Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 29
frá 10. júlí sl. um breytingu á reglugerð 129/1987 frá 30. mars sl. um innheimtu fóðurgjalda. Samkvæmt hinni nýju reglugerð skal sérstakt grunngjald vera kr. 4,00 á hvert kg gjaldskyldrar vöru skv. bráðabirgðalögum, sem nýja ríkisstjómin setti, til viðbótar eldra grunngjaldi. Greiðsla fyrir sauðfjárafurðir umfram fullvirðisrétt. Borist hafði ályktun frá Félagi sauðfjárbænda í Skagafirði þar sem skorað er á Framleiðsluráð og Stéttarsamband bænda að vinna að því að bændur fái einhverja greiðslu fyrir fyrirsjáanlega um- framframleiðslu sauðfjárafurða haustið 1987. Bent er á að ásetn- ingi sauðfjár hafi verið lokið haustið 1986 þegar bændum bár- ust útreikningar um fullvirðisrétt verðlagsárið 1987/88. Einnig er bent á að koma þurfi í veg fyrir hugsanlega sölu dilkakjöts utan hefðbundins sölukerfis landbún- aðarins. Af þessu tilefni samþykkti Framleiðsluráð eftirfarandi ályktun: „Með hliðsjón af því hve fullvirðisréttur í sauðfjárfram- leiðslu verðlagsárið 1987/88 lá seint fyrir, lýsir Framleiðsluráð þeirri skoðun sinni að gefa þurfi bændum kost á fækkunarsamning- um á sauðfé nú í haust og jafn- framt verði leitað allra leiða til þess að unnt verði að greiða fram- leiðendum eitthvert verð fyrir kindakjöt sem kann að berast til sláturhúsa nú í haust og er umfram fullvirðisrétt viðkomandi fram- leiðanda. Með því væri mönnum auðveld- uð aðlögun að nauðsynlegri fram- leiðslustjórnun. Framleiðsluráð samþykkir að leita eftir viðræðum við landbún- aðarráðherra um þetta mál.“ Tillaga að reglugerð um stjóm sauðfjárframleiðslunnar verðlagsárið 1982/88. Borist hafði bréf frá landbúnaðar- ráðuneytinu með ósk um tillögur að reglugerð um stjórn sauðfjár- framleiðslunnar verðlagsárið 1988/89. Samþykkt var að koma á fót vinnuhóp í því skyni og voru í hann valdir Magnús Sigurðsson, Gilsbakka; Þórarinn Þorvaldsson, Póroddsstöðum og Fíermann Sig- urjónsson, Raftholti. Einnig var Gunnari Guðbjartssyni og Jóni Viðari Jónmundssyni falið að vinna með hópnum. Verð á dilkakjöti fyrstu tvær vikur september. Haustið 1986 var greitt álag á dilkakjöt af fé sem slátrað var í tveimur fyrstu vikum september. Fyrirspurnir hafa borist Fram- leiðsluráði hvort það verði einnig gert í ár. Að því tilefni samþykkti Framleiðsluráð eftirfarandi ályktun: „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins fer þess á leit við landbúnaðar- ráðherra að hann heimiii að nota hluta af sérstöku fóðurgjaldi sauðfjárræktarinnar til að greiða álag á verð kjöts, sem kemur í sláturhús fyrstu tvær vikur sept- embermánaðar. Álagið verði eins og á sl. ári allt að 8% fyrri vikuna en allt að 4% síðari vikuna. Pessi tillaga er gerð á trausti þess að hún örvi menn til að lengja sláturtíma og einnig til að minnka hættu á að mikið kjöt fari í O—flokk í haust.“ Minningarfundur um dr. Halldór Pálsson. Dagana 18. og 19. ágúst sl. var efnt til minningafundar um dr. Halldór Pálsson búnaðarmála- stjóra. Borist hafði beiðni frá að- standendum fundarins um fjár- framlag vegna hans en efni fund- arins fjallaði um hagkvæmni við dilkakjötsframleiðslu og skylda þætti. Auglýsing Til mjólkurframleiöenda Umsóknarfrestur um aukinn fullvirðisrétt í mjólk á verð- lagsárinu 1987/1988, skv. 13. og 14. grein reglugerðar nr. 291/1987 er til 20. sept. nk. Umsóknir skulu sendar stjórn búnaðarsambands á hverju búmarkssvæði. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Auglýsing til framleiðenda kindakjöts Bændur! Athygli er vakin á því að ærgildi kjöts í fullvirðisrétti er 18,2 kg hvort sem kjötið er af dilkum eða fullorðnu fé. Fullvirðisrétturinn nýtist því best með því að leggja inn dilkakjöt í bestu gæðaflokkunum. Minna fer í O-flokk sé slátrað snemma hausts. Framleiðsluráð landbúnaðarins Freyr 672

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.