Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 11
Kelduhverfi slendur fyrir opnu hafi. Sunnanvið íbúðarhúsið í Kílakoti vex reyniviður í skjóli við norðanáttina. í Skúlagarði í Kelduhverft er þetta minnismerki um Skúla Magnússon land- fógeta. Hann er fœddur í Keldunesi og sagan segir að örn hafi sest á bœjarburst- ina þegar hann fœddist. áramótin 1975—’76, þegar stóri skjálftinn varð á Kópaskeri og skjálftar hér vikum saman. Pá varð mikið landsig hér í miðri sveitinni í kringum svokallaða Keldunesbæi. Þar myndaðist stórt stöðuvatn, grunnt að vísu, þar sem áður var sandur og melgróður. Þetta vatn er þar enn og er meira að segja orðið veiðivatn. Hafa umbrotin spillt landi í sveitinni ? Já, á meðan á járðskjalftunum stóð þá rifnaði landið mjög mikið í svokölluðum Gjástykki og spildu sem gengur þaðan norður til sjáv- ar og þá opnuðust margar nýjar gjár. Petta var að vísu sundur- sprungið land áður og mikið af gjám, en mikið bættist við þær. Svo er annar hlutu að gerast hér sem við heimamenn setjum í sam- band við jarðhræringarnar, en mér er sagt að starfsmenn Orku- stofnunar vilji lítið hlusta á. Pað virðist vera um að ræða gífurlega mikið landris hér í vestanverðri sveitinni. Við erum hér á bakka Víkingavatns og það er nú með u.þ.b. 70—80 cm lægra vatnsborð heldur en eðlilegt getur talist og hefur aldrei í minni elstu manna orðið eins grunnt og í ár. Sama er að gerast um lónin hjá Lóni og þau eru opin til sjávar. Sumir segjast líka sjá mikinn mun á skerjum hér vestur af Tjörnesi, hvað þau standa hærra upp úr sjó en áður. Þannig að við virðumst vera mjög á uppleið. M.E. Búrekstrarkönnun. Frh. af bls. 655. nefna æðarækt en nærri lætur að 40% af dúntekju á landinu sé á þessu svæði. Selveiði var umtalsverð hlunnindi við Breiðafjörð meðan hún gaf tekjur og getur orðið það aftur ef verð á selskinnum hækkar. Ferðamanna- þjónusta er nokkur og mun eflast með til- komu nýrrar ferju á Breiðafirði á næsta ári. Sjávarnytjar hafa fylgt bújörðum víða á þessu svæði um langan aldur og er nú hugað að þeim í vaxandi mæli á svæðinu. Skýrsla sú sem hér liggur fyrir er liður í heildarúttekt á búrekstraraðstöðu á öllu landinu en í bókum I með magnsamningi landbúnaðarráðherra og Stéttarsambands bænda fyrir árin 1988—1992, frá 20. mars 1987, er stefnt að því að slík heildarúttekt verði gerð. Búrekstrarkönnun sem þessi er ekki síst mikilvæg fyrir svæði þar sem búskapur er í varnarstöðu svo sem segja má að víða gildi á svæði Búnaðarsambands Vestfjarða. ítarleg vitneskja um stöðu mála er skilyrði fyrir því að skynsamlegar ákvarðanir verði teknar um æskilega þróun búskapar á Vestfjörðum. M.E. Freyr 659

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.