Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 36
Úr Auðkúlurétt í Svinadal i Austur-Húnavatnssýslu. (Ljóstn. Jónas Jónsson).
fyrir suma markaverðina að vinna
að útrýmingu sammerkinga. Hér
er oft um viðkvæm mál að ræða,
markeigendur eru oft og tíðu ófús-
ir að breyta um mark, líta á þau
sem eign, og ætla má að slíkar
breytingar taki töluverðan tíma. í
afréttalögunum er tilgreint að
erfðamark gangi fyrir gjafamarki,
gjafamark fyrir kaupamarki og
kaupamark fyrir gerðarmarki. Að
örðu jöfnu ræður aldur marksins,
þ.e.a.s. fara verður eftir því
hversu lengi mörkin hafa verið í
markaskrám viðkomandi um-
dæma. Þannig þurfa markaverðir
að aldursgreina sammerkingar til
að leysa úr ágreiningi, en verði
þeir ekki sammála skal vísa mál-
inu til markanefndar er sker úr.
Markanefnd.
Markanefndin er skipuð þrem
mönnum, einum frá Búnaðarfé-
lagi íslands, öðrum frá sauðfjár-
veikivörnum og þeim þriðja frá
landbúnaðarráðuneytinu og er
hann formaður. Núverandi for-
maður markanefndar er Jón
Höskuldsson deildarstjóri í Land-
búnaðarráðuneytinu. Um nefnd-
ina eru fáein ákvæði í 11. grein
reglugerðarinnar.
Eins og áður var vikið að, var sú
nýbreytni tekin upp að birta með
reglugerð um mörk og marka-
skrár, reglur um litarmerkingu
búfjár sem viðauka í fyrsta lagi er
skrá yfir öll varnarsvæðin, tak-
mörkun svæðanna er lýst, þ.e.a.s.
varnarlínunum sjálfum, og til-
greindur sá litur sem skylt er að
nota. í örðu lagi eru litirnir sjálfir
sýndir á korti líkt og verið hefur í
markaskrám á seinni árum. Þrjú
ný varnarhólf koma nú til sög-
unnar með fjólubláan lit.
í fyrsta lagi er það Rauðasands-
hólf í Vestur-Barðastrandarsýslu
sem afmarkast af Rauðasandslínu
úr Stálfjalli um Skarðabrúnir í
Ósafjörð. í öðru lagi er Vatnsnes-
hólf í Vestur- Húnavatnssýslu sem
afmarkast af Vatnsneslínu úr Mið-
fjarðarvatni í Síðukrók við Víði-
dalsá, og af Miðfjarðarlínu úr
Miðfjarðarvatni í Miðfjörð. í
þriðja lagi er Skaftártunguhólf í
Vestur-Skaftafellssýslu með fjólu-
bláan lit, en það afmarkast af
Eldhraunslínu úr Skaftá austan
Eldvatns í landgræðslugirðingu
sunnan þjóðvegar í Kúðfljót ná-
lægt mörkum Leiðallahrepps og
Skaftártunguhrepps. Hinu megin
afmarkast hólfið af Hóimsárlínu,
Hólmsá og Kúðafljóti. Eitt nýtt
hólf bætist við með hvítan lit, en
það er Arnarfjarðarhólf í Vestur-
Barðarstrandarsýslu sem afmark-
ast af Suðurfjarðalínu úr Rauða-
sandslínu á Kleifaheiði í Trostans-
fjörð.
Ég tel ástæðu til í víkja nánar að
litarmerkingum sem Sauðfjár-
veikivarnir hafa beitt sér fyrir um
all langt skeið.
Fjölmargir bændur, sums staðar
allir á stórum svæðum, hafa lituð
plötumerki í öllu fé, lömbum jafnt
sem fullorðnu, í samræmi við gild-
andi reglur. Enn aðrir nota plötu-
merki sem ekki uppfylla skilyrði
um litarmerkingar og allt of marg-
ir bændur láta eyrnamerkið eitt
nægja og nota aldrei plötumerki.
Einnig er furðu algengt að hyrnd
fé sé ekki brennimerkt, jafnvel
þótt brennijárnin séu til á bænum.
Því er ljóst að í mörgum tilvikum
mætti vanda betur til auðkenning-
ar á fénu. Þeir sem nota iituðu
plötumerki stuðla ntjög að örugg-
ari og betri fjárskilum. Vissulega
tapast alltaf úr eitthvað af merkj-
um, áletrun verður ógreinileg með
tímanum og fleiri vankantar geta
komið fram, en ég tel kostina það
mikla að hiklaust beri að mæla
með almennri notkun merkjanna,
helst í allt fé í landinu. Þetta á ekki
síst við þegar fé og fjárbændum fer
fækkandi. Við baráttu gegn
skæðum sauðfjársjúkdómum á
borð við riðuveiki er eðlilegt að
herða kröfur til betri merkinga á
fénu. Á síðastliðnu hausti var
slátrað samtals á 6. hundrað
óskilafjár á vegum upprekstrarfé-
laga og hreppsnefnda í landinu.
Þótt hluti þess fjár séu ómerkingar
og fé sem farið hefur á milli varn-
arhólfa er fullvíst að fækka má
óskilafénaði verulega með plötu-
merkingum. Greinileg brenni-
merking stendur alltaf fyrir sínu
og gott handbragð við mörkun
lamba bera að hafa í hávegum
eftir sem áður.
684 Freyr