Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 44

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 44
um er unnt að lækka framleiðslu- kostnaðinn og ná þannig fram tví- þættum markmiðum, þ.e. að halda verðhækkunum í skefjum og bæta kjör framleiðenda búvara. Upplýsingaþjónusta landbúnað- arins er reiðubúin til að aðstoða félögin eftir því sem þörf er á í þessu efni og aðstaða hennar frek- ast leyfir.“ Útflutningur kindakjöts og mjólkurvara á yfirstandandi verðlagsári. Fjallað var um hver eða hverjir eigi að taka ákarðanir um útflutning mjólkurvara og kindakjöts eftir þær breyttu forsendur þegar útflutn- ingsbætur eru orðnar takmarkaðar. Um þessar mundir er sérstök nauð- syn að flytja út mikið af þessum vörum til að ná niður birgðum í landinu. Eftirfarandi ályktun var gerð um málið: „Framleiðsluráð landbúnaðarins telur óhjákvæmilegt að tekinn verði til sérstakrar umfjöllunar útflutn- ingur kindakjöts á þessu verðlags- ári, meðal annars til að gert verði sérstakt markaðsátak á vegum stjórnvalda og að birgðum kinda- kjöts verði á verðlagsárinu komið niður í eðlilegt horf miðað við áætl- un í fullvirðissamningum milli Stétt- arsambands bænda og ríkisstjómar- innar. Jafnframt vekur Framleiðsluráð athygli landbúnaðarráðherra á því að nauðsynlegt er að komið verði á samningsgerð á milli Framleiðslu- ráðs annars vegar og Landssamtaka sláturleyfishafa hins vegar, sbr. 51. grein laga nr. 46/1985, m. a. til að ákveða skiptingu markaða bæði innanlands og utan. Framleiðsluráð telur nauðsynlegt að ráðherra neyti þess valds sem hann hefur samkvæmt lögum til að knýja fram slíka samningsgerð eða úrskurði um málið að öðrum kosti. t>á telur Framleiðsluráð nauðsyn- legt að Framkvæmdanefnd búvöru- samninga fjalli um og geri útflutn- ingsáætlun fyrir búvörur, sbr. 7. gr. búvörusamninga. Skipting gjalds til Framleiðsluráðs og greiðslur til búgreinafélaga. Eftirfarandi ályktun var samþykkt um greiðslu til sérgreinafélaga sem viðurkennd eru af Stéttarsambandi bænda af fé (0,25% gjaldi) sem kemur til Framleiðsluráðs: „Framleiðsluráð landbúnaðarins samþykkir að greiða 50% af inn- heimtu fé skv. 25. gr. laga nr. 46/ 1985 til viðurkenndra sérgreinafé- laga, þó ekki hærri fjárhæð til hvers einstaks félags eða landssambands en 400 þúsund krónur vegna síðasta verðlagsárs. Þau samtök sem falla undir þessa ákvörðun eru: Samband eggjaframleiðenda Æðarræktarfélag íslands Samband garðyrkjubænda Félag kjúklingabænda Svínaræktarfélag íslands Landssamband kartöflubænda Landssamtök sauðfjárbænda Félag hrossabænda Landsamband kúabænda fái vegna síðasta verðlagsárs kr. 200 þús. Samband ísl. loðdýrabænda fái 75% af gjaldi því, sem kemur af loðdýrarækt.“ Fullvirðisréttur og byggðamál. Borist hefur fjöldi bréfa og sam- þykkta einkum varðandi fullvirðis- rétt til sauðfjárframieiðslu og sam- hengi hans og áframhaldandi bús- etu í dreifbýli. Þar á meðal eru ályktanir frá Bf. Jökuldalshrepps, Félagi sauðfjárbænda í Dalasýslu, Bf. Skógarstrandarhrepps, hrepps- nefnd Mjóafjarðarhrepps, Bf. Hofshrepps í A.-Skaftafellssýslu, Félags sauðfjárbænda á Snæfells- nesi, bændum í Þistilfirði, Mjólkur- samlagi V-Barðstrendinga o.fl. í þessum ályktunum er því haldið fram að takmörkun á framleiðslu sauðfjárafurða og sums staðar mjólkur valdi byggðaeyðingu ef ekkert verður að gert. Yfirleitt eru bú smá á þessum svæðum og marg- ar þessar byggðir eru einangraðar og hafa takmarkaða möguleika til annarrar framleiðslu. Fundurinn féllst á að þessi sjón- armið hefðu við mikil rök að styðj- ast en hins vegar væri erfitt að ætlast til að einstök byggðarlög væru undanþegin þeim framleiðslu- takmörkunum sem beita þyrfti. Eftirfarandi ályktun var gerð um málið og send landbúnaðarráð- herra. „Framleiðsluráði landbúnaðarins hafa borist ýmis erindi frá einangr- uðum byggðarlögum þar sem bú- vöruframleiðsla stendur völtum fót- um. Takmörkun framleiðsluréttar á búvörum kemur illa við mörg þessara byggðarlaga vegna þes að þar eru bú víða smá og þola ekki samdrátt framleiðslu, nema annað komi til. Framleiðsluráð landbúnaðarins telur óhjákvæmilegt að staða þess- ara veiku byggða verði tekin til sérstakrar skoðunar af opinberum aðilum, t.d. Byggðastofnun. Ákvörðun um þetta efni þarf að fá skjótt. Framleiðsluráð landbúnaðarins telur nauðsynlegt að reynt verði að fá fjármagn til að treysta þessar veiku byggðir með öðrum hætti en þeim að heimila þeim aukna fram- leiðslu kindakjöts og mjólkur, ef tök eru á því.“ Sala á óskoðuðu kjöti. Greint var frá því að Framleiðslu- ráð hafi fyrir nokkru skrifað Holl- ustuvemd ríkisins og óskað eftir að hún hlutaðist til um að fram færi athugun á því hvort á markaði væri kjöt sem hefði ekki hlotið heil- brigðisskoðun. Jafnframt voru sendar auglýsingar um kjöt úr blöð- um sem gáfu tilefni til að ætla að um væri að ræða kjöt af heimaslátr- uðum gripum. Svarbréf hefur borist og hefur verið ákveðið að Framleiðsluráð og Hollustuvemd efni til fundar um málið ásamt yfirdýralækni, kjöt- matsformanni og fulltrúa Iandbún- aðarráðuneytisins. Greiðsla fyrir sláturafurðir 15. desember sl. Lagt var fram erindi frá Félagi sláturleyfishafa varðandi fjármagn 36 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.