Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1992, Síða 13

Freyr - 15.05.1992, Síða 13
10.’92 FREYR 397 Ingibjörg að gefa hœnsnunum. í þessum hópi eru hœnsn bœði afíslensku og ítölsku kyni. Ingibjörg segir að íslensku hœnsnin séu auðþekkt frá hinum áþví að þau séu öðruvísi í vexti og heldur smærri en ítalarnir. að vera á sama tíma í sveitinni og næsta nágrenni seldu þær fyrir álit- lega upphæð. Allmargar konur í Fljótum koma nú saman á þriðju- dögum í hverri viku og eiga góðar stundir við handiðnir og samveru í gömlu skólahúsi sem hreppsnefnd- in lét þeim í té til þess að þeirra ósk. Ingibjörg segir: Við stefnum að því að hafa munamarkað þrjá daga í viku í allt sumar í nýja grunnskól- anum í Fljótum og tvær konur hyggjast selja þar kaffi og meðlæti. J.J.D. Þurrkar hrjá „kornforðabúr" Afrfku Alvarlegir þurrkar í Transvaal valda því að Suður-Afríka verður nú að flytja inn korn til að sjá þjóðinni fyrir mat. Sjálfkjörið kornforðabúr sunnanverðrar Afr- íku, vestari hluti Transvaal, var áður efnaðasta landbúnaðarsvæði í allri Suður-Afríku. Suður-Afríka, sem að jafnaði hefur flutt út korn, er þar með komið í hóp fleiri landa á þessum slóðum sem hrjáð eru af þurrki. Það á við um svæðið frá Sudan og Zimbabwe suður til Madagaskar. I Suður-Afríku verður maísupp- skeran í ár tveimur milljón tonnum undir þörfum. Uppskeran er áætl- uð 5 milljón tonn sem er það lægsta sem hún hefur orðið í hálfa öld. Þetta vekur enn á ný spurningar um það hvort vandamál vegna of- framleiðslu á korni fari senn að snúast í andhverfu sína. (Bondebladet, 11/3 1992) EIGUM MIKIÐ ÚRVAL HJÓLBARÐA UNDIR ALL.AR GERÐIR ÖKUTÆKJA. HAGSTÆTT VERÐ GÚMMÍVINNSLAN HF. Réttarhvammi 1 - Akureyri - Sími 96-26776 ■ ' ■ ■ ■ i i i i » i r~m i i i i i ~H

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.