Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 15.08.1987, Blaðsíða 8
að miðla málum milli hinna ýmsu sjónarmiða svo sem varðandi landnýtingu. Sú málamiðl- un hlýtur að setja sterkt mark á opinberar aðgerðir í málum búgreinarinnar á næstu árum. Fjallað er ítarlega um verð sauðfjárafurða á komandi árum og leiðir til að auka aftur eftirspurn eftir þeim, einkum kindakjöti. Þar eiga hlut að máli hið opinbera, bændur sjálfir, úrvinnsla og verslun, og markaðs- og rann- sóknastarfsemi sem hefur með höndun vöru- þróun og nýjungar. Er þá næst að nefna þann þátt skýrslunnar sem snertir mest fjárbúskap hvers bónda en það eru tillögur starfshópsins um skipulag sauðfjárræktarinnar og svæðaskiptingu. Ljóst er að á næstu árum verður að takmarka framleiðslu sauðfjárafurða og leggur starfs- hópurinn til að það verði gert með skipu- legum hætti og miðað við a) landskosti, b) búrekstrastöðu sem fyrir liggur, þ.e. bygg- ingar, ræktun lands og fjár og mannafla búanna, c) þjónustugrundvöll sauðfjárræktar- innar, þ.e. sláturhús, samgöngur og félagslega aðstöðu, (skóla, heilsugæslu), o.fl. og d) aðra atvinnumöguleika en sauðfjárrækt í viðkom- andi héraði. í framhaldi af því leggur starfshópurinn til að skipta landinu í þrjá flokka. í fyrsta flokki eru svæði þar sem sauðfjárrækt verði stunduð sem meginatvinna og sitji fyrir um opinbera fyrirgreiðslu til búgreinarinnar. í þeim flokki eru Dalasýsla, Vestfjarðakjördæmi, Vestur- Húnavatnssýsla, Norður-Þingeyjarsýsla og Múlasýslur. í öðrum flokki eru svæði þar sem lagt er til að sauðfjárrækt skuli stunduð í nokkrum mæli með öðrum búrekstri eða annarri atvinnu og sein meginatvinna á kostameiri sumarbeitar- jörðum. í þessum flokki eru Mýrasýsla, Snæ- fellsnessýsla, Austur-Húnavatnssýsla, Skaga- fjarðarsýsla, Suður-Fingeyjarsýsla, Austur- Skaftafellssýsla og Vestur-Skaftafellssýsla. í þriðja flokknum eru svæði þar sem sauð- fjárrækt verði stunduð sem aukabúgrein nema á kostamestu sumarbeitarjörðum. Lausa- ganga sauðfjár verði þar takmörkuð og stuðlað verði að fækkun sauðfjár að óbreyttum mark- aði, m.a. með stuðningi við aðrar búgreinar. í þessum flokki eru Gullbringu- og Kjósarsýsla, Borgarfjarðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla, Rangár- vallasýsla og Árnessýsla. Hópurinn bendir á að innan allra flokkanna eru undantekningar frá megin skiptingunni. Að lokum er í skýrslunni fjallað um bráðar úrbætur sem gera þarf í þessari búgrein. Par má nefna að laga birgðastöðu kindakjöts þannig að ekki þurfi að selja ársgamalt og eldra kjöt við hliðina á nýju kjöti. Einnig að kaupa eða hafa skipti á fullvirðisrétti til sauðfjárframleiðslu á svæðum í 2 og 3 flokki, en auka hann á svæðum í 1. flokki sem þá léti af hendi fullvirðisrétt til mjólkurframleiðslu. í þriðja lagi að gera rosknum bændum kleift að fara á eftirlaun fyrr en ella og draga úr eða láta jafnframt af sauðfjárrækt. Þá yrði Jarða- sjóður ríkisins efldur til að kaupa jarðir sem eigendur vildu selja en eru óhentugar til búsetu eða seljast ekki á frjálsum markaði. Þá verði stuðlað að því að litlar jarðir sem falla úr ábúð sameinist öðrum jörðum. Svo sem vænta má er hér aðeins stiklað á stóru í álitsgerðinni en hún er yfir 40 blaðsíður auk taflna. Telja verður mikinn feng að því að þetta verk hefur verið unnið, það mun auð- velda ákvarðanatökur um málefni sauðfjár- ræktarinnar á komandi árum. M.E. 616 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.