Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 20

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 20
Tilkynning frá Skrifstofu Ferðaþjónustu bænda Samkvæmt stjórnarsamþykkt Ferðaþjónustu bænda í febrúar sl. hefur verið ákveðið að skrifstofa F.B., sem séð hefur um vinnu- ráðningar útlendinga í sveitum, taki nú gjald til að standa straum af kostnaði við þessa þjónustu. Gjaldið hefur verið ákveðið eftir- farandi: Útlendingur greiðir kr. 1 000 fyrir vistunina. Sömuleiðis greiðir bóndinn kr. 1 000 ef út- lendingur ræðst í 9 vikur eða skemur, en kr. 2 500 ef um lengri ráðningu er að ræða. Eftirleiðis er skrifstofu F.B. óheimilt að hafa milligöngu um ráðningu útlend- inda til starfa í sveitum án þess að taka gjald fyrir það. Gjald þetta framreiknast tvisvar á ári, 1. sept- ember og 1. mars, og skal fylgja vísitölu byggingarkostnaðar. Sömuleiðis hefur verið ákveðið að eftirleiðis taki skrifstofa F.B. gjald fyrir milligöngu sína við vist- Loðdýrarækt á íslandi Skýrslan Loðdýrarækt á íslandi er komin út. í skýrslunni sem samin er af starfshópi á vegum Byggðastofnunar að beiðni landbúnaðarráðuneytisins erfjallað um stöðu og þróun loödýraræktar hér á landi, möguleika hennar og takmarkanir. Meðal annars er fjallað um stofnkostnað og rekstrarkostnað bæði í búskap og fóðurframleiðslu, skinnaverð, framboð á fóðri, menntunarmál og aðra mikilvæga þætti er varða afkomumöguleika greinarinnar. Skýrslan er samin sem safn upplýsinga um þessa nýju búgrein þannig að þeir sem ákvarðanir þurfa að taka geti gert það á grundvelli bestu fánalegra gagna. Skýrslan er 103 blaðsíður í handhægu broti og í henni eru 50 skýringarmyndir. Skýrsluna Loðdýrarækt á íslandi má panta frá Byggðastofnun sími 91-25133, eða pósthólf 5410, 125 Reykjavík, eintakið kostar 350 krónur með sendingarkostnaði. Byggöastofnun RAUÐARÁRSTÍG 25 - SÍMI 25133 - PÓSTHÓLF 5410 - 125 REYKJAVlK un barna í „Sumardvöl í sveit“. Gjald þetta er annars vegar kr. 250, sem er skráningargjald fyrir hvert barn, og hins vegar kr. 100 fyrir hverja viku sem barn er vist- að í sveit fyrir milligöngu skrif- stofu F.B., þó ekki hærri upphæð en kr. 1 000 frá hverri fjölskyldu, og ekki verði greidd hærri upphæð en kr. 750 fyrir hvert barn. Fyrr- greindar upphæðir framreiknast 1. apríl ár hvert og fylgja þær vísitölu byggingarkostnaðar. Norskir vísindamenn óttast hreindýrafelli eftir nokkur ár Norskir rannsóknarmenn óttast felli hreindýra eftir tvö til þrjú ár þegar geislavirkni hefur náð því marki sem er banvæn dýrunum. Ástæða er til að ætla að hrein- dýrakjöt frá svæðum þeim sem mest hafa mengast verði óætt næsta mannsaldur að sögn norskra vísindamanna. Nýjustu mælingar á hreindýra- mosa sýna að geislavirkni í hreindýrakjöti getur orðið fjórum til fimm sinnum meiri en sú er mældist á sl. sumri. Einkum hefur mikil geislun mælst í hreindýramosa í Norður- Þrændalögum, Jötunheimi og miðhéruðum Noregs. Geislavirkni hefur orðið skjótari í fæðukeðj- unni en vísindamenn óraði fyrir. Vísindamenn óttast að auk skammtímaáhrifa muni mjög geislavirkar beitarjurtir brjóta niður ónæmiskerfið hjá villtum og tömdum hreindýrum. Þeim er í fersku minni að langtímaáhrif frá tilraunum með kjarasprengjur ollu dauða 20.000 hreindýra á Finnmörk á 7. áratugnum vegna skemmda á heilaberki dýranna. (Norinform). 308 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.