Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 7
Álitsgerð um sauðfjárrækt Fyrir nokkru var birt álitsgerð um sauðfjár- rækt undir heitinu „Sauðfjárrækt á íslandi — staða og stefna“. Álitsgerðin er samin af starfshópi sem landbúnaðarráðherra skipaði haustið 1986, en í honum voru: Benedikt Bogason, tilnefndur af Byggðastofnun; Sig- urður Þórólfsson, tilnefndur af Stéttarsam- bandi bænda; Jóhannes Kristjánsson, til- nefndur af Landssamtökum sauðfjárbænda; Jón Viðar Jónmundsson, tilnefndur af Búnað- arfélagi íslands og Bjarni Guðmundsson, til- nefndur af landbúnaðarráðherra og var hann formaður hópsins. Álitsgerðin er ítarleg og skiptist í þrjá meginkafla; sauðfjárræktin síðasta áratuginn, þættir sem áhrif hafa á sauðfjárræktina næstu árin og álit og tillögur. í fyrsta kaflanum kemur m.a. fram að fækkun ásetts fjár á tímabilinu 1975—1986 er um 184 þúsund eða 21% en kindakjötsframleiðslan hefur minnkað minna. Stafar það bæði af því að við fækkun fellur aukalega til kjöt og afurðasemi eykst að öðru jöfnu, (rýmkun í högum). Kindakjötsneysla innanlands á þessu tíma- bili hefur verið breytileg en er þó á niðurleið þegar á heildina er litið. Þannig var hún 46,4 kg á íbúa árið 1982 en aðeins 32,3 kg á íbúa árið 1986. Minnt skal á að hvert kg á íbúa í kjötneyslu nemur um 240 tonnum. Leitað er að ástæðum fyrir þessari minnkun á kinda- kjötsneyslu landsmanna og einkum stöðvast við að kindakjöt hefur hækkað meira í verði en annað kjöt. Því veldur annars vegar lágt verð á innfluttu fóðri sem og aukin hag- kvæmni við alifugla- og svínarækt og hins vegar samdráttur í niðurgreiðslum á kinda- kjöti. Sem dæmi um þetta var kjúklingakjöt 88% dýrara en kindakjöt í heilum skrokkum árið 1976, en aðeins 25% dýrara árið 1986. Þá hefur útflutningsverð á kindakjöti orðið sífellt óhagstæðara á þessu tímabili. Könnuð var afkoma sauðfjárbúa og kom þá í ljós að samkvæmt búreikningabúum eru fjölskyldutekjur sauðfjárbúa um 15% lægri á sauðfjárbúum en meðaltal allra búreikn- ingsbúa sýnir á árunum 1976—’85. Fjallað er um sauðfjárrækt og landnýtingu og vitnað þar til skýrslu um landnýtingu sem út kom á sl. ári. Vakin er athygli á að ekki hefur tekist að ná samstöðu hlutaðeigandi aðila um hver raunveruleg staða landnýtingar er og segir þar orðrétt: „Ekki skal fjöður yfir það dregin að deilur lærðra manna hafa fremur aukið óvissu um stöðu landnýtingar- mála en dregið úr þeim.“ Þó er bent á að þróun sauðfjárræktar síðasta áratuginn hefur verið í þá átt að létta einkum á þeim svæðum þar sem gróður stendur höllum fæti. Fjallað er um sauðfjárrækt sem þátt í at- vinnu og viðhaldi byggðar og kemur þar í ljós að byggð í sumum sýslum og héruðum hvílir að meginhluta á sauðfjárrækt og fer það saman við þau svæði þar sem byggð er dreifð- ust og minnst um þéttbýlisstaði. Þar er jafnframt vakin athygli á að margir bændur una við lítil sauðfjárbú sem gefa litlar árstekjur því að slíkur búrekstur gefur þeim möguleika á frjálsræði og umgengni við lif- andi náttúru. Slík bú hafa lítið að segja fyrir heildarmagn sauðfjárafurða en þau fylla upp í byggðamynstrið, stytta bæjarleiðir og styrkja hinn félagslega þátt sveitanna sem í engri búgrein er jafn sterkur og í sauðfjárrækt. Mikilvægasti hluti skýrslunnar er kaflinn um álit og tillögur. Þar er gengið út frá fyrstu grein núverandi búvörulaga, nr. 46/1985 þar sem m.a. segir að innlend aðföng nýtist sem best við framleiðslu búvara. í framhaldi af því ályktar starfshópurinn að sauðfjárræktinni verði áfram ætlað að sjá þjóðinni fyrir megin- hluta þess kjötmetis er hún þarfnast. Jafn- framt bendir starfshópurinn á að áfram þurfi Freyr 615

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.