Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 10
394 FREYR
10.’92
stjórn Átaksverkefnisins, atvinnu-
málanefnd, og sveitarstjóri, Haf-
steinn Jóhannesson, höföu undir-
búið. Á leitarráðstefnunni, 16.
mars, var ég fyrst og fremst áheyr-
andi og að kynnast fólkinu. Á
svæði Mýrdalshrepps, sem varð til
við sameiningu Hvammshrepps og
Dýrhólahrepps árið 1984, hefur
fólki verið að fækka undanfarna
tvo áratugi a.m.k. Atvinnutæki-
færi eru þar fá og tiltölulega ein-
hæf, tæplega fjórðungur starfa er í
landbúnaði, en auk þess er smá-
iðnaður í Vík, verslun, þjónusta og
verktakastarfsemi í nokkrum
mæli.
Hvernig tókst leitarráðstefnan?
Það var upplýst að áður hefðu
verið haldnar tvær slíkar leitarráð-
stefnur á landinu. Á ráðstefnu í
Vík 16. mars 1991 komu rúmlega
60 manns og, þar skoðuðu menn
fortíð og nútíð og veltu fyrir sér
framtíðinni. Niðurstaðan var mjög
jákvæð, það voru myndaðir verk-
efnahópar sem eru kjölfestan í því
að koma hugmyndunum áleiðis og
í framkvæmd.
Síðan er nýlega haldin önnur
ráðstefna til að kanna stöðuna?
Já, verkefnið á að starfa í eitt og
hálft til tvö ár og hluti af því er að
Benedikt Sigurbjörnsson.
halda endurmatsráðstefnu þar sem
farið er yfir það sem búið er að
gera, sumir vinnuhópar lagðir nið-
ur, aðrir endurskipulagðir og nýjar
hugmyndir teknar inn. Þessi ráð-
stefna var haldin 11. janúar sl.
Hvernig var hljóðið þó í mönn-
um?
Það var mjög gott. Þeir hópar
sem mest lá eftir voru hópar sem
unnu að ferðaþjónustu. Á vegum
eins hóps hafði verið stofnað til
upplýsingamiðstöðvar sem hafði
aðsetur í Víkurskála og starfaði í
tvo mánuði sumarið 1991. Hópur-
inn gaf út bækling með upplýsing-
um um þetta svæði sem dreift var
til ferðamanna.
Þá má nefna hóp sem tók sér
fyrir hendur að merkja gönguleiðir
víða í Mýrdalnum. Það verk tókst
með ágætum.
Einn hópur fjallaði um fiskrækt
og á vegum hans var stofnað Fisk-
ræktarfélag Mýrdals 8. desember
1991. Hér hefur verið og er stund-
uð hafbeit frá Dyrhólaósi, auk þess
sem rekin hefur verið seiðaeldis-
stöð í Vík á annan áratug. Eftir að
Fiskræktarfélagið kom til sögunn-
ar hefur einn bóndi, Jónas Er-
lendsson í Fagradal, komið á fót
fiskeldi heima hjá sér með bleikju,
auk þess sem hann hefur komið á
fót aðstöðu til reykingar og pökk-
unar á fiskinum.
Þá má nefna að aukin nýting á
silungi í vötnum á svæðinu hefur
verið á dagskrá hjá þessum vinnu-
hópi.
I Vík er einkaaðili, Paul
Richardson, að gera golfvöll, sem
er ekki fullbúinn ennþá. í tengsl-
um við þá framkvæmd er hug-
myndin að stofna golfklúbb. Einn
hópur starfaði um skíða-, og úti-
vistarsvæðið á Mýrdalsjökli, þar
sem farið er upp frá Sólheimum í
Þórir Kjartansson forstjóri Víkurprjóns hf. hefur umsjón með Eldisstöðinni í Vík sem klekur út seiðum af laxi,
sjóbirtingi og bleikju. Á myndinni til vinstri er útbúnaðursem sér um sjálfvirka fóðrunáseiðunum. Þennan útbúnað bjó
Þórir til og notaði í hann hluti úr gömlu flugvélarflaki.