Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 14
grasa hér af skornum skammti. Helst hefur meltanleiki verið at- hugaður og hafa þeir Hólmgeir Björnsson og Jónatan Hermanns- son í grein á Ráðunautafundi 1983 dregið saman þann fróðleik sem til er. Þar kemur í ljós að 20. júlí er metanleiki sambærilegur hjá vallarfoxgrasi og vallarsveifgrasi, en metanleiki túnvinguls, língresis og snarrótar er talsvert lægri. Meltanleiki fellur aftur á móti hraðar yfir vaxtartímann í vallar- foxgrasi en öðrum tegundum. Það þýðir að gæði uppskerunnar af vallarfoxgrastúni er háðari ýmsum meðferðarþáttum, (t.d. áburðar- og sláttutíma), en uppskera af túni sem í er blandaður gróður. Reyndar er til ein tilraun frá Korpu þar sem borin var saman uppskera og meltanleiki á gömlu túni og vallarfoxgrasi við þrjá mis- munandi áburðartíma og fjóra sláttutíma. Er því unnt að reikna út fóðureiningar á hektara. í til- rauninni kom í ljós að meðferð hefur miklu meiri áhrif á fóðurein- ingafjöldann í heyinu af vallarfox- grastúninu en af gamla túninu. Er það að stórum hluta vegna þess hve uppskera vallarfoxgrassins er háð áburðar- og þó einkum sláttu- tíma. (0,64 F.E./kg) og sá vallarfoxgrasi (0,71 F.E./kg) á mólendi án verulegra fram- kvœmda annars vegar („ódýrasti“ kosturinn) og á mýrlendi með ýmsum jarðarbótum hins vegar („dýrasti“ kosturinn). Efri línan (----■) miðast við heildarkostnað við endurrœktunina, en neðri línan (- - -) hlut bónda að frádregnum ríkisstyrk. Kostnaður við endurræktun. í lokin er látið fljóta með lítið reikningsdæmi um kostnað við endurræktun. Athugaðir eru tveir möguleikar og er kostnaður byggður á tölum sem Árni Snæ- 1. tafla. Forsendur víð kostnaðarútreikninga endurræktunar. Endurunnið tún „Ódýrasti „Dýrasti Gamalt tún kosturinn'* kosturinn" Gróður Língresi, snarrót, Vallarfoxgras túnvingull, vallarsveif- gras, háliðagras. Meltanleiki, % 64,4 69,2 F.E./kg 0,64 0,71 Áburður, kg N/ha/ár 110 110 Kostnaður kr./ha 6.000 6.000 Kostnaður við endurvinnslu kr./ha 27.710 70.105 Hlutur bónda (60%) 15.324 40.502 Heildarkostnaður í 5 ár, kr./ha 30.000 51.710 94.105 Hlutur bónda, kr./ha 30.000 39.324 64.502 björnsson og Óttar Geirsson lögðu fram á Ráðunautafundi 1987 og miðast við verðlag 1986. Annars vegar er athugaður kostn- aður við að endurvinna mýrlendi, þar sem bæði er kalkað og illgresi er eytt og hins vegar mólendi án kölkunar og illgresiseyðingar, („ódýrasti kosturinn). Tekið er fyrir 5 ára tímabil og reiknað er út hve mikla ársuppskeru nýræktin þurfti að gefa til að bæta upp kostnað við endurvinnslu og upp- skerutap sáningarárið. Forsendur við útreikningana eru gefnar í 1. töflu. Niðurstöður sjást á 2. mynd. Gefnar eru niðurstöður fyrir bæði „ódýrasta“ og „dýrasta“ kostinn. Efri línan miðar við heildar- kostnað við endurræktunina en hin neðri við hlut bóndans sam- kvæmt ríkisframlagi 1986. Samkvæmt niðurstöðum stofna- prófana í vallarfoxgrasi og út- reikningum á uppskeru í tilraun- um á Hvanneyri (1. mynd), er ólíklegt að meðaluppskera vallar- 382 Fkeyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.