Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 10
Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur BSE hefur umsjón með bœndabókhald- inu. (Ljósm. Haukur Steindórsson). Halldór: Já, að hluta til. Það var auðvitað miklu þægilegra að vinna að þessu verkefni og þróa það áfram með því að vera á staðnum heldur en gera það úr fjarðlægð. Þarna var unnin ýmis grunnvinna í forritun sem síðan hefur gagnast fleiri búnaðarsamböndum. Hve mörg bú í Eyjafirði hafa nú svona bókhald yfir rekstur sinn? Halldór: Árið 1986 voru það 60— 70 bú og meirihluti þeirra voru félagsbú. Hvar er þetta komið í gang annars staðar á landinu? Halldór: Á árinu 1986 var þetta í gangi í Skagafirði á um 20 býlum, í Borgarfjarðarhéraði 20—30 bú og Vestur-Húnvetningar og Stranda- menn eru samtals með um 10 bú. Á árinu 1987 bætast við Sunn- lendingar og Austur-Skaftfell- ingar og e.t.v. fleiri. Hvað gerir þú, Haukur, í þessu búreikningahaldi og hvað er gert fyrir þig? Haukur: Ég fæ mánaðarlega við- skiptareikning frá kaupfélaginu og ég lykla inn á það afrit sem fer til vinnslu í bændabókhaldinu. Það er tiltölulega einfalt að lykla þetta eftir efnisflokkum. Það geta verið færslur í við- skiptareikningi í einni línu sem flokkast á fleiri en einn lykil og þá er möguleiki á að sundurgreina það þannig að það komi aðskilið í útkeyrslunni í bændabókhaldinu. Einnig er auðvelt og æskilegt að færa inn magntölur bæði á afurð- um og sumum rekstrarvörum, svo sem kjarnfóðri og áburði. Síðan eru það alltaf einhverjar greiðslur sem fara ekki gegnum kaupfélagið og þær eru færðar á sjóðblað sem gengur til bænda- bókhaldsins og þar er það skráð inn á tölvuna, bæði texti, lyklar og upphæðir. Hvað færð þú svo til baka frá búnaðarsambandinu? Ég fæ ársfjórðungslega yfirlit þar sem skráðar eru einstakar færslur og summa yfir einstaka liði síðustu þrjá mánuði bæði í tekjum og gjöldum. Þegar árið liggur allt fyrir fæ ég sams konar lista yfir hvern lið. Auk þess fæ ég svokallaðan hreyfingalista þar sem fram koma allar skráningar, sem við getum yfirfarið og borið saman við frum- gögn til að útiloka villur. Hvemíg feilur þetta að skattframtali? Haukur: Þegar almanaksárið er komið inn er keyrt út ársyfirlit og þá er það borið saman við af- Búgarður, Óseyri 2, Akureyri. (Ljósm. Haukur Steindórsson). 378 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.