Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 38

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 38
Frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins Tilraunastööin á Mööruvöllum Saga stöðvar í hnotskurn. Tilraunastöð fyrir landbúnað hefur nú verið á Möðruvöllum í Hörgárdal síðan 1974. Aður var stöðin í suðurjaðri Akureyrar í Gróðrarstöðinni sem svo var kölluð og með allnokkrum túnum uppi á brekkunum. Nýtt tilraunafjós Tilraunastöðvarinnar á MöðruvöUum. (Ljósm. M.E.). Á þeim stað höfðu verið gerðar tilraunir í landbúnaði frá 1903 þegar Ræktunarfélag Norðurlands var stofnað og einnig lengst af nokkrar rannsóknir í garðrækt og skógrækt. Hús og jarðir voru eign Ræktunarfélags Norðurlands og öll starfsemi var um langan aldur á vegum þess félags. Með lögum um rannsóknir í landbúnaði frá 1940 var gert ráð fyrir því að ríkið tæki við rekstri bús og tilrauna í Gróðararstöð- inni. Gerðist það um áramót 1946—1947. Árið 1963 keypti ríki allar eigur Ræktunarfélagsins og eins og áður sagði fluttist tilraunastöðin í Möðruvelli 1974. Á árunum 1947—1965 meðan eldri lög um rannsóknir í landbún- aði voru í gildi voru tilraunastöðv- arnar nokkuð sjálfstæðar einingar undir faglegri yfirstjórn tilrauna- ráða. Með setningu nýrra laga 1965 um rannsóknir í þágu at- vinnuveganna og tilurð Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins voru tilraunastöðvarnar felldar undir þá stofnun. Við ýmsan vanda var að stríða í rekstri til- raunastöðvanna næstu árin. Upp úr 1980 var reynt að ráða bót á honum með því að breyta rekstr- arformi stöðvanna í þá veru að heimamenn á hverjum stað tækju þátt á þessum rekstri að nokkru. Fyrsti samningur sem gerður var um þetta nýja form var raunar gerður milli RALA og Búnaðar- sambands Suðurlands um rekstur Tilraunastöðvar á Stóra-Ármóti. Síðar hafa svo verið gerðir hlið- stæðir samningar milli RALA og Ræktunarfélags Norðurlands um rekstur Tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum og á milli RALA og Búnaðarsambands Ausurlands um rekstur Tilraunastöðvarinnar á Skriðuklaustri. Samningur RALA og Ræktun- arfélagsins um rekstur Möðruvalla var undirritaður 23. nóvember 1982 og skyldi koma til fram- kvæmda við þau áramót er í hönd fóru. í samningnum er gert ráð fyrir að rekstur bús sé á ábyrgð Ræktunarfélagsins en tilraunir á vegum RALA. Starfsemin er þó öll færð undir eina stjórn — Staðarstjórn Möðruvalla — sem ræður sér tilraunastjóra til dag- legrar umsjónar. Þegar samningar voru gerðir 1982 var enginn tilraunastjóri á Möðruvöllum. Tók höfundur þessa pistils við þeim starfa á vordögum 1983.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.