Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 21

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 21
Frá Syðri-Haga á Árskógsströnd. Gitta Ármannsdóttir sýnir gestum kanínurnar á bcenum. Hvemig er heilsufarið á kaninubúunum héma? Heilsufarið er yfirleitt nokkuð gott og það ætti að geta verið gott ef húspláss og aðbúnaður er góð- ur, því að það eru aðeins tveir smitsjúkdómar sem herja á kanín- ur hér á landi. Það er hníslasótt en hana má koma í veg fyrir ef dýrin eru í netbúri. Hitt er kanínukvef sem dýrin eru misnæm fyrir, eftir stofnum, og það á ekki að setja á dýr sem er hætt við kanínukvefi. Eins er það húsvistin og andrúms- loftið í húsinu sem ræður því hvort dýrin fá öndunarfærasjúkdóma. Þú hefur gert töluvert af því að heímsækja kanínubændur að undanfömu. Hvemig finnst þér staðan vera í búgreininni? Staðan í búgreininni er ákaflega misjöfn. Ég heimsótti marga sem voru að byrja sem höfðu ekki fengið miklar upplýsingar, höfðu ekki nógu góð búr né nógu góð hús. Jafnframt heimsótti ég marga sem hafa stundað þetta í nokkurn tíma og hafa náð mjög góðum tökum á þessu, komist upp á lag með að velja góð kynbótadýr og hafa alla hluti í góðu lagi. Sumir þessara ræktenda hafa stundað kanínurækt í 4—5 ár með öðrum búskap og það eru þónokkrir sem ætla að leggja niður annan bú- skap, sem þá er sauðfjárrækt, og telja sig hafa ekkert minna upp úr kanínurækt. Þetta fer allt eftir því hvernig tökum menn ná á bú- greininni og hún hentar alls ekki trössum. Hvað bjátaði einkum á hjá þeim sem lent hafa í erfiðleikum? Það var helst það að menn höfðu fjölgað dýrum of ört í staðinn fyrir að byrja með fá dýr og komast þannig upp á lag með verkin og öðlast reynslu. Jafnframt því sem dýrunum er fjölgað er nauðsyn- legt að vera alltaf á undan með að útbúa húspláss og búr. Margir hafa lent í tímahraki með að fjölga búrum og jafnvel með klipping- una. Hún tekur dálítinn tíma og það þarf þjálfun til að komast upp á lag með hana og flokkun á ullinni. Þarna er að mörgu að hyggja og fleira en hér hér hefur verið nefnt. Markaðsmálin? Um þessar mundir eru markaðs- málin á krossgötum. Það var keypt og sett upp verksmiðja á sl. ári sem Fínull hf. stendur að. Það félag er eign kanínubænda, Ala- foss hf. og fleiri aðila. Það flutti inn sérhæfðar vélar til að vinna úr Ullarráðstefna. Frh. afbls. 915. íslenskar ullarvörur. Allir sem ég talaði við í Berea könnuðust við íslenskar ullarvörur og vildu vita meira um íslenskan ullarbúskap. Eftir að hafa dvalist hér í Bandaríkjunum í eitt og hálft ár og kynnt mér hvað hér er að gerast í ullarmálum hef ég komist á þá skoðun að við íslendingar horfum fram á aukna samkeppni á þessu sviði á næstu árum. Mikil vakning virðist vera hér að spyrna fótum við erlendri samkeppni og kanínufiðu. Verksmiðjan er kom- in í gang og framleiðslan gengur vel og það virðast vera mjög góðar horfur í markaðsmálum. En það hefur staðið á afurðalánum til að borga ullina og vegna fjárfestinga við að koma verksmiðjunni upp hefur skort rekstrarfé. Hún mun þó byrja að taka á móti ull í október af þeim kanínubændum sem svöruðu bréfi frá Fínull frá 28. ágúst sl. Við skulum vona að bankar sjái sér fært að veita þess- ari búgrein afurðalán eins og öðrum búgreinum þannig að hún verði ekki drepin niður í fæðingu. eru menn hér að reyna að standast samkeppnina með því að fram- leiða jafngóðar vörur og þær sem fluttar eru inn, en selja þær lægra verði. Það er því augljóst að til að halda orðstír okkar sem fram- leiðendur úrvals ullarvarnings verðum við að rækta og hirða íslensku ullina af ítrustu vand- virkni og hirðusemi og varðveita þannig og halda við því áliti sem fólk hefur á íslenskum ullar- vörum. Freyr 909

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.