Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 23
Möguleikarnir eru því margvís- legir. Við vinnu með gastæki ber að gæta réttrar spíssastærðar, still- ingar logans og svo númer eitt að gæta varúðar vegna eldhættu. Það síðastnefnda á að sjálfsögðu einnig við um rafsuðu. Varðandi meðferð kúta er það fyrst að muna að nálægt súrkút í notkun komi ekki feiti eða olía, vegna sprengihættu. Þá má súr- kútur ekki geymast nálægt mikl- um hita vegna þenslu súrefnisins. Gaskútur á að standa upp á endann við notkun vegna vökva (aceton) sem í honum er til bind- eftir búrekstrinum. Þó má reikna með að í flestum tilfellum borgi rafsuða sig fljótlega. Það sem helst hefur háð rafsuðueign bænda er að rafsuðu- tækin eru of lítil, meðferð og geymsla vélar og rafsuðuteina, svo og val á teinum. Þessum samhang- andi þáttum er vart hægt að gera viðunandi skil í stuttu máli. Þó skal á það minnst að gott er að útbúa góða yfirbreiðslu fyrir vé- lina og einnig að taka af henni kápuna a.m.k. einu sinni á ári til að blása eða bursta út ryk. Aðal áhersluna verður þó að leggja á geymslu rafsuðuteinanna. Ef raki kemst í hulu teinana verða þeir ónothæfir nema með sérstakri hi- tameðferð, sem fáir standa í. Sem sagt umhirðan í hávegum. „Gastæki". Notkun gastækja á bændabýlum er ekki eins almenn og pinnsuðan. Þó eru þau komin nokkuð víða enda afar hagkvæm og notagildi mikið. Sama gildir þó um gastæki eins og rafsuðu, það verður að kunna að fara með þau og hirða vel. Þar er aðallega um þrenns kon- ar notkunarsvið að ræða: Suða, (járn og aðrir málmar), skurður og svo ýmsar hitameðferðir. Rafsudutœki til vinstri og logsuðulœki til hœgri í vélasal Bændaskólans á Hvanneyri. Úr vélakennslusal Bœndaskólans á Hvanneyri. ingar. Þá er skylt að hafa þar til gerð aðvörunarmerki á dyrum eða í gluggum þar sem gastæki eru geymd. Lokaorð. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru og því margt ósagt um þá þætti er fjallað hefur verið um. Bændur skulu minntir á þá stað- reynd að með framangreinda hluti, eins og allt annað, þarf vel að fara ef vel á að vera. Viðhald og viðgerðir þurfa að vera stór þáttur í búskapnum. Þess vegna hafa bændaskólarnir lagt mikla áherslu á þennan þátt í búnaðarnámninu allt frá dögum Torfa í Ólafsdal. í nútíma auglýsingaflóði verður mörgum á að láta blekkjast af misvitrum sölu- og verslunar- mönnum, sem hafa mismikla þekkingu og reynslu á þeim hlutum, sem þeir eru að selja. Þess vegna væri ekki úr vegi að bændasamtökin leiðbeindu um uppbyggingu framangreindra tækja eins og á ýmsum öðrum sviðum er lúta að landbúnaði. Sá sem þetta ritar hefur tals- verða reynslu og þekkingu á þess- um málum og mundi fúslega veita upplýsingar ef til hans yrði leitað. Þegar upp er staðið er það samt sjálfur bóndinn, sem ræður því hvernig til tekst í þessu sem öðru á býli hans. Freyr 671

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.