Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 35

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 35
í loðdýrafóður innanlands. Áætl- aður kostnaður við það er kr. 100—110 milljónir. Eftirfarandi tillaga var gerð um skiptingu þess kostnaðar: Söluverð til fóðurstöðva verði kr. 7,00 á kg kjöts. Sláturleyfis- hafar gefi eftir í verði kr. 20,00 á kg kjöts. Mjólkurframleiðendur Ieggi fram 25/so hl. kjarnfóðurgjalds frá sama tíma. Samanlagt er þetta áætlað gefa allt að 30 milljónir króna miðað við ár. Niður verði fellt neytenda- og jöfnunargjald af þessu kjöti (2%) og lækkar það þennan lið. Framleiðnisjóður landbúnaðarins greiði það sem á vantar, ca. 40—50 milljónir króna. Skipuleg vinna við þetta hefjist strax og verði framkvæmd hraðað. Kjötið verði litarmerkt svo að útilokað sé að það fari til manneldis. Framleiðsluráð féllst á þessa til- lögu að því tilskildu að Fram- leiðnisjóður staðfesti kostnaðar- hlutdeild sína við þessa lausn málsins. Tillaga um hækkun á verðlaunum fyrir slátrun ungkálfa. Kynnt var ályktun frá aðalfundi Félags austurhúnvetnskra kúa- bænda þess efnis að verðlaun fyrir slátrun ungkálfa verði hækkuð í kr. 5 000. Mjólkurframleiðsla nálægt markaði. Kynnt var eftirfarandi tillaga frá Mjólkursamlagi Kjalarnesþings: „Stjórn Mjólkursamlags Kjalar- nesþings mótmælir tilboði Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins þar sem mjólkurframleiðendum er boðið að selja eða leigja fullvirðis- rétt í mjólk. Stjórnin telur óeðli- legt að sama tilboð gildi fyrir alla mjólkurframleiðendur á landinu, án tillits til staðsetningar og fram- leiðslumöguleika. Stjórn M.K. telur að aðgerð sem þessi verði að miða að því að svæði sem best liggja við markaði haldi hlutdeild sinni og fái þar með nýtt hagkvæmni sína til mjólkurframleiðslu, neytendum og framleiðendum til hagsbóta.“ Engin bókun var gerð um þessa tillögu en hún hlaut jákvæð við- brögð fundarins, þ. e. ef til þess kæmi að víxlað verði framleiðslu á milli búgreina og héraða eftir framleiðslu og markaðsaðstöðu. Betzi innheimta búnaðarmálasjóðsgjalda. Lögð var fram eftirfarandi ályktun frá síðasta Búnaðarþingi: Búnaðarþing beinir þeirri áskorun til landbúnaðarráðherra að skipa 3ja manna nefnd til þess að taka til athugunar og gera til- lögur um eftirfarandi: 1. Með hvaða hætti megi frekast tryggja betri skil á gjöldum til búnaðarmálasjóðs af gjald- skyldri framleiðslu, sem ekki kemur fram í skýrslum afurða- stöðva og annarra stofnana sem annast móttöku og sölu á búvörum. 2. Að gera tillögur að reglugerð sem kveði á um hvernig meta beri heildarverðmæti búvöru og þar með þann gjaldstofn sem byggt er á varðandi ákvörðun þeirra fjárhæða sem greiða ber samkv. 35. og 37. gr. laga nr. 46/1985. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt að því tilefni: „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins tekur undir tillögu Búnaðar- þings 1987 varðandi skipun þriggjamanna nefndar til að gera tillögu um: A. Hvernig tryggja megi betri skýrsluskil og gjaldskil af gjaldskyldri framleiðslu til Búnaðarmálasjóðs. B. Um reglugerð er kveði á um hvernig meta beri heildar- verðmæti búvöruframleiðsl- unnar, m. a. með hliðsjón af greiðsluskyldu ríkisins sbr. 36. og 37. gr. búvörulaga nr. 46/ 1985 og laga nr. 50/1984 um Lífeyrissjóð bænda.“ Verslun með ull. Lagðar voru fram tvær ályktanir um verslun með ull, frá Búnaðar- þingi og Sölufélagi Austur-Hún- vetninga. Jafnframt var kynnt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hækkun á niðurgreiðslum á ull úr ríkissjóði úr kr. 75,73 á kg að meðaltali í kr. 106,00 á kg sem tók gildi 1. mars sl. Miklar umræður urðu um þessi mál á fundinum en engin af- greiðsla gerð á því að þessu sinni. Reglugerðir um fóðurgjöld. Kynntar voru tvær nýjar reglu- gerðir, annars vegar nr. 129/1987 um innheimtu fóðurgjalda og hins vegar nr. 130/1987 um rástöfun fóðurgjalda vegna afurða alifugla og svína. í reglugerð nr. 129/1987 eru hert ákvæði um innheimtu fóður- gjald hjá fóðurinnflytjendum, m. a. um að Ríkisendurskoðun skuli, ef ástæða þykir til, hafa aðgang að bókhaldi fóðurinn- flytjenda og fóðurframleiðenda. í reglugerð nr. 130/1987 er m. a. sú breyting frá fyrri reglu- gerð að ekki má fella niður nema 5%o hluta gjaldsins í stað 6%o hluta áður og megi lækka þetta hlutfall niður í 2%o hluta að fengnum ósk- um frá viðkomandi sérgreinafélagi og með samþykki ráðherra. Einnig eru lækkaðir stuðlar um magn fóðurs til framleiðslu á hverju kg eggja, svínakjöts og ali- fuglakjöts. Lög um gærumat. Borist hafði frá landbúnaðar- ráðuneytinu tillaga að nýjum lögum um flokkun og mat á gær- um og óskaði ráðuneytið eftir at- hugasemdum við hana. Eftirfar- andi tillaga var samþykkt um málið: „Framleiðsluráð hefur fengið til umsagnar frv. að breyttum lögum um gærumat, sem nefnd skipuð af landbúnaðarráðuneytinu hefur gert. Framleiðsluráð telur að mál þetta þurfi að fá meiri umfjöllun en orðin er. M. a. telur það nauð- synlegt að fulltrúar bænda eigi kost á að ræða málin við nefndina eða einhvern fulltrúa hennar. Freyr 323

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.