Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 9

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 9
10.'92 FREYR 393 Frá Vík í Mýrdal. Hér eru menn gerendur en ekki aðeins þiggjendur Viðtal við Benedikt Sigurbjörnsson, átaksverkefnisstjóra f Vfk f Mýrdal / mars sl. slóst fréttamaður Freys í för með Arnaldi Bjarnasyni atvinnumálafulltrúa austur í Mýrdal, einkum til að hitta að máli Benedikt Sigurbjörnsson átaksverkefnis- stjóra í Vík í Mýrdal. Benedikt er ungur að árum, alinn upp í Reykjavík og nágranna- byggðarlögum og lauk prófi í véla- verkfræði frá Háskóla íslands haustið 1991. Ástæða þess að hann starfar nú í Vík er að kona hans, Guðrún Kristjánsdóttir, var ráðin þangað sem kennari og nokkru seinna var staða átaksverkefnis- stjóra í Vík auglýst laus til umsókn- ar og fékk Benedikt starfið. Ég spyr Benedikt hvenœr hann hafi tekið við starfinu? Ég hóf formlega störf seinni hlutann í maí 1991. Átaksverkefn- ið fór hins vegar af stað í mars. Hver fjármagnar verkefnið? Frumkvæðið að verkefninu kemur frá heimamönnum, þ.e. at- vinnumálanefnd Mýrdalshrepps. Hún hafði fylgst með því að sam- bærileg verkefni voru í gangi ann- ars staðar á landinu og leitaði þar að fyrirmyndum. Á bak við allt þetta lá svo það að atvinnuástand á svæðinu var ekki nógu gott. Þeir sem fjármagna verkefnið eru Byggðastofnun, með tæplega helming kostnaðar, Mýrdals- hreppur, Búnaðarbankinn og Landsbankinn í Vík, Atvinnuþró- unarsjóður Suðurlands, Kaupfélag Árnesinga og Verkalýðsfélagið í Vík. Hvert var svo fyrsta verk þitt í starfi? Ég var ráðinn til starfsins 15. mars 1991 og daginn eftir var svo- kölluð leitarráðstefna, sem m.a.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.