Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 19

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 19
Það gildir að byrja smátt í kanínurækt Viðtal sem Ólafur R. Dýrmundsson átti við Ingimar Sveinsson á Hvanneyri, ráðunaut í kanínurœkt, í búnaðarþætti í útvarpinu 5. október sl., birt með góðfúslegu leyfi þeirra. Ritstj. Ein þeirra nýbúgreina sem bændur hafa tekið upp nú síðustu árin er loðkanínurækt. I upphafi veitti Guðmundur Jónsson ráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi íslands, leiðbeiningar um kanínurækt, en um skeið féll sú þjónusta niður. Nú hefur orðið breyting til batn- aðar því að Búnaðarfélag íslands og Bændaskólinn á Hvanneyri hafa gert með sér samning um að bændaskólinn hafi leiðbeininga- þjónustu í kanínurækt með hönd- um. Ingimar Sveinsson kennari á Hvannéyri hóf leiðbeiningar á þessu sviði í vor og er hann kom- inn hingað til að ræða um ástand og horfur í loðkanínuræktinni. Hvenær voru loðkanínur fyrst fluttar til íslands og hvemig er ubreiðslu þeirra háttað um þessar mundir? Loðkanínur voru fyrst fluttar til landsins árið 1981. Það gerðu fjór- ir bændur á Suðurlandi. Síðan flutti Kanínumiðstöðin í Ytri- Njarðvík inn kanínur árið 1984. Kanínur hafa dreifst töluvert um landið og áætlað er að það séu um 300 kanínubú núna á landinu af mismunandi stærð. Útbreiðslan hefur verið nokkuð jöfn og stöðug. Að hvaða leyti eru loðkaninur frábrugðnar öðrum kanínum? Þær eru frábrugðnar öðrum kanín- um fyrst og fremst að því leyti að það er stöðugur hárvöxtur á þeim en aðrar kanínutegundir ganga reglulega úr hárum. Þetta hefur gerst vegna stökkbreytinga í erfðavísum og hefur skapað grundvöll fyrir því að rækta fiðu eða ull á þessari kanínutegund. Hvemig telur þú að loðkanínurækt henti sem búgrein hér á landi? Ég tel að hún geti átt býsna vel við hér á landi hjá þeim sem á annað borð vilja sinna henni vel. Það sem ég tel að hún hafi fram yfir margar aðrar búgreinar, sem stoð- búgrein eða aðalbúgrein, er að það er hægt að byrja smátt og án mikilla fjárfestinga. Það er hægt að nýta byggingar sem fyrir eru og það er hægt að nýta innlent fóður. Þá má einnig benda á að þessi búgrein hentar rosknu fólki sem hefur unnið við gripahirðingu en er að draga sig út úr hefðbundnum búskap og vill vera áfram í sveit. Kanínurækt getur gefið því nokkr- ar tekjur. Þó að töluverð vinna sé við hirðingu á kanínum er þetta ekki erfiðisverk. Auk þess er loftslag hér á landi mjög hentugt fyrir þennan búskap. Þú telur þá skilyrðm að mörgu leyti ákjósanleg? Skilyrði til kanínuræktar eru fyrir hendi hér og það eru markaðsmál- in sem ráða hversu hentug þessi búgrein er. Afurðir? Afurðirnar eru fyrst og fremst fiðan eða ullin. Reyndar er einnig hægt að hafa einhverjar tekjur af kjöti af slíkum kanínum. Það er ekkert verra en af öðrum kanín- um, en á yfirfullan kjötmarkað hér er varla bætandi. Sumarið 1978 kom Josef Merkle frá Vestur-Pýskalandi í heimsókn lil íslands en hann var einn afþeim sem seldu kanínur hingað þegarþœr voru fluttar inn árið 1981. Josef Merkle ferðaðist um landið með Ingimar Sveinssyni og kynnti sér kanínurœktina. Myndin var tekin í þeirri ferð þar sem hann er að skoða kynbótakanínur. (Ljósm. lngimar Sveinsson). Freyr 907

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.