Freyr - 01.09.1987, Page 10
Prjár kynslóðir í Vogum, frá vinstri: Þórarinn Þórarinsson, Þórarinn Þórarinsson og
Þórarinn Már Þórarinsson.
Hvemig kemur þetta við afrétti
og beitarþol þeirra hér um
slóðir?
Hér eru í sjálfu sér ekki miklir
afréttir. Það eru tveggja daga
göngur í hluta sveitarinnar suður
með Jökulsánni, en að mestu leyti
er hér allt gengið á einum degi.
Það er ekki um ofbeit að ræða í
heiðarlöndum okkar og hefur ekki
verið. Að vísu er svokallaður
Þeystareykjaafréttur, sem liggur
að landi Keldhverfinga að sunnan
og er afréttur Aðaldæla, ofbeittur
að mati Landgreiðslunnar undan-
farin ár. Með samdrætti í sauðfjár-
búskap þá léttir á þessu landi því
að þarna er frjáls samgangur á
milli.
Var farið að fækka fólki hér í
sveit áður en riðuveikin kom til
sögunnar?
Já, það hefur fækkað mjög fólki
hér og til að nefna grófar tölur
hefur fækkað hér um 100 manns á
sl. 30 árum, úr u.þ.b. 250 í 150
íbúa. Samdrátturinn var þannig
áður en til niðurskurðar kom,
enda búið að þrengja verulega að
okkur í sambandi við full-
virðisréttinn.
Hér um slóðir tóku menn al-
mennt mikið tillit til áskorana yfir-
valda um samdrátt í búvörufram-
leiðslu upp úr 1980 en fengu það
svo á sig að fullvirðisréttur til
sauðfjárframleiðslu var ákveðinn
eftir framleiðslu undanfarinna
harðindaára án tillits til búmarks.
Þú nefndir að rosknir bændur
muni ekki allir taka fé aftur en
verður þú var við að ungt fólk
og fólk á góðum aldri leiti burt
úr sveitinni við þessar
aðstæður?
Það er hvort tveggja, en hins veg-
ar hafa kynslóðaskipti hér verið
vandamál og jarðir farið í eyði
þegar að þeim hefur komið.
Hvemig er uppbygging
jarðanna á vegi stödd ?
Það er mismunandi en núna
stendur víða auð góð aðstaða á
mörgum bæjum til að hefja fjár-
búskap aftur.
Hér í sveit eru ein sérstæðustu
náttútufyrirbæri landsins þar
sem eru Ásbyrgi, Hólmatungur
o.fl. Hefur það gefið tilefni til
ferðamannaþjónustu ?
Já, Kaupfélag Norður-Þingeyinga
hefur komið upp verslun í Asbyrgi
sem bæði þjónar ferðamönnum og
íbúnum í nágrenningu. Ferðaþjón-
usta meðal bænda í sveitinni er
líka vaxandi.
Það hefur í allmörg ár verið
rekin fyrirgreiðsla við ferðamenn í
Skúlagarði, gisting, svefnpoka-
pláss og minniháttar veitingasala.
Sl. sumar var svo boðið til leigu
íbúðarhúsið í Lyngási en búskapur
hefur þar verið lagður niður. Eftir
því sem ég best veit hefur verið
fullbókað þar í sumar. Bóndinn á
Hóli, Tryggvi Isaksson, keypti
Lyngás og leigir húsið út og sonur
hans rekur hestaleigu á Hóli nú
þriðja sumarið í röð og gengur
dável.
Kelduhverfí var mjög í fréttum í
sambandi við Kröfluelda fyrir
nokkrum árum. Hafa varanleg
ummerki orðið af þeirra
völdum?
Já, það má segja að hér hafi gerst
miklir hlutir í sambandi við jarð-
skjálftana og gosið um og eftir
Ásbyrgi, ein af mestu náttúruperlum hér
á landi, er í Kelduhverfi.
658 Freyr