Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 13
IFAP, tengiliöur bænda um alla jörð Frá heimsókn Glenn Flaten, forseta IFAP til íslands. Glenn Flaten, forseti IFAP. (Ljósm. FREYR - J. J. D.). Glenn A. Flaten, forseti Alþjóða- sambands búvöruframleiðenda (International Federation of Agri- cultural Production) var í heim- sókn hér á landi ásamt eiginkonu sinni, Shirley Flaten, dagana 28. september til 1. október. Heim- sóknin var á vegum Stéttarsam- bands bænda sem hefur verið í IFAP síðan 1949. IFAP var stofn- að þrem árum fyrr. Meðan hjónin voru hér ferðuð- ust þau um og heimsóttu bændur og Garðyrkjuskólann á Reykjum og fóru í leikhús í Reykjavík. Glenn Flaten er 56 ára að aldri, af norskum og sænskum foreldr- um. Hann er bóndi í Regina í vesturhluta Kanada og eiga þau hjón 4 börn. Á búi sínu rækta þau korn, kjúklinga og svín. Glenn Flaten er búfræðikandídat frá Saskatchewan háskóla. Hann hef- ur verið forystumaður í félagsmál- um bænda í fylki sínu og heima- landi, t.d. var hann formaður Búnaðarfélags Kanada 1981— 1985 og hann situr í búvörumark- aðsnefnd Kanada. Árið 1984 varð hann varaforseti IFAP og hefur verið forseti samtakanna síðan 1986. Starf IFAP Alþjóðasamtök búvöruframleið- enda, IFAP, voru stofnuð rétt eftir seinni heimstyrjöldina, nánar til tekið í London árið 1946. Sam- tök bænda í einstökum löndum höfðu þá starfað lengi, en kreppan og stríðið sýndu þeim nauðsyn þess að standa saman og vinna saman. í stríðinu leituðu stjórn- völd til bænda um það að tryggja þjóðunum viðurværi. Höfðu þá samtök þeirra skipulagt mat- vælastefnuna í flestum löndum. Þess vegna fólu stjórnvöld þeirra landa bændasamtökum mikil verkefni eftir stríðið. í kjölfar þess voru Alþjóðasamtök búvöru- framleiðenda, IFAP stofnuð. Hlutverk IFAP er einkum að vera vettvangur fyrir kynni og samræður bænda og matvælafram- leiðenda um víða veröld. í öðru lagi að miðla fróðleik um mat- vælaframleiðslu á jörðinni til sam- taka bænda hvarvetna með því að gefa út fréttabréf, tímarit, halda ráðstefnur o.s.frv. í þriðja lagi er IFAP alþjóð- legur fulltrúi bænda, m.a. gagnvart ríkisstjórnum. Aðalstöðvar samtakanna eru í París. IFAP heldur að jafnaði þing á 18 mánaða fresti með um 200 fulltrúum víðsvegar að úr heim- inum. Síðasta þing var í Bonn 1986, en næsta þing verður haldið í Ástralíu árið 1988. Bænduz standi saman Glenn Flaten var hrifinn af sam- stöðu og skipulagi íslenskra Freyr 901

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.