Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 13
un landbúnaðarins árið 1980 og Hólmgeir Björnsson segir frá í 18. tbl. Freys 1985. Með reiknilíkan- inu má m.a. meta áburðarþörf miðað við ákveðnar, gefnar for- sendur, svo sem um vaxtarauka eftir áburð og ýmsar breytilegar stærðir, til dæmis áburðar- og kjarnfóðurverð, túnstærð og gripafjölda. Reiknilíkanið gefur færi á að kanna ítarlegar en ella væri, áhrif ýmiss konar breytinga á aðstæðum á hagkvæmustu áburðarnotkun. Nefna má mismunandi skilyrði til grasvaxtar og heyöflunar, verð- lagsmál og framleiðslutakmarkan- ir til dæmis um þá markvíslegu þætti sem hafa áhrif á hvað hag- kvæmt kann að reynast að nota af áburði. Reiknilíkanið, sem um ræðir, getur þó í núverandi mynd ekki svarað öllum þeim spurning- um varðandi áburðarnotkun sem hafa verið til umræðu. Par má nefna atriði, sem álitin eru veiga- mikil af flestum ef ekki öllum, svo sem áhrif áburðar á endingu sáð- gresis, bein og óbein áhrif á hey- gæði og mismunandi áburðarþörf eftir jarðvegsgerð. Til þess hefur vafalítið heldur ekki verið ætlast, heldur má að þessu leyti líta á reiknilíkanið sem frumsmíð, sem þurfi að endurbæta. Þetta reikni- líkan þarf að nýta eftir föngum með nauðsynlegum endurbótum. Líklegasta notagildi reiknilík- ansins vegna leiðbeininga um áburðarnotkun er, að með notkun þess megi átta sig á, hvaða áhrif breytingar á aðstæðum hafa al- mennt á hvað hagkvæmast sé að bera á. Skiptir þá öllu máli að forsendur allar, hvort sem þær eru fólgnar í föstum stærðum eða breytilegum, séu í samræmi við breytilegar búskaparaðstæður og innan þeirra marka, sem til greina koma. í fjölritsgreininni um reiknilík- anið er nefnd önnur líkansgerð, svonefnt hendingarlíkan, þar sem taka má með í reikninginn óvissu um tiltekna þætti, svo sem gras- vöxt og heynýtingu á komandi sumri. Langt er frá því, að sú umræða sem verið hefur að undanförnu um hagkvæma áburðarnotkun taki af skarið um, hvernig áburð- arnotkun verði almennt best hag- að, enda er margt sem taka þarf tillit til og sumt af því erfitt að meta tölulega eins og þegar hefur verið vikið að varðandi gróðurfar túna og heygæði, að því leyti sem þessir þættir eru háðir áburðar- notkun. Á fundi ráðunauta, bænda- skólakennara og aðila frá rannsóknastarfseminni, sem hald- inn var á Hvanneyri í ágústlok 1986, voru niðurstöður umræðu- hópa í aðalatriðum á þann veg, að æskilegast væri, eins og mál standa nú, að halda áburðarnotk- un á hvern hektara af sláttutúnum óbreyttri í meginatriðum. Þar sem heyþörf fer minnkandi vegna framleiðslutakmarkana yrði þá aðeins hæfilega stór hluti túnanna nýttur til heyöflunar. Tún til beitar eingöngu yrðu rýmri en áður og mætti stefna að því að rækta hvítsmára í beitartúnum þar sem því verður við komið og spara þannig áburð. Jafnframt gefst svigrúm til endurræktunar túna, og túnspildur á erfiðasta ræktun- arlandinu eða því fjarlægasta þarf þá sums staðar ekki að nýta lengur. Segja má, að leiðbeinendur séu í meginatriðum sammála um, hvernig áburðarnotkun verði al- mennt best hagað. Engu að síður þarf jafnan að endurmeta for- sendur leiðbeininga, og reiknilík- an af því tagi, sem fyrr er nefnt, getur verið öflugt hjálpartæki til þess að átta sig á, hvaða áhrif breyttar aðstæður hafa almennt fremur en í einstökum tilvikum, á hagstæðustu áburðarnotkun. í einstökum tilvikum, það er á ein- stökum bæjum, er því aðeins unnt að nota slík líkön að ljóst sé að forsendur reiknilíkansins svari í öllum atriðum til aðstæðna á við- komandi búi. Þess vegna er lík- legra til árangurs að nota slíkt líkan í fyrstu til endurskoðunar á almennum leiðbeiningum, svo- nefndum handbókarleiðbeining- um. Þróun áburðamotkunar Áburðarnotkun hefur verið minni á hvern hektara af ræktuðu landi síðastliðin ár en var um meira en tveggja áratuga skeið þar á undan. Heildarsala áburðar hefur einnig minnkað og var svipuð árið 1985 og var áratug áður, árið 1975. Á árunum 1957 til 1980 var áburðarnotkun á hvern hektara að mestu óbreytt, eftir tímabil vax- andi áburðarnotkunar allt frá 1920. Eftir 1980 hefur áburðar- notkun á hvern hektara af rækt- uðu landi farið minnkandi og svo var komið 1985 að áburðarnotkun á hvern hektara var svipuð og 30 árum áður árið 1955. Meðan áburðarnotkunin var hvað mest var hún innan þeirra marka sem hagkvæm mega teljast. Framleiðslutakmarkanir hafa svo leitt til minni notkunar á áburði síðustu 7 árin en áður var. Enn virðist ekki sjá fyrir endann á þessum samdrætti í framleiðslu. Nú er það svo, að draga má úr áburðarnotkun með fleiru en einu móti. í fyrsta lagi kemur til álita að draga úr áburðarnotkun á hvem hektara lands. í öðru lagi hlýtur hver og einn að íhuga, hvort leggja eigi af lökustu túnspildurnar og þær sem lengst eru frá bæjarhús- unum. í þriðja lagi er hugsanlegt að nýta tún í auknum mæli til beitar og draga um leið úr áburðarnotkun á þann hluta túnanna. Þar sem smári er í grassverði beitartúna mætti fella notkun níturnáburðar að mestu niður. En það er ekki einungis minni heyþörf en fyrir nokkrum árum, Freyr 301

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.