Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 19

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 19
Kýrrassatrú. 1 Fusilade á hektara og vatns- magninu 200-4001/ha. Auk þess er mælt með að setja í blönduna Lissapol Plus olíu, 100 ml í hverja 100 1 vatns. Fusilade hefur ekki áhrif á tví- kímblaða fræillgresi og þarf því að úða sérstaklega gegn því. Fram- leiðandi gefur upp að blanda megi Fusilade með Sencor (eiturefni gegn tvíkímblaða illgresi í kart- öflugörðum), en ekki er víst að falli saman rétti úðunartíminn fyrir bæði efnin. Ef reyna á blöndun efnanna þá gerið það á eftirfarandi hátt: Fyllið tankinn að hálfu með vatni og setjið hrærun í gang. Setjið Fusilade í tankinn. Leysið Sencor upp í fötu með vatni áður en sett er í tankinn. Setjið loks Lissapol út í. Úðið blöndunni strax. Ef úðað er á undan gegn arfanum, þarf að líða minnst vika þar til úðað er gegn húsapunti. Pær tilraunir sem gerðar hafa verið með þessi efni sýna að með þeim öllum má ná umtalsverðum árangri ef rétt er að úðun staðið. Menn geta þó ekki vænst þess að leysa vandamálið með einni úðun heldur eingöngu með því að beita réttri jarðvinnslu og úðun með reglulegu millibili. Fyrir nokkrum árum ræddi Bryn- dís Schram við Ragnar H. Ragnar, skólastjóri Tónlistarskólans á ísa- firði, í þættinum „Maður er nefndur“ í Sjónvarpinu. Þar sagði Ragnar m.a. frá skáldinu K.N. og fór með vísu og tilefni hennar eftir hann. Ragnar hefur nú rifjað þessa frásögn upp fyrir Frey og fylgir hún hér á eftir: Frá vesturíslenska skáldinu og húmoristanum K.N. Júlíus á Mountain N.-Dakota. Eitt sinn sem oftar var íslenskur umferðarprédikari á ferð um Mountainbyggð og kom á bæinn þar sem K.N. átti heima hjá Geir- fjölskyldunni og gisti þar um nótt- ina. Úm morguninn vill hann nú fara að lesa „eitthvað gott“ yfir heimilsfólkinu og tekur það því vel. Fer svo fram um hríð, en þá tekur hann eftir því að K.N. er ekki inni og spyr hvar hann sé , því ekki muni honum veita af guðs- orðinu. Er honum þá sagt að K.N. sé úti í fjósi hjá kúnum. Þegar þangað kemur er K.N. að moka flórinn og lítur ekki upp, en pré- dikarinn hefur mál sitt og þusar „eitthvað gott“ yfir K.N. og kún- um góða stund. Allt í einu hætti K.N. að moka, stingur niður skóflunni, hallar sér fram á hana og mælir með nokkr- um þunga: Kýrrassa tók ég trú, trú þeirra held ég nú. Hún mun mig hólpinn gera, í henni er gott að vera. Af menntun þó monti hinir, mannhunda- og tíkarsynir, í flórnum fæ ég að standa fyrir náð heilags anda. Svona var mér sögð sagan um þetta atvik af fólki í Mountain og Garðarbyggð en hún gerðist áður en ég kynntist K.N. Könnun á búskaparaðstöðu á Norðurlandi. Frh. afbls. 375. upplýsingar í höndum sé unnt að gera mark- vissari áætlanir en áður um skipulagningu búvöruframleiðslunnar. Nú hefur verið gerð- ur samningur um verðábyrgð á mjólk og kindakjöti milli ríkisstjórnarinnar og Stéttar- sambands bænda til ársins 1992. Við úthlutun þess framleiðsluréttar er mikilvægt að vita um hug bænda til búskapar og ástand og endur- nýjunarþörf útihúsa þannig að hagkvæmni sé gætt í framleiðslunni. Pá er mikilvægt að vita um möguleika á tekjuöflun í öðrum búgrein- um en nautgripa- og sauðfjárrækt sem og í störfum utan landbúnaðar með það að leiðar- ljósi að halda við og efla byggð í sveitum. Með skýrslu þeirra sem hér liggur fyrir er ekki einungis kominn upplýsingabanki um búskap á Norðurlandi heldur hefur verið lagður grunnur að því hvernig staðið verður að hliðstæðri könnun í öðrum landshlutum. Pað verk er þegar hafið á Vestfjörðum og verður unnið um allt land. Því til áréttingar má benda á bókun I í samningi ríkis og Stéttarsambands bænda fyrir verðlagsárin 1988/’89 til 1991/’92 þar sem segir að aðilar hyggjist beita sér fyrir að lokið verði sem fyrst úttekt á búrekstraraðstöðu á öllum jörðum á landinu. c Freyr 387

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.