Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 20

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 20
Frá kanínumiðstöðinni í Ytri-Njarðvík. Röð af kanínubúrum á einni hœð með áföstum gotkössum. (Ljósm. lngimar Sveinsson). Tekjumöguleikar eru nokkuð góðir ef það tekst að selja afurð- ina, og núna er verðið á kanínu- fiðu um kr. 2.000 á kg, fyrsti flokkur, og af hverri kanínu fæst um eitt kg af ull, þannig að hver kanína gefur um kr. 2.000 kr. fyrir ull ef ræktunin er í sæmilegu lagi. Fyrirgreiðsla? Þeir sem hefja kanínubúskap geta fengið lán úr Stofnlánadeild land- búnaðarins og þau eru með svip- uðum kjörum og lán til annarra búgreina. Það er hægt að fá lán sem nemur 50% af kostnaði við hús og innréttingar. Auk þess er hægt að fá lán til kaupa á lífdýrum og ef um búháttabreytingar er að ræða er möguleiki að fá sérstakt framlag úr Framleiðnisjóði. Hefur eitthvað verið um það að bændur hafi fengið stuðning úr Framleiðnisjóði? Það hefur ekki verið mikið um það vegna þess að það er nýtil- komið að loðkanínur séu færðar undir sömu reglur og loðdýrarækt en nú er það orðið þannig. Hvaða möguleika hafa bændur á að afla sé fræðslu um loðkanínurækt? Fræðsluefni á íslensku hefur verið mjög takmarkað fram að þessu. Búnaðarfélag íslands lét þýða og gaf út bók á sl. ári en hún miðar einkum við tómstundabúskap. Annað innlent efni hefur ekki ver- ið á boðstólum nema það sem Landssamband kanínubænda hef- ur gefið út í fréttabréfi sínu. Núna hafa aftur bændaskólarnir tekið upp fræðslu í greininni. Bænda- skólinn á Hvanneyri hefur fellt kanínurækt inn í búfjárrækt sem skyldunámsgrein. Á öðru ári námsins er kanínurækt svo val- grein og fyrirhuguð er eftir nk. áramót að halda námskeið í kanínurækt, bæði bóklegt og verk- legt, fyrir þá sem hugsa sér að fara í kanínurækt eða eru nýbyrjaðir. Hvert verður meginefnið á nám- skeiðinu? Meginefnið verður að kynna fyrir mönnum þá þætti kanínuræktar, sem mest brennur á. Það verður kennt um hirðingu, fóðrun, hús og búnað, klippingu og flokkun á ull og námskeið verður í búrasmíði, merkingum kanína þ.e. tattover- ingu, geldingu á ungdýrum, svo að það helsta sé nefnt. Hver eru helstu atriði sem bændur verða að kunna skil á í kanínurækt, því að þama er um nýjung að ræða? Kanínur eru að mörgu leyti ólíkar öðrum dýrum og á því þurfa menn að átta sig. En margir sem byrja eru bændur og vanir húsdýrum þannig að þeir ættu að vera tiltölu- lega fljótir að komast á lagið með þessa búgrein, einkum ef þeir fá fræðslu í upphafi. Það fyrsta sem þarf að huga að er aðbúnaður og húsvist og frum- skilyrði varðandi kanínuhús er að það sé vel loftræst, rakalaust og ekki sé í því stækja né trekkur. Raka, stækju og trekk þola kanín- ur ekki. Hins vegar er miklu mikilvægara að hús séu vel ein- angruð og loftræst heldur en að halda á þeim hita. Annað sem menn þurfa að vita er um fóðrunina. Kanínur eru afar viðkvæmar fyrir öllum fóður- breytingum þannig að menn hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum nteð því að skipta snögglega um fóður. Meltingu kanína er þannig háttað að þær þola ekki snögg fóðurskipti. Mörgum hefur einnig gengið illa við pörunina og það eru ýmsar ástæður fyrir því. Ein af þeim er að fóðrið sem þeir hafa haft er of gamalt og vítamínin í því farin að eyðast og þess vegna hefur frjósemin dottið niður. Hver poki af kanínufóðurblöndu á að vera merktur með dagsetningu framleiðslu. Ef fóðrið er orðið meira en þriggja mánaða gamalt eða eldra er ábyrgðin fallin af því og hætt við að það skorti vítamín. Það er geysimikið atriði að ein- göngu séu valin góð dýr til undan- eldis og það þarf ekki nema lítinn hluta af stofninum í undaneldið. Til þess að geta valið undaneldis- dýrin þarf skýrsluhaldið að vera í lagi. Er komið á skýrsluhald hjá mörgum kanínubændum? Það er komið á hjá nokkuð mörg- um en ekki öllum. Það þarf að verða alveg fastur liður í ræktun- inni. 908 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.