Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 12
Ráðunautafundur Áslaug Helgadóttir, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Áhrif gróðurfars á afrakstur túna Á allra síðustu árum hafa áherslur í jarðrœkt breyst á íslandi. Nýrœkt hefur nú verulega dregist saman, um stund að minnsta kosti, en aukinn áhugi er á endurrœktun túna. Bjarni Guðleifsson setti jafnvel fram þá skoðun í Frey (82. árg., bls. 52-54), að tún beri að endurvinna á 5-10 ára fresti. Áslaug Helgadóttir. Endurvinnsla er dýr og því er nauðsynlegt að huga vel að því hvenær ber að endurvinna, sér- staklega í ljósi þess að nú er mikil- vægt að leggja áherslu á hagkvæmi í framleiðslu frekar en nragn. Meginröksemdin fyrir endur- vinnslu er sú að tún séu gróður- farslega úr sér gengin, sáðgresi sé horfið og innlend grös, sem náð hafi yfirhöndinni, gefi minni upp- skeru og séu lélegra fóður. Því er bóndanum nauðsynlegt að fá upp- lýsingar um hvort rétt sé að skipta á innlendum gróðri og sáðgresi í því skyni að ná fram sem hag- kvæmastri framleiðslu. Sáðgresi endist víðast hvar illa í túnum og 380 Freyr innlendur gróður nær fljótt yfir- höndinni. Ending sáðgresis og gróðurfar er háð ýmsum umhverf- isþáttum og meðferð túnsins. Fjallað verður stuttlega um þessa þætti áður en spurt verður hvort gróðurfar hafi áhrif á uppskeru og gæði heysins sem af túnum fæst. Vallarfoxgras er mikilvægasta sáð- gresið og er umfjöllunin því tak- mörkuð við þá tegund. Gróðurfar og umhverfið. Tún á íslandi eru af ýmsu tagi. Annars vegar eru tún sem nytjuð hafa verið lengi og aldrei hefur verið sáð í. Eru þau yfirleitt á valllendi og eingöngu vaxin inn- lendum gróðri. Hins vegar eru tún sem ýmist hafa verið endurunnin eða ræktuð á nýbrotnu landi. í þau hefur verið sáð grasfræi og hefur vallarfoxgras verið lang- mikilvægasta sáðgresið undan- farna áratugi. Oft á tíðum er þó lítið eftir af sáðgresinu, en inn- lendur gróður, bæði grös og tví- kímblöðungar, hafa náð þar fót- festu. Ýmsir umhverfisþættir hafa áhrif á endingu vallarfoxgrass í túnum og einnig á tegundasam- setningu túnanna. Margar athuganir bæði hér- lendis og erlendis hafa sýnt að eftir því sem túnin eru eldri því minna er af vallarfoxgrasi. Hlut- deild annarra tegunda innlendra vex að sama skapi. Segja má að aldur túnsins sem slíkur hafi ekki endilega bein áhrif á tegunda- samsetninguna, heldur hafi aðrir þættir náð að hafa áhrif á gróður- farið. Ahugavert er að kanna hvernig uppskeran breytist með aldri. í því skyni var tekin saman uppskera t' 35 tilraunum á Hvanneyri á árun- um 1971-1985. Voru þetta allt til- raunir þar sem aðallega hafði ver- ið sáð vallarfoxgrasi og vallar- sveifgrasi. Reynt var að draga úr árferðismun með því að taka út áhrif hita á uppskeru. Reyndist það samband vera unr 540 kg þe./ ha/°C. Af 1. mynd sést að upp- skera fellur verulega fyrstu árin, og þá einkanlega annað árið frá sáningu eða úr 63 hestburðum í 55 hestburði. Eftir því sem tíminn líður sveiflast uppskeran í kringum 50 hkg þe./ha. Þessi aukna upp- skera fyrst eftir sáningu fæst ef- laust vegna aukins áburðar sem borinn er í landið við ræktunina og loftunar í jarðvegi. Bæði þessi áhrif hverfa nokkuð fljótt. Engar beinar athuganir hafa verið gerðar á áhrifum framræslu- stigs á endingu vallarfoxgrass og gróðursamsetningu hérlendis.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.