Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 30
Guitnlaugur A. Júlíusson. Danskur landbúnaður í klemmu vegna mengunarvandamála Undanfarin ár hefur mengun farið vaxandi í hafinu umhverfis Danmörku. Þetta vandamál vakti fyrst fyrst alvöru athygli árið 1980, þegar fór að bera á dauðum fiski í Kattegat, sem drepist hafði vegna mengunar. Síðan hefur komið í ljós að ástand- ið er ekki síður alvarlegt í Norður- sjó, Eystrasalti og Skagerak. Helsti mengunarvaldur er talinn vera útskolun köfnunarefnis og fosfórs frá landbúnaði og iðnaði út í hafið, sem veldur auknum vexti örvera í hafinu. Þegar þær drepast og rotna, ganga þær á súrefnis- forða hafsins, sem aftur á móti hefur áhrif á hve lífvænlegt er fyrir fisk í hafinu. Á vissum svæðum hefur offjölgun örvera verið slík að sjórinn er orðinn súrefnislaus að heita má. Talið er að útskolun köfnunar- efnis frá landbúnaði nemi árlega um 260.000 tonnum, en frá öðrum atvinnugreinum um 30.000 tonn- um. Síðasta hálfa ár hefur umræðan um þessi mál borist inn í danska þingsali, og hefur verið lögð fram neyðaráætlun í þinginu þar sem stefnt er að því að minnka út- skolun köfnunarefnis um helming fram til ársins 1990 og útskolun fosfórs um 80% innan þriggja ára. Krafan um mikinn árangur á skömmum tíma lýsir vel hve alvar- legum augum Danir líta á þetta mál og hve það krefur skjótra aðgerða. Ágreiningur er um hvort út- skolun sé meiri frá tilbúnum áburði eða húsdýraáburði. Komið hefur fram krafa um að heildar- notkun tilbúins áburðar minnki Skoðanakönnun sýnir að Danir álíta umhverfisvernd brýnasia mál sem þjóðin þarf að takast á við um þessar mundir. um ca. 32% á árunum fram til 1990. Þær aðgerðir sem á að viðhafa til að draga úr útskolun frá land- búnaði eru eftirfarandi: — Sett er fram sú krafa að allir HAVET 0MKRING DANMARK 398 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.