Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 29
 Þórarmn Lárusson. suðurþingeyskum bændum og auk þess verið notuð í tvö sumur hjá bændum í Vopnafirði. „Hingað til höfum við blandað heyið með 5% af sykri, 10% af fiskimjöli, auk steinefna, sagði Stefán. Ullaráfall. Frh. af bls. 911. ull. En hún er þeim mun betri til handspuna og listiðnaðar. En sú lítilsvirðing sem ullinni er sýnd gerir hana alveg óhæfa til sölu á þeim markaði sem hún félli best inn í. Mér finnst stundum að ís- lenska ullin sé eins og lax sem verið er að selja á markaði þar sem þorskur selst best. Þar er laxinum lítill gaumur gefinn og hann látinn liggja á árbakkanum þar til einhver nennir að senda hann á þorskmarkaðinn. Sem bet- ur fer eru ekki allir bændur trassar hvað ullina varðar. En þegar stór hluti, eða jafnvel meirihluti bænda, vanrækir ullina þá skaðar það alla heildina. Sérstaklega þeg- ar varan er eins sérstök og íslenska ullin er og þegar tiltölulega lítið er framleitt af henni (á heimsmæli- kvarða). Við vitum öll að nýsjálensk ull er notuð í íslenskum ullarverk- smiðjum. Hvers vegna? Getur það verið vegna þess að ullarfram- leiðendur fara ekki lengur vel með hráefnið? Nýsjálendingar Pétur á Hranastöðum sagðist hafa kögglað hey á búi sínu árlega undanfarin ár, stundum tvisvar á ári. Þórarinn Lárusson leggur áherslu á að með aukinni bygg- rækt, einkum á Suðurlandi og nú nýverið á Fljótsdalshéraði, vaxi möguleikar mjög á aukinni hlut- deild af heimafengnu kögglafóðri hjá bændum. J.J.D kunna að selja vöru sína og þeir vanda sig við það sem þeir fram- leiða. Engin þjóð hefur efni á að vera kærulaus um framleiðslu sína, samkeppnin í heiminum er hörð. Við hér í Kanada horfum upp á hillur fullar af nýsjálensku lambakjöti í búðunum. Pað eina sem heldur okkur gangandi er að við framleiðum betri vöru en Ný- sjálendingar. En ef við slökuðum á og leyfðum gæðunum að falla mundi lítið fara fyrir því sem við gætum selt af lambakjöti. Er ekki möguleiki á að það sama gæti gerst á íslandi? Ullin er vanrækt og nú er sú nýsjálenska komin í staðinn. Hvað verður næst? Kann- ski kjötið? Þegar hætt er að vanda sig við einn þáttinn er hætt við að aðrir fylgi á eftir. Látum hnífa hvassa stífa lét Matthías Skugga-Svein kveða. Meðfylgjandi teikning er til marks um að dönsk sláturhús — reyndar hin fyrstu í heiminum að því er Jyllandsposten hermir — áforma að koma sér upp vél- mennum til sláturstarfa. Menn hugsa sér einkum að nota þau til erfiðara verka eins og t.d. að lyfta svínaföllum, en þegar til lengri tíma er litið eiga vélmenni líka að vinna þau önnur verk sem erfiðust eru fyrir sláturhúsfólk. Nú er verið að smíða fyrsta sláturhússvélmenni í heimi í rann- sóknastofnun danskra sláturhúsa í Hróarskeldu og ástæðan fyrir smíðinni er vel þekkt á íslandi, sem sé hvað erfitt er að fá fólk til starfa í sláturhúsum. Frzyr 917

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.