Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 31

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 31
Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur Mörk og markaskrár Eftirfarandi erindiflutti Ólafur R. Dýrmundsson í búnaðarþætti í útvarpinu hinn 1. júní sl. Freyr fór fram á að fá það til birtingar og varð höfundur góðfúslega við því. . Ólafur Dýrmundsson. Allt frá landnámstíð hafa eyrna- mörk verið notuð fyrir búfé hér á landi. Ætla má að mörkin hafi borist frá Noregi og ef til vill líka frá Bretlandseyjum, en vitað er að svipuð eða eins mörk eru til í Noregi og á Hjaltlandseyjum eins og hér á landi. Notkun eyrnamarka er í raun nátengd hinni fornu og hefðbund- nu nýtingu beitilanda þar sem sauðfé, og að nokkru leyti hross, frá mörgum eigendum, ganga saman að sumarlagi í víðáttumikl- um heimalöndum og afréttum. Þessir þættir í íslenskum búskap hafa lítið breyst í aldanna rás og ekki eru fyrirsjáanlegar breyting- ar. Nú er öll sauðfjár- og hrossa- mörk skráð í markaskrá sem eru endurskoðaðar öðru hvoru, síðast fyrir tæpum áratug. Erlendis er víðtæk notkun eyrnamarka á borð við það sem hér gerist ekki þekkt, enda hverr- ar fjárhjarðar gætt af fjárhirði eða hjarðirnar sundurgreindar með girðingum, oft á ræktuðu eða hálf- ræktuðu landi. Einföld mörk, t.d. bitar, eru eitthvað notuð. Sums staðar eru tölur og tákn tattóver- uð inn á eyra og brennimörk á horn eru eitthvað notuð erlendis. Algengast er þó að nota eingöngu plötumerki í eyru, úr plasti eða málmi. A seinni árum hefur frost- merking á hrossum og nautgripum rutt sér til rúms víða um lönd og gefst vel sé rétt að henni staðið. Hér á landi virðist frostmerking eiga mikla framtíð fyrir sér, ekki síst á hrossum. Eg hygg að varla sé annars staðar í heiminum að finna jafn ítarlegar reglur um mörk, merk- ingu búfjár og um skráningu marka og hér á landi. Hér er bæði um ákvæði í lögum og reglugerð- um að ræða. Ný reglugerð. Nú á vordögum þegar sauð- burði er víða lokið eða hann langt kominn og verið er að sleppa fénu út í græna haga og frelsi sumars- ins, er við hæfi að víkja nokkuð að þessum málum. Það er ekki síst vegna þess að um þessar mundir er landbúnaðarráðuneytið að gefa út nýja reglugerð um mörk, markaskrár og sammerkingar bú- fjár. Reglugerð þessi er nr. 224/ 1987 og er sett samkvæmt 9. kafla laganna um afréttarmálefni, fjall- skil og fleira, en á honum voru gerðar ýmsar breytingar árið 1985. I reglugerðinni eru ýmis nýmæli x1aRkaskrá J Á árinu 1988 verða gefnar út nýjar markaskrár um land allt og þá verða í fyrsta sinn samrœmd markaheiti um land allt og skrárnar samrœmdar. Freyr 679

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.