Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 13
Ýmsar vísbendingar má þó fá úr tilraunum. Vel þekkt er að aukinn jarðvegsraki leiðir smám saman til breytinga í gróðurfari. Mýrar- gróður verður ríkjandi, svo sem starir, skriðlíngresi og hnjáliða- gras, en vallarfoxgras, túnvingull og vallarsveifgras láta undan síga. Ekki eru frekar til beinar athug- anir á áhrifum sýrustigs og frjó- semi á endingu vallarfoxgrass. En í athugunum í Norður-Noregi hef- ur komið í ljós að hlutdeild vall- arfoxgrass vex með hækkandi pH. I kalktilraunum hérlendis hefur einnig sést að hlutdeild vallarfox- grass í gróðurþekjunni vex með vaxandi kalkskömmtum. Erfitt er að henda reiður á áhrifum vaxandi N á endingu vall- arfoxgrass. I athugun sem Guðni Þorvaldsson gerði á túnum á Suðurlandi 1981, (Fjölrit Rala nr. 78), virðist vaxandi skammtar yfir 50 kg N/ha hafa lítil áhrif á vallar- foxgrasið, en hann fann einnig að það entist betur því meira sem borið var á eftir slátt. Áhrif meðferðar á endingu vallarfoxgrass. Nú á síðari árum hafa verið gerðar nokkrar tilraunir hér á landi þar sem könnuð eru áhrif áburður- og sláttutíma á endingu vallarfoxgrass, bæði í hreinrækt og blöndu með ýmsum grastegund- um. Niðurstöður úr þessum til- raunum benda eindregið til þess að hlutdeild vallarfoxgrass minnki eftir því sem seinna er borið á og fyrr er slegið, og eru áhrifin einkar skýr þegar það vex í blöndu með öðru grasi. Skiptar skoðanir hafa verið á áhrifum beitar á endingu vallar- foxgrass. Sumir hafa talið að beit dragi þrótt úr vallarfoxgrasi og hverfi það því fljótt við beit. Þær fáu tilraunaniðurstöður sem til eru um þetta benda þó í gagnstæða átt. í samantekt Magnúsar Ósk- arssonar frá 1981, (Fjölrit Bænda- skólans á Hvanneyri nr. 36), um áhrif beitar á grasvöxt og gróður- far túna kemur fram að hlutdeild 70 60 50 40 a. a. 3 30 - 20 10 1234 567 89 10 11 Ar frá sáningu 1. mynd. Árleg uppskera í grasrœktartilraunum á Hvanneyri 1971-1985. Alirif hita hafa verið dregin frá. vallarfoxgrass minnkar ekki við beit, þó svo að verulega hafi dreg- ið úr uppskeru. Sambærilegar nið- urstöður hafa fengist úr öðrum beitartilraunum. Draga má þá ályktun að vallar- foxgras þoli betur að vera bitið vor og haust en að vera slegið snemma sumars. Skýringanna er eflaust að leita í vaxtarhegðun plöntunnar og samkeppni við önnur grös. Fyrir skrið beinist öll orka plöntunnar í kynsprota og söfnun forðanæringar í lauk er enn ekki hafin. Sé slegið á þessu stigi verður endurvöxtur hægur vegna orkuskorts og önnur grös ná að vaxa vallarfoxgrasinu yfir höfuð. Samanburður á sáðgresi og innlendum gróðrí. Áhugavert er að bera saman uppskeru og gæði sáðgresis annars vegar og innlendra grasa hins vegar. Til er samanburður á uppskeru vallarfoxgrass og „innlendra" grastegunda í nokkrum tilraunum á tilraunastöðvum. í tilraun á Korpu var t.d. borin saman upp- skera vallarfoxgrass, túnvinguls, vallarsveifgrass og língresis í hreinrækt og í blöndu við þrjá mismunandi sláttutíma. Athyglis- vert er að bera saman uppskeru vallarfoxgrass og língresis. í Ijós kom að yfirburðir vallarfoxgrass- ins í hreinrækt endast ekki nema 1-2 ár og eru minni eftir því sem fyrr er slegið. Þegar borin er saman uppskera vallarfoxgrass í hreinrækt annars vegar og í blöndu með língresi hins vegar er ljóst að yfirburðir vallarfoxgrass- ins eru enn minni og alls engir við 1. sláttutímann, 27. júní. Auk þess minnkaði hlutdeild vallarfoxgrass- ins í blöndunni með tímanum. í tilraun á Reykhólum var meðal annars borin saman upp- skera vallarfoxgrass og snarrótar í hreinrækt við tvo sláttutíma og þrjá níturskammta. Þremur árum frá sáningu reyndist snarrót upp- skerumeiri þegar slegið var viku af júlí, en ef ekki var slegið fyrr en viku af ágúst var uppskera sam- bærileg. Língresi og snarrót hafa löngum verið taldar þær grasteg- undir sem bændur vildu síst hafa í túnum, þar sem þær væru upp- skerurýrar og gæfu lélegt fóður. Af fyrrnefndum tilraunum sést að uppskera þessara grastegunda er síst minni en vallarfoxgrass. Öðru máli gæti gegnt um gæði uppskerunnar. Því miður eru sam- anburðarmælingar á gæðum tún- Freyr 381

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.