Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 20

Freyr - 01.09.1987, Blaðsíða 20
Vigtun minka í september gefur upplýsingar um skinnalengd Lausleg þýðing á grein eftir Niels Therkildsen tilraunastjóra á tilraunabúinu Syd. Greinin birtist í Dansk Pelsdyravl nr. 7 1987. Stærð minka má mæla á tvo vegu ; þyngd og lengd. Til viðbótar hin- um venjulegu skinnaeiginleikum, (gæðum, lit, hreinleika o.fl.) er lengd minkaskinna einnig mikil- væg við verðmyndunina. Þegar reynt er að bæta dýrastofninn með flokkun verður vitanlega að taka tillit til allra þátta sem hafa áhrif á verðið, bæði til lengri og skemmri tíma. Við stærðaflokkun á mink er gengið út frá því að dýr sem virð- ast stór/löng eða þung gefi stór skinn annað hvort beint eða í gegnum afkomendur. Hve mikið segir vigtun um raunverulega skinnalengd? Er hægt með því að vigta í september að fá nægilega öruggt mat á skinnalengdinni í nóvember/des- ember? Er vigtun við flokkun greinilega öruggari mælikvarði á skinna- lengd en vigtun í september? Sem mat á væntanlegri skinna- lengd (dýrsins eða afkomenda þess) er vigtun í september mun hentugri en á flokkunartímanum sökum þess hve lítill tími er til slíkra verka samhliða flokkuninni. Vitanlega er hægt að meta stærð- ina með sjónmati og velja síðan eftir því en í mörgum tilvikum er þægilegara að dreifa flokkunar- vinnunni yfir lengri tíma, t.d. með því að vigta snemma hausts. Eink- um er þægilegt að nota þunga sem stærðarmat þegar um er að ræða að velja dýrin eftir einni einkunn (kynbóta). Gert er ráð fyrir að samband sé milli skinnalengdar og þunga. Tilraun. Til þess að rannsaka framanskráð voru 20 Standardhögnar, 20 Standardlæður, 19 Pastelhögnar og 20 Pastellæður vegnir/vegnar snemma í september og einnig við förgun (nóv./des.). Þunginn var borinn saman við skinnalengdina. Dýrin voru í hefðbundnum tveggja raða húsum. Til aflífunar ,var notaður koltvísýringur. Skinnin voru þurrkuð í 4 sólar- hringa (högna) og 3 sólarhringar (læðu) við að meðaltali 18°C og loftraka u.þ.b. 52%. Sami maður skrapaði öll skinnin, eins var með þönun. Pastelnum var fargað 22.— 24. nóv. og Standardinum 7,des. 1986. Meðalfrávikið á þunga var meira hjá Pastel og sömuleiðis meðalfrávikið á stærð. Standard högnarnir voru að meðaltali um 120 g þyngri en pastelhögnarnir þó að skinna- lengdin væri nánast sú sama. Af þessum sökum er þungi við aflífun miðað við cm skinnalengd ekki sá sami hjá Standard og Pastel. Þessi mismunur getur verið vegna af- brigðamunar, fóðrunar eða er háður þunganum (holdafarinu). Hið síðastnefnda er líklegasta skýringin. Samband þunga og skinna- lengdar má finna með því að reikna út fylgnina á milli þessara Tafla 1. Septemberþungi og förgunarþungi auk skinnalengdar. Sept. þungi, g Förgunarþungi, g Skinnalengd Meöal- Meðal- Meðal- Meðal- Meðal- Meðal- tal frávik tal frávik tal frávik Standard högnar . 1851 151 2305 256 77.5 2.7 Standard læður .. 998 108 1079 115 62.8 2.9 Pastel högnar ... 1992 287 2181 342 77.2 5.4 Pastcl læður..... 1014 136 1192 167 64.2 4.3 Tafla 2. Lifandiþungi við förgun/cm skinna. Standard högnar ............ 2305/77,5 = 29,7 g minkur /cm skinn Standard læður .............. 1079/62,8 = 17,2 g minkur /cm skinn Pastel högnar............... 2181/77,2 = 28,3 g minkur /cm skinn Pastei læður ............... 1192/64.2 = 18,6 g minkur /cm skinn Tafla 3. Sambandið (fylgnin) milli september þunga, aflífunar- þunga og skinnalengdar. Samband (fylgni) milli sept. þ.: skinnalengdar aflíf. þ.: skinnalengdar Standard högnar .................... 0,47 0,79 Standard læður ..................... 0.86 0.87 Pastel högnar....................... 0.72 0,93 Pastel læður ....................... 0,87 0,91 668 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.