Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 35

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 35
fjárhagsstaða sláturleyfishafanna sem af þessu leiðir bitnar á bænd- um í lakari skilum við þá. Fullvirðisréttur í mjólk í Norðfjarðarhreppi. Lögð voru fram þrjú bréf frá bændum í Norðfirði um slæma stöðu hjá þessum aðilum gagnvart rétti til mjólkurframleiðslu. Bú- marksnefnd var falið að kanna hvort einhverjar leiðir voru finn- anlegar til úrbóta. Fjöldi mjólkurframleiðenda í mars sl. og fjöldi þeirra framieiðenda sem hætt hafa. Lögð var fram eftirfarandi tafla um fjölda mjólkurframleiðenda í mars sl. og fjölda þeirra sem eru hættir en fengu reiknaðan full- virðisrétt í mjólk á þessu ári. Fjöldi Ónýttur Búnaðarsambönd: framl. fullv.r. Bsb. Kjalarnesþings 31 2 Bsb. Borgarfjaröar 171 9 Bsb. Snæfellinga 69 11 Bsb. Dalamanna 45 9 Bsb. Vestfjarða 90 16 Bsb. Strandamanna 8 3 Bsb. V-Húnvetninga 52 9 Bsb. A-Húnvetninga 72 9 Bsb. Skagafjarðar 142 6 Bsb. Eyjafjarðar 242 10 Bsb. S-Þingeyinga 121 7 Bsb. N-Þingeyinga 5 0 Bsb. Austurlands 113 16 Bsb. A-Skaftfellinga 42 4 Bsb. Suðurlands 578 35 Samtals framleiðendur 1.781 146 Útflutningsáætlun fyrir búvörur. Samþykkt var að fara þess á leit við framkvæmdanefnd búvöru- samninga að gerð verði skv. 7. gr. núgildandi búvörusamnings út- flutningsáætlun fyrir búvörur sem greiddar eru útflutningsbætur með. Með því er unnt að fylgjast með að þessi útflutningur sé í samræmi við áætlun og það fé, sem ætlað er til útflutningsbóta á árinu og þannig unnt að ýta á eftir útflutningi eða stöðva útgáfu leyfa til útflutnings ef útflutningsbætur eru þrotnar. Framleiðsla og sala mjólkur. Innvegin mjólk í aprfl sl. var rúm- lega 8.985 þúsund lítrar sem er um 195 þúsund lítrum eða 2,13% minna en í sama mánuði árið áður. Innvegin mjólk fyrstu átta mán- uði verðlagsársins var um 67.275 þúsund lítrar sem er um 2.149 þúsund lítrum eða 3,09% minna en árið áður. Nýting fullvirðis- réttar í lok apríl sl. voru 63,47% yfir allt landið. Innanlandssala á verðlagsárinu til marsloka á mjólk er um 479 þús. 1. eða 2,61% meira en árið áður. Sala á rjóma á sama tíma jókst um tæpa 43 þúsund lítra eða 4,02%, en skyrsala dróst saman um 8,5 tonn eða 1,03%. Sala á ostum jókst um tæplega 159 tonn eða 12,75% á tímabilinu. Sala á kindakjöti. Sala á kindakjöti í mars sl. voru um 590 tonn sem er 36,5% meira en í sama mánuði árið áður. Innanlandssala alls verðlagsárins til marsloka, þ.e. í 7 mánuði, var um 4.913 tonn sem er um 490 tonnum eða 9,1% minna en árið áður. Birgðir kindakjöts hinn 31. mars sl. voru um 8.768 tonn sem er tæplega 1.948 tonn eða 28,6% meira en á sama tíma árið áður. Framleiðsla og sala á nautagripakjöti. Innlagt nautgripakjöt á verðlags- árinu til marsloka var rétt um 2000 tonn sem er um 142 tonnum eða Fundur á Hótel Sögu Fundur utanríkisráðherra Atlants- hafsbandlagsríkjanna verður hald- inn á Hótel Sögu dagana 9.—12. júní nk. Utanríkisráðuneytið fór fram á það að fá a.m.k. hluta af skrifstofuhúsnæði bændasamtak- anna á þriðju hæð hússins til af- nota fyrir starfslið fundarins fund- 6,6% minna en á sama tíma árið áður. Sala nautgripakjöts á sama tíma var um 1.597 tonn sem er 194 tonnum eða 13,8% meira en árið áður. Birgðir nautgripakjöts hinn 31. mars sl. voru um 1.530 tonn sem er um 206 tonnum eða 15,6% meira en árið áður. Sala á nautgripakjöti í mars sl. voru tæpl. 271 tonn en 182 tonn í sama mánuði árið áður. Framleiðsla og sala á svínakjöti. Innlagt svínakjöt fyrstu 7 mánuði verðlagsársins var um 1.119 tonn sem er tæplega 84 tonnum eða 8,1% meira en árið áður. Sala á svínakjöti á sama tíma var um 1.162 tonn sem er tæplega 138 tonnum eða 13,5% meira en árið áður. Birgðir svínakjöts í marslok sl. voru tæp 25 tonn sem var tæplega 33 tonnum eða 57,1% minna en árið áður. Framleiðsla og sala á hrossakjöti. Innlagt hrossakjöt á verðlagsárinu til marsloka var tæplega 663 tonn sem var um 103 tonnum eða 13,4% minna en árið áður. Sala á hrossakjöti á sama tíma var tæplega 436 tonn sem er um 16 tonnum eða 3,6% minna en árið áður. Birgðir hrossakjöts hinn 31. mars sl. voru tæplega 290 tonn sem er um 42 tonnum eða 12,8% minna en árið áður. ardagana ásamt því að ekki fari önnur starfsemi fram í húsinu heldur en sú sem snertir fundinn meðan á honum stendur. Þar sem hér er mikið í húfi fyrir viðskiptahagsmuni Hótel Sögu var ákeðið að verða við þessum óskum. Freyr 403

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.