindan og Dieldrín. Héraðsráðunautar Tvo héraðsráðunauta vantar til starfa hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Upplýsingar gefa Sævar Sigbjarnarson, Rauðholti, sími 97- 3044 og Páll Sigbjörnsson, Egilsstöðum, sími 97-1161. Freyr 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.