Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 20

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 20
Halldór Þórðarson, Laugalandi, Norður-ísafjarðarsýslu Kolgríma Mér finnst ég sé að bera í bakkafullan lœk er ég rœði um það óréttlæti sem búið er bœndum með fjölskyldubú. Þeir sem þeim málum ráða þurfa ekki meiri upplýsingar. Þeir vita hvað þeir eru að gera. Þeir vita að hvert œrgildi á bilinu 100—300 skilar helmingi fleiri krónum í vinnulaun til bóndans en bú af stœrðinni 500—800 o.s.frv. Þeir vita að fjármagnskostnaðurinn gleypir því meira sem búið er stœrra. Neytandinn fær ekki ódýrari vöru frá stærri einingum, sbr. verk- smiðjubú í svína- og alifuglarækt. Þeir vita að aðalorsakavaldar kjöt- og smjörfjalla eru ekki þeir sem lítið framleiða og það innan búmarks. Þeir vita að þeir sem minnkuðu framleiðslu eiga ekki sök á offramleiðslu. Þeir vita að það eru stóru búin sem framleitt hafa um og yfir búmark sem bera ábyrgð á toppnum. Ég nenni ekki að telja upp meira, það er ekki það sem vantar. Mat okkar á þessum málum er ekki það sama. Þeir mega að sjálfsögðu hafa aðra skoðun, en mér leiddist á meðan þeir voru að fela hana. Fyrir mörgum árum voru bænd- ur beðnir að „sýna þegnskap“ og minnka framleiðslu. Svo margir gerðu þetta þá að framleiðslan minnkaði það mikið að ekki þurfti að verðskerða mjólk um tíma, ef ég man rétt. f>ó voru margir sem ekki minnkuðu framleiðslu, jafn- vel bættu við sig. Þeir græddu á því þá og þeir gera það enn. Allar reglur síðan miða að varanlegri skerðingu á rétti þeirra sem sýndu þegnskapinn og að treysta stöðu hinna og það er haldið áfram á þessari braut enn hrottalegar en áður enda virðast stjórnvöld ætla að spyrna fram af hengifluginu þeim bændum sem eru með 5— 600 ærgildi bú og minna. 388 Freyr Halldór Pórðarson. Harðindi 1984 og 1985. I mínu héraði eru bú smá, enda bjuggum við í nær 20 ár við mestu harðindi aldarinnar. Slæmt var það orðið þegar búmark var sett, en árin 1984 og 1985 urðu þó verri. Fé á Vestfjörðum fækkaði um 25% frá viðmiðunarárum bú- marks til viðmiðunarára fullvirðis- réttar. Þau ár var þó reynt að halda í tölu fóðraðs fjár í von um betri tíð. Sú von brást. Þegar ár- ferði batnaði tóku stjórnvöld við. Þar á ég við landbúnaðarráðu- neytið og stjórn stéttarfélags okk- ar. Með búvörulögunum varð það félag fangi æviráðinna embættis- manna í landbúnaðarráðuneytinu. Skerðing okkar flestra er 20— 50% frá búmarksviðmiðun. Nýlega sá ég nótu frá síðasta hausti um 50 þúsund króna skerð- ingu á gamalt bú sem fékk 180 ærgilda fullvirðisrétt. Kosninga- plástur nægir kannski í bili en vanalega er ekki kosið nema á fjögurra ára fresti. Víða var bú- stofni fækkað stórlega vegna ár- ferðis, sums staðar koma tíma- bundnar heimilisástæður inn í dæmið. Þessi síðustu erfiðu ár var stórum verra að þola vegna gífur- legs kjarnfóðurskatts, sem kom fyrst og verst við þá sem fyrir skakkaföllum urðu. Sú ráðstöfun kom líka að sunnan, til að bregða fæti fyrir þá sem hefði átt að styðja. Þrengt að þeim minnstu. Önnur stéttarfélög hafa þann sið að loka fyrir yfirvinnu þegar of- framboð verður á vinnumarkaði taka toppana af. Við bændur höfum það þannig að við bönnum þeim að vinna sem minnsta vinnu hafa haft, látum nota samtök okk- ar til þess og landbúnaðarráðu- neytið. Þessar stofnanir hafa talið okkur trú um að þær væru að vernda stéttina og jafna rétt manna, andstaða frumskógarlög- máls. Ég trúi þessu í alvöru. Þegar búmark var sett hélt ég að það væri reikningsdæmi til að festa

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.