Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 14
Frá tilraunastöðinni á Sámsstöðum árið 1967. Unnið að áburðartilraun. Á myndinni eru, taldir frá vinstri; Ólafur Dýrmundsson, Kristinn Jónsson, tilraunastjóri (situr á dráttarvélinni), Hafsteinn Pálsson og Unnur Hjaltadóttir. (Ljósm. Agnar Guðnason) sem hefur orðið mönnum tilefni til hugleiðinga um það, hvort ekki megi draga úr áburðarnotkun. Því hefur til dæmis verið haldið fram, að æskilegt sé að stækka túnin að því marki að nota megi jafnvel helmingi minni áburð en mest var notað á árunum 1957— 1980. Stækkun túna umfram brýnustu þarfir hefur annan tilgang en að spara áburð og það með meira en stundarhagsmuni í huga. Því meira sem er af ræktuðu landi þeim mun betur erum við búin undir skort á innfluttum áburði eða aukna mat- vælaþörf innanlands er fram líða stundir. Steinefnaáburð verðum við að flytja inn. Forði forsfórs og kalís til áburðarframleiðslu er álitinn mikill, en þær aðstæður geta skapast að erfitt verði um aðflutninga. Öllum er vafalaust ljóst að það þarf meira en óljósar hugmyndir um framtíðarhorfur til þess að réttlæta ræktun túna langt umfram það sem til þarf með hóflegri áburðarnotkun. Að óbreyttu eru því litlar líkur á því að markvisst verði unnið að ræktun í stórum stíl umfram það sem þarf með svip- aðri áburðarnotkun og nú er. Hvað er hagkvæmt að bera á tún? Hve miklu máli skipta nú þessi áburðarkaup í búrekstrinum? Láta mun nærri að fjórðungur til þriðjungur af framleiðsluverði heys fari til áburðarkaupa. Það eru um 10% af heildartekjum meðalbúsins og líklegt er að áburðarkaup hafi numið um 210— 220 þúsund krónum á meðalbúi árið 1986. Alls er um að ræða verðmæti sem nema rúmum 600 milljónum króna í áburðar- kaupum árlega. Hlýtur því að skipta talsverðu að þessir fjár- munir nýtist sem best. Við skulum hugsa okkur að heyþörf hafi minnkað sem nemur 10 hundraðshlutum. Þá er mögu- legt að draga úr áburðarnotkun um allt að fjórðungi á hvern hekt- ara. Hins vegar getur verið væn- legra að halda áburðarnotkun á hvern hektara af sláttutúnum óbreyttri en bera á minna land en áður. Helstu rökin fyrir því að betra sé að bera fullan skammt á minna land en að draga úr áburðarnotk- un á hvern hektara eru þau: (1) að tún gangi fyrr úr sér og falli fremur í órækt, þar sem lítið er borið á. (2) að taðan verði kjarnlítið fóður þar sem lítið er borið á. Áburðarnotkun verður að sjálf- sögðu að svara kostnaði og þá fyrst og fremst með vaxtarauka, eða auknum grasvexti. En jafnframt eru vel áborin grös blaðmeiri en illa áborin og blaðvöxtur stendur lengur, þar sem vel er áborið. Meira er af prótíni og steinefnum í töðu af velábornu túni heldur en er þar sem minna er borið á, að öðru jöfnu. Sama gildir um lífsnauðsyn- leg efni eins og vítamín. Áburð- arnotkun hefur því umtalsverð áhrif á heygæði. Áburðartilraunir hafa einnig sýnt að sáðgresi lætur fljótt undan síga þar sem áburð skortir. í stað- inn leita önnur grös inn á túnin, svo sem snarrót, língresi, innlend sveifgrös og knjáliðagras svo að einhver séu nefnd. Þessi grös eru flest uppskeruminni en vallarfox- grasið, aðaltegundin í sáðblönd- unum. Auk þess þroskast hinar ýmsu tegundir ekki samtímis, þannig að hvenær sem slíkt tún er slegið eftir að sæmilegri sprettu er náð má búast við að grasið sé að hluta til úr sér sprottið. Áburðarþörfin er háð bæði jarðvegsgerð, aldri túna og vaxtarskilyrðum á hverjum stað. Nokkur dæmi skulu nefnd. Sandatún eru áburðarfrekari en tún ræktuð úr grasmóum, fram- ræstum mýrum eða á valllendi. 302 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.