Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 24

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 24
RER RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS Um einkarafstöðvar og vararafstöðvar Einkarafstöðvar Pegar rafvæðing hófst fyrir alvöru frá almenningsrafveitum í dreif- býli fækkaði einkarafstöðvum verulega. Nú hefur þróunin snúist við. Undanfarin ár hafa bændur í vaxandi mæli byggt heimilisraf- stöðvar fyrir vatnsafl, sem notaðar eru fyrst og fremst til húshitunar og súgþurrkunar, auk raforku frá héraðsveitu. Nokkur brögð eru að því að bændur gangi ekki eftir því að rafverktakar tilkynni stöðvarnar til úttektar, en slík úttekt stuðlar að auknu öryggi. Vararafstöðvar Við uppsetningu diesel-vararaf- stöðva er ástæða til að minna á eftirfarandi: 1. Sækja þar um heimild til hlut- aðeigandi rafveitu fyrir teng- ingu stöðvarinnar. 2. Velja þarf stöðinni stað í það mikilli fjarlægð frá öðrum mannvirkjum, að eldur frá henni geti ekki náð til þeirra. 3. Aðeins löggiltir rafverktakar mega tengja slíkar stöðvar og leggja frá þeim raflagnir. 4. Eiganda ber að ganga eftir því að rafverktaki tilkynni stöðina til hlutaðeigandi rafveitu. í sambandi við dieselstöðvar er mikilvægt að viðhafa þrifnað og snyrtimennsku í sjálfu stöðvar- rýminu, forðast að geyma þar brennanleg efni eða opin olíuíiát. Sérstakar gætur þarf að hafa á útblástursrörinu, því að brunnið rör getur valdið eldsvoða. Við uppsetningu þarf að gæta þess að 672 Freyr Þessi vandaba rafstöð undir Eyjafjöllum hefur nú lokið hlutverki sínu eftir áratuga notkun. (Ljósm. Guðbjarlur Gunnarsson). Gamla rafstöðin í Vík í Mýrdal var reist af miklum stórhug undir handleiðslu brautryðjenda rafvœðingar í landinu. (Ljósm. Guðbjartur Gunnarsson). rörið liggi ekki of nærri trévegg eða öðru eldfimu efni. Öxulnaf fyrir sveifargangsetningu vélarinn- ar getur verið hættulegt, sé það óvarið. Ef rafgeymar eru notaðir við gangsetningu þarf að hafa hlífar sem varna því að málmhlutir geti fallið á það og valdið skammhlaupi. Þegar straumrof hefur orðið í rafveitukerfinu hefur það gerst, að bændur hafa tengt varastöðvar sínar inn á húsveitu- kerfið, án þess að skiptirofi fyrir slíka tengingu væri fyrir hendi. Slíkt er að sjálfsögðu stórhættu- legt og gæti hæglega valdið ban- vænu raflosti hjá viðgerðar- mönnum, sem væru að vinna við hina biluðu línu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.