Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 7
Heimsókn forseta Alþjóðasambands bænda Heimsókn Glenn Flatens, forseta Alþjóða- sambands búvöruframleiðenda, IFAP, var ánægjulegur viðburður fyrir samtök íslenskra bænda og mun án efa styrkja tengsl þeirra við þessi fjölþjóðlegu samtök. í þessu sambandi skiptir miklu máli að núverandi formaður IFAP kemur úr menn- ingarsamfélagi sem er um margt líkt hinu íslenska og að hann er sjálfur bóndi í norð- lægu landi, Kanada, og á ættir að rekja til Norðurlanda. Gildi heimsókna sem þessara felst í auknum kynnum manna á milli, fræð- andi samtölum og því að skiptast á skoðunum og upplýsingum. Landssamtök bænda í aðildalöndum IFAP — en þau eru 51, mynda Alþjóðasamband bænda. Aðildarsamtökin leggja IFAP fé til starfsemi þess með árgjöldum og eru félagar í því á jafnréttisgrundvelli. IFAP er óháð stjórnmálum, litarhætti eða trúarbrögðum. Samtökin eru fulltrúi bænda á alþjóðavett- vangi. Hlutverk þess er þríþætt; að vera vettvangur þar sem forystumenn bænda á heimsbyggðinni geta hist og skipst á skoðun- um, að dreifa fræðslu og upplýsingum er varða félaga í IFAP og að vera fulltrúi og mál- svari bænda á alþjóðavettvangi, einkum gagnvart stjórnvöldum. Hér í blaðinu er á öðrum stað sagt frá því sem fram kom á blaðamannafundi með forseta IFAP. Á fundi sem Glenn Flaten átti með Fram- leiðsluráði landbúnaðarins 30. september sl. kom einnig margt athyglisvert fram, einkum um skipulag landbúnaðarmála í heimalandi hans, Kanada. í Kanada eru framleiðslukvót- ar á eggjum, kjúklingum, mjólk og á korni til útflutnings. Háar sektir eru við umframfram- leiðslu á mjólk. Ríkið ábyrgist verð á vinnslu- mjólk og útfluttu korni, en ekki öðrum kvóta- skyldum búvörum. Fulltrúar framleiðenda ákveða kvóta og framleiðendur bera ábyrgð á að framkvæma hann. Innflutningur er tak- markaður á allri búvöru sem líka er framleidd innanlands og dreift eftir innlendu stjórn- kerfi. Þessar takmarkanir á innflutningi eru í samræmi við 11. lagagrein GATT-tollabanda- lagsins. Búvörur sem eru háðar innflutnings- takmörkunum njóta styrkja eða niður- greiðslna í Kanada. Markaðsverð á korni er nú talsvert undir framleiðskukostnaði í flest- um löndum heims og verðið sem bændur í Kanada fá fyrir hveiti svarar til kostnaðar- verðs við ræktunina. Þá er ekkert eftir fyrir fjárfestingum, vaxtagreiðslum og öðrum út- gjöldum. Glenn Flaten sagði að kanadiskum bænd- um hefði tekist að mestu að halda kjúklinga- framleiðslu í höndum einstaklinga og hindra að fáein stórfyrirtæki sölsi hana undir sig eins og raunin hefði orðið í Bandaríkjunum. Þar hefur alifuglarækt færst á fáar hendur, en í Kanada er hámarksstærð á alifuglabúum, t.d. 40.000 fuglar í heimafylki Glenn Flatens. Sá er eldurinn heitastur er á sjálfum brenn- ur og sú skoðun er nú útbreidd hér á landi að landbúnaður í vanda sé séríslensk fyrirbæri og að þeir sem eru að kljást við vandann séu á villigötum. Þess er þá geta að á alþjóðavettvangi er álitið að Norðurlandabúar séu þjóða lengst komnir í að skipuleggja landbúnað sinn og í þeim hópi standi íslendingar framarlega um þessar mundir. Landbúnaður víða um heim, einkum í tæknivæddum ríkjum, á í erfiðleikum vegna offramleiðslu og mikillar uppsöfnunar bús- afurða. Tímaritið Newsweek fjallaði um þessa landbúnaðarkreppu í einu tölublaði síðastliðið sumar og verður hér drepið á fáein atriði þaðan. Freyr 895

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.