Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1992, Síða 15

Freyr - 15.05.1992, Síða 15
10.’92 FREYR 399 Grœn ferðamennska byggir á umhverfisvernd. unnar á íslandi hefur verið kallað „græn“ ferðamennska. Máli mínu til stuðnings vitna ég í ályktanir 21. ferðamálaráðstefnu Ferðamála- ráðs sem var haldin í Hveragerði 10. og 11. október 1991. Par segir meðal annars: „9. Kynna þarf „græna ferða- mennsku". Hún byggir á því að allir hagnist, ferðamaðurinn, ferðaskipuleggjandinn og lands- svæðið. Rík áhersla er lögð á að skipuleggjandi ferða sé ábyrgur fyrir mótun „grænnar“ ferða- mennsku. „Græn“ ferðamennska byggir á umhverfisvernd og endur- nýtingu og hvetur til uppbyggingar efnahags- og atvinnulífs á lands- byggðinni. Ráðstefnan telur að hugmynda- fræði „grænnar" ferðamennsku sé nátengd þróun ferðamála á Islandi sökum þess að náttúra landsins er sú auðlind sem ferðaþjónustan byggir á.“ Velji sveitirnar leið „grænnar“ ferðamennsku, ætti enginn að þurfa að falla í skuldavalinn, og þó hún kunni að skila færri krónum í vasann í bráð verður ávinningur- inn þegar upp er staðið meiri. Pað er alls ekki óhugsandi að börn og barnabörn frumkvöðlanna erfi blómleg atvinnufyrirtæki, skamm- rif án skuldabögguls. Hver er þá hugmyndafræði þess- arar „grænu“ ferðamennsku? Hvaðan kemur hún og hvers vegna varð hún til? Hugmyndafræði „grænnar" ferðamennsku á rætur sínar í sívaxandi meðvitund um mikilvægi þess að vernda náttúr- una og bera virðingu fyrir henni. Segja má að hún sé angi af því sem kallað hefur verið „sjálfbær" þró- un. Pað er sú þróun senr fullnægir þörfum nútíðarinnar án þess að ganga á möguleika framtíðarinnar. Hún er auk þess svar við þörf nútímamannsins fyrir að sleppa úr viðjum hins manngerða umhverfis, hraða og tækniundra. Grunntónar hennar eru mannvernd og mann- virðing ekki síður en virðing fyrir náttúrunni. Þó að „græn“ ferða- mennska vísi oft til landssvæða ut- an þéttbýlis er hún ekki einskorð- uð við gönguferðir um óbyggðir, öðru nær. Eftirfarandi eru helstu einkenni ferðaþjónustu í anda „grænnar" ferðamennsku: - hún er byggð upp rólega í smáum stíl og smáum einingum. - þróun og skipulag uppbygg- ingar er í höndum heimamanna. - fullt tillit er tekið til náttúru og íbúa svæðisins. - byggt er á sérkennum svæðis- ins, jafnt náttúrulegum, menning- arlegum sem félagslegum. - leitast er við að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra heima- manna og ferðamanna. - dregið er úr álagi á umhverfið (félagslegt, menningarlegt og nátt- úrulegt) með dreifingu aðsóknar, bæði í tíma og rúmi. - stuðlað að notkun vöru og hráefna sem upprunnin eru á svæð- inu.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.