Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 28

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 28
Á fundi Frcimleiðsluráðs landbúnaðarins 11. ágúst sl. gerðist m.a. þetta, Mjólkurframleiðsla verðlagsárið 1987/88. Kynntir voru útreikningar á rétti hvers búmarkssvæðis til mjólkur- framleiðslu, sjá meðfylgjandi töflu. Þar kemur franr hvaða bún- aðarsambönd hafa nýtt sér heim- ild í 13. grein reglugerðar nr. 291/ 1987 um búmark og fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur verðlagsár- ið 1987/88 til að halda eftir ííluta af fullvirðisrétti á svæði sínu til sérstakrar ráðstöfunar samkvæmt 14. grein reglugerðarinnar. Lokið er við að senda tilkynn- ingu til bænda um fullvirðisrétt þeirra. A svæðum þar sem búnað- arsambönd úthluta ekki fullvirðis- rétti er úthlutunin endanleg en á öðrum svæðum geta komið við- bætur. Umsóknir um þær viðbæt- ur skulu sendar viðkomandi bún- aðarsambandi. Samningur Framleiðsluráðs og Landssamtaka sláturleyfishafa. Enn er ekki lokið samningsgerð Framleiðsluráðs og Samtaka slát- urleyfishafa um verkaskiptingu sláturleyfishafa fyrir verðlagsárið 1987/88, samanber ákvæði 51. greinar búvörulaganna, nr. 46/ 1985 og hins vegar um vinnureglur vegna slátrunar sauðfjár, stór- gripa og svína. Einkum er ágreiningur um hverning á að fara með kjöt um- fram fullvirðisrétt, sem og hve mikið kjöt hver framleiðandi má taka heim af innleggi sínu. Þá er ágreiningur um þann kostnað sem kynni að verða umfram það sem fæst fyrir útflutt kjöt, þ.e. ef út- flutningsverð greiðir ekki að fullu sláturkostnað og annan kostnað við kjötið. Lögð var áhersla á að ljúka þessari samningagerð fyrir ágúst- lok. Mjólkurframleiðsla á svæðum Ms. í Neskaupstað og Ms. á Djúpavogi. Komið er í ljós að bændur á svæð- um mjólkursamlaganna í Nes- kaupstað og á Djúpavogi voru að meðaltali komnir verulega yfir fullvirðisrétt sinn til mjólkurfram- leiðslu á verðlagsárinu í júlílok sl. Á þessum svæðum hefur sauðfé á nokkrum bæjum verið skorið niður vegna riðuveiki og telja bændur þar sig þurfa á auknum mjólkurframleiðslurétti að halda. Gunnar Guðbjartsson heimsótti bæi í Norðfjarðarsveit sl. vor og nokkru síðar heimsótti Jón Viðar Jónmundsson bæi á svæði mjólk- urbúsins á Djúpavogi. í framhaldi af því lagði Framleiðsluráð til að fullvirðisréttur í Norðfjarðarsveit og á Djúpavogssvæðinu yrði aukinn nokkuð til að mæta vanda bænda þar. Enn hefur ekki fengist endanleg afgreiðsla á því en leitað hafði verið til Framleiðnisjóðs um fjárhagsfyrirgreiðslu í því skyni. Ákveðið var að mælast til þess við Framleiðnisjóð að svör hans fáist fyrir ágústlok. Hækkun á grunngjaldi af kjamfóðri. Kynnt var reglugerð nr. 315/1987 Fullvirðisréttur einstakra búmarkssvæða til mjólkurframleiðslu verðlagsárið 1987/88. Svæði nr.: Til ráðstöfunar búnaðarsambanda 1. Gullbringu- og Kjósarsýsla 1.719.069 22.623 Itr. 2. Borgarfj. s. Skarðsheiðar 2.432.383 3. Borgarfj. o. Skarðsheiðar 3.113.374 4. Mýrasýsla 4.150.488 5. Snæfellsnes 3.255.627 33.121 ltr. 6. Dalasýsla 1.689.332 39.905 ltr. 7. A-Barðastrandarsýsla 511.463 13.322 ltr. 8. V-Barðastrandarsýsla 999.523 9. V-ísafjarðarsýsla 768.623 17.695 Itr. 10. N-ísafjarðarsýsla 701.379 15.653 ltr. 11. Strandasýsla 159.507 12. V-Húnavatnssýsla 2.461.580 97.036 13. A-Húnavatnssýsla 4.009.544 14. Skagafjörður 8.293.658 15. Eyjafjörður & Hálshreppur 20.554.397 16. S-hingeyjasýsla a. Fnjóskadals 6.266.148 66.586 Itr. 17. N-Þingeyjarsýsla 349.923 18. Vopnafjörður 652.561 14.525 ltr. 19. Hérað og Firðir 2.781.875 73.125 ltr. 20. Norðfjörður 566.652 21. Suðurfjarðarsvæði 493.847 26.008 ltr. 22. A-Skaftafellssýsla 1.627.478 37.972 ltr. 23. V-Skaftafellssýsla 3.534.889 24. Rangárvallasýsla 13.955.717 25. Árnessýsla 19.757.481 ísafjarðarsýslur, aukaúthlutun 193.482 193.482 Itr. 105.000.000 651.053 ltr. 676 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.