Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 14
Mynd 5. Plógur Ræklunarsambands Mýramanna. Ljósm. Grélar lngimundarson. öruggum og góðum halla og liggja á 1—1,2 m dýpi. Bil milli ræsa er oft haft 6—12 m, en það fer þó mikið eftir aðstæðum og ástandi jarðvegs. Við góðar jarðvegsaðstæður endast plógræsin árum og jafnvel áratugum saman. Má víða finna ræsi óskemmd og í fullu gagni, sem lögð voru á árunum fyrir og um 1970. Afköst við plógræsingu er mjög háð aðstæðum, en jafnvel þar sem tafir verða miklar, er þessi aðferð ásamt kílræslu ein fljótvirkasta og um leið ódýrasta lokræsluaðferðin sem völ er á. Aðalvandinn við aðferðina er að nota plógræsin eingöngu við réttar jarðvegsað- stæður. Samkvæmt gömlum vinnumælingum má reikna með afköstum á bilinu 1,1 — 1,7 km/ klst af ræsum án tilfallandi tafa. Lengd ræsa, hversu samfellt landið er og önnur aðstað, ræður mjög miklu um afköst. Líklegt má telja að nýrri gerðir plóga geti skilað meiri afköstum en hér hefur verið nefnt. Það vandamál fylgir bæði kíl- og plógræsum (reyndar öllum gerð- um lokræsa), að ryðútfellingar (mýrarrauði) vilja setjast til í ræs- unum og sífla þau. Ef mikil brögð eru að því er stundum brugðið á það ráð að plægja nýtt ræsi sam- hliða því gamla, eins nálægt og hægt er. Ekki er hægt að skola út úr kíl- og plógræsum með dælu- búnaði, eins og hægt er að gera ef notuð eru varanleg pípuræsi. Þar sem ryðútfellingar safnast oftast fyrst fyrir næst affalli, er auðveld- ara að hreinsa það út ef ógötuðu röri er stungið í enda ræsisins í upphafi eins og fyrr segir. Samkvæmt nýjum jarðræktar- lögum er veitt ríkisframlag á plóg- ræsi sem nemur 70% af kostnaði, þó að hámarki á 600 km á ári á öllu landinu. færir hann til hliðar undir jarð- veginn sem lyft var. Eftir stendur svo ferstrent ræsi. Þar sem leggja á plógræsi verð- ur jarðvegurinn að vera seigur, þ.e. ekki of mikið rotnaður, helst ekki mikið meira en hálfrotnaður. Ekki þýðir að leggja ræsin í gegn- um sendna bletti eða þar sem jarðvegurinn er af öðrum ástæð- um laus í sér. Þá þarf jarðvegurinn að vera minnst 1,5—2ja m djúpur. Vegna þess að aðalplógurinn lyftir jarðveginum upp verður yfirborð landsins ójafnt þar sem plægt er. í túnum verður því að gera ráð fyrir að endurvinna það land sem plóg- ræst er. Þar sem ræsin koma út í skurð eða affall ætti alltaf að setja ógatað plaströr í enda þeirra, því að mest hætta er á að ræsin gefi sig í lausum skurðbökkum, þar sem frosthreyfing, umferð búfjár o.fl. veldur því að þau falla fyrst saman. Plógræsin þurfa að vera með Mynd 4. Plógur Pálma Jónssonar. Ljósm. Árni Snœbjörnsson. 662 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.