Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 19

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 19
gróðurinn. Fyrst var það einungis köfnunarefni, fosfór og kalí. Ann- að þurfti jarðvegurinn ekki. Síðar fundu menn að það var fullt af öðrum efnum í jarðveginum sem gróðurinn þarfnaðist. Þetta vís- indalega sjónarmið er hræðilega takmarkað. Það gerir ekki ráð fyrir neinu öðru en því sem nú þegar er sannað og þekkt. Af- leiðingin er líka sú sem hvarvetna blasir við, ræktunin mergsýgur jarðveginn með það markmið eitt í huga að drífa afurðirnar upp á sem skemmstum tíma. Það gleymist að þetta er lifandi jörð og lifandi afurðir sem við erum með í höndunum. Við verðum að taka tillit til þess, annars bitnar það á afurðinni og drepur um síðir jörðina." Hvemig stendur bíódýnamísk ræktun nú heima á íslandi? Á hún sér framtíð? „Bíódýnamísk ræktun hefur lítið verið reynd á íslandi enn sem komið er. Það er þó fyrst og fremst á Sólheimum og á Skaft- holti í Gnúpverjahreppi. Á Skaft- holti hefur náðst að gera landbún- aðinn að þeirri heild sem er eitt höfuðatriðið í bíódýnamískri rækt- un. Þar er bæði búfé og garðyrkja. Guðfinnur, sá sem því búi stýrir, lætur vel af reynslunni, svo að það er engin spurning að þetta er líka hægt á íslandi. Möguleikinn er jafnmikill og hérna í Svíþjóð. Hins vegar er það spurning hversu langur tími líður þangað til bænd- ur heima á íslandi taka við sér, líkt og bændur hér eru nokkuð farnir að gera. Hér í Svíþjóð eru af- leiðingar landbúnaðarstefnu síð- ustu áratuga illilega farnar að segja til sín, bæði efnahagslega og í mengaðri jörð og vötnum. Bænd- ur heima á Islandi vita örugglega hvað þeir eru að gera og hvert stefnir, spurningin er hvort þeir ætli sér að ganga sömu leið á enda og bændur hér. Tún og aftur tún, ár eftir ár, og alltaf sami áburður- inn. Þetta er ferli sem getur aðeins endað á einn veg með lífvana jörð. í neyðartilvikum er auðvitað ekkert við því að segja að maður fúski svolítið og noti tilbúinn áburð. Það er ekki megin málið. Megin málið er að maður stefni að ákveðnu marki og virkilega vinni að því. Ég er undir það búinn að það taki mig 10—20 ár áður en ég er kominn með nokkuð á hreint. Ef maður gefur sér þann tíma, þá er þetta allt í lagi. Áð ætla sér að gera þetta allt saman á morgun, það gengur ekki. Bíódýnamísk ræktun krefur fleira fólks, þannig að hún stuðlar að því að fólk leiti aftur út í sveitirnar, sem er óneit- anlega jákvætt og æskilegt. Bíó- dýnamík krefur tíma og þolinmæði og víst gefur hún minni uppskeru í kílóum talið, heldur en hefðbund- in ræktun. En þar á móti kemur að gæðin eru ólíkt betri. Það eru margir neytendur — og þeim fer fjölgandi — sem eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir landbún- aðarafurðir en nú er á þeim, séu gæðin sett í fyrirrúm. Að ein- hverju leyti vegur það upp hvort annað, minni uppskera eða hærra afurðaverð. Það þýðir þó ekki endilega sömu tekjur fyrir bóndann — raunin er þvert á móti, tekjurnar dreifast á fleiri. Það ætti þó ekki að fæla áhuga- sama frá, því að önnur sjónarmið vega einnig þungt, maður er í sjálfu sér að vinna að öðru mark- miði en að fá peninga. Þetta hefur það þó í för með sér að bóndi með skuldbagga upp fyrir haus, sér varla fram á nokkra leið til að geta snúið sér að bíódýnamískri rækt- un. Þetta vandamál hlýtur að leiða hugann að sambýlisformum af einhverju tagi og ætli það verði ekki það sem komi með næstu „landbúnaðar-byltingu“. Eftirmáli Þá er að víkja að tölunum. Hér í Svíþjóð eru nú um 200 bændur sem rækta jörð sína á bíódýnamískan hátt. Af þeim eru 90 með blandaðan búskap, kýr, fé, svín, hænsn og korn. Hinir eru aftur á móti með bíódýnamíska ræktun á grænmeti og ávöxtum. Meðalstærð bíódýnamísku jarð- anna er nokkuð yfir meðalstærð á sænskum bændabýlum almennt. Fjölgunin í hópi bíódýnamískra bænda er alltaf nokkur, misjöfn frá ári til árs, en nú í ár horfir svo að fjölgunin á næstu tveim árum verði meiri en nokkru sinni fyrr. Milli 30 og 40 bændur þiggja nú aðstoð og ráðgjöf frá Bíódýna- míska félaginu með það í hyggju að hverfa frá hefðbundnum ræktunaraðferðum. Hvers vegna svo margir nú? Svarið hlýtur að vera að finna í því sem hér hefur verið sagt á undan. Samtals eru um 3000 hektarar ræktaðir hér í Svíþjóo bíódýna- mískt. Bæirnir liggja dreift um allt landið en í Járna er stærsta sam- fellda svæðið. Reyndar er hvergi í Evrópu að finna jafn stórt samfellt bíódýnamískt svæði. Að þessu leyti er Járna einstakt og hefur náð lengst í langtímamarkmiðum bíódýnamískrar ræktunar. Og svo að ég nefni að lokum þrjá stærstu bæina sem mynda þessa heild hér í Járna, en þeir eru: Nibble (100 hektarar), Skáve (70 hektarar) og Ytter-Eneby (70 hektarar). Við hlið þeirra standa nokkrir aðrir minni bæir. Það er von mín að lesendur hafi haft gagn af lestri þessarar greinar og hún hafi ekki virkað jafn löng þeim og hún sýnist mér. Guðni Rúnar Agnarsson. Refur og minkur. Frh. af bls. 631. Hvað vakir fyrir Jónasi? Jónasi Jónssyni virðist vera mikið í mun að reka fleyg milli náttúrufræðinga og bænda. í því skyni sparar hann ekki rangfærsl- urnar. Þetta er andstætt þeirri sannfæringu rninni að gagn- kvæmur skilningur og samvinna þessara aðila sé allra hagur. Ég undrast því afstöðu Jónasar og hefði búist við öðru af manni í hans stöðu. Freyr 622

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.